Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 21
ómetanlegt læknislyf þótt ókeypis sé. Læknisfræðileg þekking hans hygg ég, að standi engan veginn að baki þvi, sem almennt gerist,. þótt ekki sé ég fræðilega bær að dæma þar um. Þegar þar við bæt- ist, að maðurinn er skjótur til við- bragða (þykir sumum sem hann muni þar minna á afa sinn, Þórð ) Svartárkoti), og öruggur til úr- ræða, þá var ekki kyn, þótt mörg- um héraðsbúum þætti sem þeir ættu alla sína forsjá í heilsufars- legum efnum, þar sem hann var. Fyrirgafst honum því auðveid- lega, að hann var stöku sinnum stuttur í spuna, en það er eitt ein- kenni gáfna hans að þykja mikils um vert, að menn setji mál sitt fram á fáum orðum og ljósum án óþarfa málalenginga. Ekki veikst hann undan löngum ferðalögum og erfiðum, sem starf- inu fylgdu og eru þá vetrarferðir í snjóþungú héraði þáttur út af fyrir sig, sem sennilega mætti setja saman um heila bók af reynslu Þóroddar einni saman. Auk þjón- ustu í eigin héraði gegndi Þór- oddur í reynd öðrum héruðum að hluta til. íbúar á Hólsfjöllum eiga að sækja lækni til Kópaskers, en eins og samgöngum er nú háttað, getur verið eins hentugt að leita til læknis á Breiðumýri. Lágsveitir sýslunnar eru í Húsavíkurlæknis- héraði, en fólk á þeim svæðum, sem næst lágu Breiðumýri fann fljótlega til þess, að eins vel gekk að fá úrlausn sinna mála hjá Þór- oddi og lækni á Húsavík, sem hafði ærinn starfa að sinna bæði héraðslæknisstörfum í kaupstaðn- um og sjúkrahúsi þar. Þar við bœttist hin 9Íðari ár, þegar í al- gleyming var kominn sá skortur héraðslækna, sem nú er svo mjög til umræðu, að Þóroddur var af yfirVöldum settur til þjónustu í Kópaskershéraði um tíma. Verður þeim, sem þetta ritar í því sambandi minnisstæður snjóa veturinn 1965—66. Vorum við Þór oddur þá við þriðja mann vopna- brœður fyrir hönd Þingeyinga í keppni útvarpsins „Sýslurnar svara“. Fengum við nokkuð eftir- minniiega að reyna, hvað íerðalög á þingeyzkum snjóavetri geta kraf izt af rnönnum í tíma og erfiði og florráðamenn útvarpsins aftur á móti, hivað þau kosta í beinhörð- um peningum. Hvað viðVíkur læknisstörfum Þórodds þennan vetur, þá er vand- séð, hvernig hann hefði getað sinnt sdnu eigin héraði og öðru meira en 100 km. í burtu, ef ekki hefði verið til umráða nýr snjóbíll, sem sveitarfélög og héraðsbúar að frumkvæðu Lions-klúbbsins Nátt- fara, höfðu lagt fram fé til kaupa á og afhent læknishéraðinu til af- nota. Var þetta viðleitni héraðsbúa til að bæta starsaðstöðu Iæknisins og sýndi jafnframt, hve mikils þeir mátu störf Þórodds og hve ó- Ijúft þeim var að missa hann sem Iækni sinn. Máttu þeir vart til þess hugsa, að hann léti af starfi og gæti ég trúað, að tilfinningar þeirra í þessu efni hefðu verið svip aðar og hjá þegnum ástsælla ein- valdskonunga fyrr á öldum, er þóttust nær sem föðurlausir og forsjárlausir vera, ef herra þeirra féll frá. Öllum mátti þó Ijóst vera, að ekki yrði Þóroddur eilífur augna- karl í starfi á Breiðumýri. Vitanlegt var, að heilsa hans var ekki svo sterk sem skyldi og vænt anlegt nám uppkominna barna ut- an héraðs ýtti undir búferlaflutn- ing. Því kom ekki á óvart síðast- liðið haust, þegar losnaði héraðs- læknisembætti á Akureyri, að hann sótti um og hreppti embætt- ið, þeim mun frekar sem nokkru áður hafði hann kennt hjartasjúk- dóms. Svo samdist um með hon- um og fyrirrennara hans á Akur- eyri, að Þóroddur gegndi embætti sínu á Breiðumýri s.l. vetur. En með vordögum yfirgaf Þóroddur og fjölskylda hans læknishúsið á Breiðumýri og stendur það nú autt eftir, því að enginn hefur sótt um héraðslæknisstarf þar sem vænta mátti. Héraðinu er þjónað frá Húsa vík og er það vissulega betur sett en mörg önnur læknishéruð, með- an kostur er nægra lækna á Húsa- vík, þar sem vandamál í sambandi við nýtt form læknaþjónusfa hafa verið svo mjög i brennidepli undan farna mánuði- En tómlegt þykir okkur, sem þekkjum Þórodd og fjölskyldu hans að líta heim að læknishúsinu á Breiðumýri og vita, að þar er ekki lengur vinum að mæta. Enn er eftir að geta þess atriðis í starfi Þórodds hér í byggð, sem njér þykir kannski merkilegast og mun næstum einsdæmi. Það er söngstjórn hans á Karlakór Reyk- dæla, sem hann annaðist sem al- gerlega ólaunað aukastarf um 7 ára skeið frá haustinu 1961 og hafði auk þess gert einn vetur áður. í byrjun þessarar greinar var getið um störf Jónasar, föður Þór odds, að söngmálum. Voru Þór- oddi því af náinni viðkynningu kunn slík störf. En auk þessarra hæfile'ka er hann gæddur ríkri tónlistargáfu, sem áreiðanlega hafði enzt honum til mikils frama á því sviði, ef hann hefði kosið að helga sig tón- listinni. M. a. mun hann hafa til að bera hinn mjög svo ákjósaa- lega hæfileika fyrir alla tónlistar- menn, algert tóneyra. Á tvennt ber að líta í þessu sambandi, sem gerir það næsta ótrúlegt frá sjón- armiði hversdagslegrar- skynsemi, að hann skyldi gefa sig að þessu starfi. Ekki var fýsilegt að bæta á sig starfi, sem unnið var siðia kvölds og fram á nætur, þega: á venjulegum vinnutíma var fyrir ærinn erill. í annan stað gefur auga leið, að rúmlega 30 manna karlakór, valinn úr byggðarlagi með 3—400 íbúa, getur ekki verið skipaður úr- valssöngkröftum eingöngu. Þeim mun ótrúlegri er sá árang- ur, sem Þóroddur náði í þessu starfi. Get ég af eigin kynnum um það borið, að töfrum var líkast, hve vel hann kunni að laða fram hið fegursta í söng óþjálfaðra manna, hve vel hann skynjaði, hvað bjóða mátti þeim í verkefna- vali og hve laginn hann var að fá það snið á sönginn, som hann helzt óskaði eftir. Ef ágalli yrði fundinn á þessu starfi hans, þá va»ri helzt uim að ræða of mikla vandfýsi. Honum var þvert um geð að láta nokkurt lag heyrast ÍSLENDINGAÞÆTTIR 91

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.