Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 2
skógsströnd. Þau áttu sex dætur, er upp komust. Löngum voru sex vinnumenn og sex vinnukonur á Laxamýri, eink- um á fyrri árunum, áður en börn- in urðu verkfær. Auk árshjúa var svo kaupafólk á hverju ári fleira og færra lengri eða skemmri tíma á öllum árstíðum. Gestakomur miklar voru á Laxa mýri. Þar var hentugur gististaður 4 fyrir héraðsbúa í kaupstaðarferð- um, eins og þá hagaði ferðalögum. Langferðamenn innlendir og er- lendir leituðu þangað einnig. Stjórnendur sveitarinnar sátu þar oft á rökstólum. Við þessar stórbýlisaðstæður ólst Sigurður Egilsson upp. Þar mótaðist hann í æsku við fjölbreytt bústörf og félagsskap í rekstri, — víðtæka samvinnu í daglegri önn og áætl- unum. Laus við einangrun. Varð víðsýnn strax, mannblendinn og fjölvirkur. Hann íór eftir fermingu í ungl- ingaskóla Eenedikts Björnssonar á Húsavík síðar tók hann próf upp í 2. bekk Gagnfræðaskólans á Akur- eyri og iauk námi í þeim skóla (2. og 3. bekk) á tveim vetrum. Var i búnaðarskólanum á Hólum (e.d.) meirihluta vetrar 1915—‘16. Árið 1916, 29. sept. kvæntist hann fyrri konu sinni, Rakel Jú- dit Pálsdóttur Krögers, skipa- smiðs í Höfn í Siglufirði. Þau hófu heimilishald sitt á Laxamýri. Hann innréttaði þeim snotra íbúð á lofti timburhúss, sem þar hafði áður verið reist og notað til geymslu og sem smíðaverkstæði. Vann hann við félagsbúið, var verkscjór' við sumar greinar þess, hafði einhvern sérbúskap, stund- aði stundum kennslu á Húsavík. Fór einnig í atvinnu lengra, t.d. vann hann við sléttun lands með Þúfnabananum í Reykjavík og Eyja firði 1921—1924. Rakel og Sigurður eignuðust 6 börn. Þau eru í aldursröð talin: Páll Kröger, verkamaður í Reykjavík. Egill, stúdent, endurskoðandi og eftirlitsmaður í þjónustu Samb. ísl. samvinnufélaga. Búsettur í Reykja- vík. Kvæntur Valgerði Lárusdótt- ur. Arnþrúður, gift Einari Steinars- syni framkv. stj. í Reykjavík. Rakel Jóhanna, tannsmiður í Reykijavík. Jóhann Egill, farmaður, Reykja- v!íik. Gunnar, farmaður, Reykjavík. Árið 1921 fluttist Jóhannes Sig- urjónsson að Saltvík og keypti þá Egill Sigurjónsson af honum hlut hans í Laxamýri og það af sambúshelmingi hans, sem hann flutti ekki með sér. En 1924 and- aðist Egill og voru þá ekki að öllu frágengin þessi kaup óg skiptin á félagsbúinu. Héldu Sigurður og bræður hans ásamt móður sinni áfram káupunum og öðru uppgjöri gamla Laxamýrarbúsins. Bjuggu síðan í félagi á Laxamýri þangað til 1928, að samkomulag varð milli allra eigendanna um að selja Laxa- mýri með bústofni, Jóni H. Þor- bergssyni, sem hefur búið þar síð- an. Sigurður fluttist með konu sína og börn til Siglufjarðar og hefur það sennilega ráðið, að hún var ættuð þaðan. Á Siglufirði stundaði Sigurður smíðar og vann sér iðnréttindi. Tók hann þar þátt í stofnun iðnaðar- mannafélags og átti sæti í fyrstu stjóm þess. Var einn af stofnend- um Kaupfélags Siglfirðinga og kos- inn í fyrstu stjórn þess. Var kos- inn varamaður í bæjarstjórn Siglu- fjarðar — og mætti þar til starfa. Eftir þriggja ára dvöl á Siglu- firði bauðst Sigurði hlunnindajörð- in Hraun í Fljótum til á'búðar. Þetta freistaði búhneigðar hans svo hann tók jörðina á leigu. En þá bar ógæfu og harmsefni að hon- um. Kona hans andaðist 27. júní 1931, í sömu vikunni og hann fluttist að Hraunum. < Á Hraunum bjó hann tvö ár, en skorti fólk innanbæjar. Þaðan fór hann þvi til Akureyrar og átti þar heima tvö ár. Af þeim tíma var hann ráðsmaður sumarlangt hjá Þorsteini M. Jónssyni á Svalbarði við Eyjafjörð. Haustið 1935 fluttist hann til Reykjavíkur, réðist smiður hjá Slippnum h.f., en varð eftir stutt- an tíma fyrir slysi í vinnunni. Hlaut hátt fall úr stiga— bilaðist í baki og lá lenigi í gifsumbúðum. Þeg- ar hann varð aftur vinnufær, réð- ist hann sem verknámskennari að Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar var hann í fjögur ár, en þá var skól- inn hemuminn og skólastarfsemin lögfs niður um skeið. Hinn 22. júní 1939 kvæntist Sig- urður Egilsson í annað sinn. Seinni kiona hans var Petrea Guðný Sig- uxðardóttir bónda i Núpsseli í Mið- firði Þórðarsonar. Lifir hún mann sinn. Þegar Reykjaskóli hætti, flutt- ust þau hjónin, Sigurður og Petrea, að Tjörn á Vatnsnesi og bjuggu þar í leiguábúð í þrjú ár. Árið 1943 fluttust þau til Húsa- víkur og áttu þar heima síðan. Synir þeirra eru þrír og allir heima: Sigurður Salómon, smiður. Björn, bifreiðarstjóri. Þórður, 15 ára. Sigurður reisti sér íbúðarhús 1946 á Húsavík á háum og fögr- um stað og nefndi það Sunnuhvol. Hafa þau hjónin átt þar vistlegt og velbúið heimili með sonum sín- um. Sigurður Egilsson var enginn auðsöfnunarmaður. Hann var of óeigingjarn til þess að vera það, og mat hans á lifsgildum og verðmæt- um ekki þannig. Hann var samvinnumaður og samhjálparmaður, greiðvikinn með ágætum, hvar sem hann fór. Hann var einn af fjölhæfustu mönnum, sem fyrir hittast, og samfélaginu þarfur að sama skapi, af því að viðhorf hans til mannlífsins voru svo jákvæð. Hann var frjálslyndur og mót- tækilegur fyrir nýjungar, en hóf- samur. Ræktaði með sér heilbrigða skynsemi, en forðaðist hleypidóma og öfgar í skoðunum. Fjölhæfni hans átti vafalaust sinn þátt í því, að lengi fram eftir ævinni staðbatt hann sig ekki til langframa. Ætti að telja upp öll viðfangs- efni Sigurðar Egilssonar og trúnað- arstörf stór og smá yrði það löng skýrsla. Hér verður aðeins á nokk- ur atriði minnzt: Hann var bóndi um stund á þrem jórðum með nokkru milli- bili: Laxamýri, Hraunum og Tjörn ú Vatnsnesi. Hann vann sér húsasmiðsréttindi é Siglufirði 1930, — og stóð síð- an oft fyrir húsabyggingum. Vann kennarastörf í Reykja- hverfi 1912—‘15, á Siglufirði 1929 í Reykjaskóla í Hrútafirði 1936— 1940, á Húsavík: 1914—’17, 1945— 1946 og 1961—‘62. Gegndi hreppstjórastörfum sem settur: í Tjörneshreppi — hinum Éoma — 1924—‘25 og Holtshreppi í Fljótum 1933. 2 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.