Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Síða 16

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Síða 16
JON S. BALDURS FYRRVERANDI KAUPFÉLAGSSTJÓRI SJÖTUGUR Hinn 22. júní á sí'ðastliðnu vori, átti Jón S. Baldurs, fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Blönduósi sjö- tugsafmæli. Vegna mistaka og mis- skilnings, var þá ekki birt á prenti nein afmælisgrein um Jón, sem þó hefði verið fullkomlega verðugt. En það eru fleiri tímamót í lífi merkismanna, en afmælisdagar einir, sem vert er að minnast og einmitt á þessu ári á Jón S. Bald- urs fimmtíu ára starfsafmæli, sem starfsmaður hjá sanwinnufélögun- um á Blönduósi og skulu nú rak- in í fáum dráttum aðal störf Jóns hjá þessum fyrirtækjum. Ungur að árum stundaði Jón S Baldurs nám við Verzlunarskóla fs iands og lauk þaðan prófi, með góðum vitnisburði vorið 1917. Að loknu námi hvarf hann síðan aft- ur heim í heimabyggð sína og réð- ist nokkru síðar til K.H. á Blöndu- ósi, sem afgreiðslumaður í sölu- búð kaupfélagsins og jafnframt mun hann þá hafa unnið við skrif- stofustörf fyrir félagið, þegar tími vannst til. Fljótt komu í ljós ótvi- ræðir hæfileikar Jóns, sem verzl- unarmanns, bví saman fór prúð- mennska lipurð og góðlátleg gam- ansemi við afgreiðslustörfin og munu maígir viðskiptamenn KH., frá þeim árum, eiga skemmtilegar minningar um verzlunarferðir í búð kaupfélagsins á Blönduósi, á meðan Jón var þar afgreiðslumað- ur. Einnig duldust engum sérstak ir hæfileikar Jóns sem skrifstofu- manns. Hann skrifaði afburða fall- ega rithönd, var mjög glöggur á tölur og afkastamikill í meðferð þeirra, enda fór svo fljótlega a.ð hann var gerður að aðalbókara fyr- irtækisins, en hætti að mestu störf um sem afgreiðslumaður í búð- inni. Ég held að þó hafi ýmsir saknað hans frá afgreiðslustörfun- um, því að svo var hann vinsæll þar, að sumir héldu því fram að viðskipti hefðu beint aukizt af þeim sökum. Hinn 1. janúar 1944 urðu fram- kvæmdastjóraskipti við samvinnu- félögin á Blönduósi og lét þá hinn valink^nni kaupfélagsstjóri Pétur Theódórs af störfum, en í hans stað var Jón S. Baldurs ráðinn framkvæmdastjóri og tók þá um áramótin við framkvæmdastjórn K.H. Nokkrar deilur höfðu orðið um breytingu þessa, meðal sam- vinnumanna hér í héraðinu, og var því ekki vandalaust fyrir hinn nýja kaupfélagsstjóra að taka við starfinu í fyrstu, en þar sem Jón hafði ekki frá upphafi, blandað sér á neinn hátt í þessar deilur, þá hvarf þessi misklíð eins og dögg fyrir sólu á mjög skömmum tíma og má óefað þakka það, lip- urð og ýmsum öðrum góðum hæfi leikum Jóns S. Baldurs. Á miðju ári 1944 tók svo Jón einnig við sem framkvæmdastjóri S.A.H. — en þessi samvinnufélög hafa frá upphafi verið aðskilin, en nú mörg síðari árin verið sami framkvæmdastjóri fyrir þau bæði og er svo enn í dag. Á stríðstímum er oft við erfið vandamái að glima í verzlun og viðskiptum og voru þau efalaust oft erfið viðfangs á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar, — því þá lokuðust að miklu leyti samgöng- ur við gömul viðskiptalönd og ýmsar þær vörur sem áður voru auðfengnar, voru þá ófáanlegar og þó leitað væri eftir nýjum við- skiptaleiðum í öðrum löndum — og þá einkum vestur í Ameríku, var ekki ólíklegt að vöruskortur segði til sín. Eitt af aðalstörfum kaupfélagsstjórans var því að vera vakandi og vel á verði fyrir því að afla sínu félagi nægilegra vöru- birgða, eftir því sem unnt var. En þrátt fyrir það þó að margar vör- ur væru skammtaðar og að sumra dómi naumt skammtaðar, þá var það þó mikið magn af nauðsynja- Vörum, sem þurfti til þess að full- nægja þörfum fólksins hér í hér- aðinu. Fullyrða má, að Jóni S. Bald- urs hafi tekizt vel að afla þeirr- ar nauðsynjavöru, sem mest reið á, að til væri hér í héraðinu á hverjum tíma. Á þessum árum geisaði mæði- veikin hvað harðast, hér í sýsl- unni og var að lokum ákveðið að skera niður allt sauðfé í sýslunni haustið 1948 og var það fram- kvæmt samkvæmt áætlun. Mæði- veikin hafði höggvið stór skörð I fjiárstofn bændanna á árunum 1939 og til þess tíma að niður- skurður var framkvæmdur haust- ið 1948 og höfðu þvi margir bænd- ur lent í gjaldeyrisörðugleikum sökum minnkandi innleggs. Frammámönnum samvinnuhreyf- ingarinnar og raunar öllum þorra manna, var þvi vel ljóst, að eitt- hvað varð að gera, til að skjóta nýjum stoðum undir framleiðsl- una í sýslunni og var það einkum aukin mjólkurframleiðsla, sem miklar vonir voru bundnar við. Því var það að ráðist var í bygg- ingu mjólkurstöðvar á Blönduósi Jón S. Baldurs var frá upphafi öt- ull forgöngumaður þessa máís og hvíldi mikið starf á herðum hans í sambandi við fjárútvegun og all- an undirbúning þessarar byggiug- ar. í>Ö er skylt að geta þess, að ýmsir aðrir aðilar áttu þar góðan hlut að — en góð og snurðulaus samvinna við framkvæmdastjóra S.A.H. mun þó hafa flýtt fyrir að þetta mikla nytjamál kæmist í höfn, svo fljótt sem raun varð á. Seint á árinu 1948 var fyrnhluta byggingar mjólkurstöðvarinnar á Blönduósi það langt komið, að stöðin gat tekið til starfa. En ein- mitt rétt áður, það sama haust, var lokið niðurskurði alls sauðfjár í A-Húnavatnssýslu. Þrátt fyrir þ;.ð þó að lömib hefðu verið keypt inní sýsluna, það sama haust, sem svar- aði til helmings af því fullorðnu fé, sem fargað var, — var útlitið ekki glæsilegt um að bændur hefðu á næstu árum nægilegt inn- legg til að greiða með allar þarf- ir búa sinna. Haustið 1949 voru aðeins lagðar inn 2.772 kindur hjá S.A.H. á Blönduósi af öllu verzlunarsvæð- inu, og segir það sig sjálft, að svo lítið innlegg sem þetta, var ekkl nema litið brot af þvi sem bænd- ur þurftu, til að greiða með þarf- ir sínar. En þar sem mjólkurbúið var þá búið að starfa í rúmt ár, 16 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.