Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 18
Sigríður E. Sæland Ijósmóðir, áttræð blómum og nokkrar afmælisgjafir. Nokkur skeyti voru í ijóðum. Eitt af þeim var frá Tómasi Jónssyni, starfsmanni hjá samvinnufélögun- um á Blönduósi, sem búinn er að vera náinn samstarfsmaður Jóns í hartnær 40 ár. Ég held að þessar fáu ljóðlínur gefi góða hugmynd um það hugarþel, sem_ samstarfs- fólk Jóns ber til hans. Ég birti því þe-sa afmæliskveðíju hér með leyfi höfundar. Vitund dáir vorsíns tóna, vetrargnýrinn herðir þor. Fjallasveitin grasi gróna, geymir öll þín bernskuspor. Sonartryggð hún þakkar þína, þú ert hennar barn í dag. Sendir þér með sumarblænum sína kveðju og óskalag. Út við Blöndu elfarmynni, ungum var þér búið svið. Trúr og hollur hugsjón þinni, högum fólksins veittir lið. Stjórnað hefur stefnumálum. Staðið vörð í hálfa öld. Og í þínu ævistarfi, ávallt borið hreinan skjöld: Tómas R- Jónsson. Þegar Jón S. Baldurs var sex- tugur, 22. júni 1958, héldu hún- verskir samvinnumenn þeim hjón- um heiðurssamsæti í „Húnaveri" sem þá var nýbyggt félagsheimili i fæðingarsveit Jóns. Við það tæki- færi var þeim hjónum færðar minningagjafir í þakklætisskyni, fyrir mikil og vel unnin störf I þágu samvinnufélaganna og hér- aðsins í heild. Mjög almenn þátt- taka var í samkvæmi þessu og vat þar samankominn mikill mann- fjöldi. Nokkrar ræður voru flutt- ar og fleiri skemmtiatriði voru þar um hönd höfð. Að lokum flutti af- mælisbarnið snjaiia ræðu og þakk- aði fyrir þann heiður, sem þeim hjónum var sýndur, með þessu sam sæti og gjöfum. Einnig færði hann öllum samstarfsmönnum sinum á liðnum árum alúðarþakkir fvrir samstarfið, sem hann þó sagðist vona að væri ekki alveg lokið. Góð- ur rómur var gerður að ræðu Jóns og bau hjónin kölluð fram og hyilt með almennu lófataki. Þá skal þess getið, að nú í vor á aðaifundum K.H. og S.A.H. var Jón einróma kjörinn heiðursfélagi beggja þess- ara félaga og eru það aðeins ör- fáir menn, sem hlotið hafa þenn- an heiður áður. Ég vil svo að lokum árna þess- Mér er í æskuminni mynd rosk innar konu gangandi eða hjól- andi á götum Hafnarfjarðar, sem mér fannst vera ákveðnari í fasi en flestar aðrar konur, svo að ekki var um að villast, hvert för- inni var heitið og til bvers. Síðar, er ég átti þvl láni að fagna að Ikynnast þessari konu, komst ég að raun um, að æskumyndin var imun margbrotnari en ég gerði mér þá grein fyrir. Að vísu sá ég hinn ákveðna svip hennar, sem bar vott um samvizikusemi og starfsgleði, en það liðu mörg ár, unz óg kynntist þeim göfugu hug- sjónum, sem hún hafði þroskað 1 brjósti sínu og þeirri umhyggju, sem hún bar fyrir samferðamönn- um sínum, ungum sem öldnum. Einnig sá ég töskuna, sem þessi kona bar ávallt í hendinni, en það Iðu mörg ár, unz ég sá hinn fagra gunnfána, sem hún stefndi af ein- beitni að, gunnfána lifsins. Þá feomst ég einnig að raun um, að þessi kona var virðulegur arftaki þeirra kvenna, sem frá upphafi vega hafa að öðrum ólöstuðum, lagt hvað mest af mörkum tá þess að gera gunnfána lífsins jafin glæsilegan og raun ber vitni. Þessi feona var Sigríður E. Sæland, ljós- móðir í Hafnarfirði, nýlega fyllti áttunda tuginn. Sigríður fædd- ist hinn 12. ágúst 1889 í Norður- fcotd á Vatnsleysuströnd og var hún ein af 11 börnum hjónanna Sóliveigar G. Benjamínsdóttur, sem var ættuð frá Hróbjargarstöðum í Hnappadalssýslu og Eirífes Jóns- um heiðurshjónum allra heilla á ókomnum árum og alveg sérstak- lega vil ég þakka Jóni fyrir langa og trausta vináttu og frúnni óska ég allra heilia á sjötugsafmælinu og það er ósk mín og von að þau megi eiga friðsælt og hamingju- ríkt ævikvöld í vinalega húsinu sínu á Blönduósi. Skrifað í júnl 1969. Bjarni Jónasson, Eyjólfsstöðum. sonar, ættuðum úr Reykjavík Ar- ið 1907 filutti-st Sigríður með for eldrum sínum tll Hafnarfjarðar og þar hefur hún síðan alið allan sinn aidur og tleinkað þvi bæj- arfélagl allan starfstíma sinn, bæði vinnustundir og tómstundir, ið undanskildum stuttum tímabiium, er hún var við nám erlendis. Á árunum 1911—1912 stundaði Sigríður ijósmóðumám hjá Guð- mundi Björnssyni, þáverandi land lækni. Að því loknu vorið 1912, var Sigríður skipuð ljósmóðir í Garða- og Bessastaðahreppi, en því etarfi gegndi hún til 1914. Það er einkennandi fyrir Sigríði, að hún gerði sig ekld ánægða með þá menntun, sem hún hafði öðlazt, enda þótt hún væri staðgóð á þess tíma mælikvarða. Hún tók þ\i feg- ins hendi boði, er hún fékk um að nema sérgrein sína við Rífcisspítal- ann í Kaupmannahöfn. Hún sigldi með norsku „Flóru“ áleiðis til Danmerkur árið 1914 og iauk þar námi sínu árið eftir og kom þá þegar til íslands. Árið 1916 gift- ist Sigriður Stíg Sveinssyni Sæ- land, síðar lögregluþjóni í Hafn arfirði og eignuðust þau 3 börn. Árið eftir var Sigríður skipuð ljós- móðir í Hafnarfirði, sem hafði ver ið sérstakt ijósmóðurumdæmi frá '8 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.