Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 13
hafði hann brátt mDda ámegð.
Bðrnin urðu níu, er tl aldurs
boanust, og þar að auki fylgdi
heimlinu öldruð föðursystir hans
er ala tíð hafði verið h.já for-
eidrum hans.
Haustið 1928 andaðist Bjarni
hreppstjóri, og fluttist þá mágur
Jóns, Beinteinn Einarsson, er
lengi hafði búið í Grafardal, heið-
arjörð þarna í grenndinni, að
Geitabergi. Gamalmenni og ör
yhkjar, sem hvergi áttu vísa lið
veizlu fyrir daga alþýðutrygging-
anna, höfðu lengi verið í skjóii
Geitabergshjóna en unnið þeim í
staðinn eftir getu. Sú Geitabergs-
systirin sem í dalnum bjó, Stein-
unn á Draghálsi, leysti fijótlega
vanda tveggja aldraðra manna —
rúmlegumanns, sem ekki hafði
stigið í fæturna um tugi ára, og
pasturHtls umkomuleysingja, er
lengi hafði verið á æskuheimili
hennar Þetta var góð lausn og
göfugmannieg, en ekki fjárafla-
leið.
Nú reið kreppan yfir, og hún
varð með verðfalli sínu þung í
skauti þeirn bændum, sem skuld
ugir voru fyrir. Óséð var hvenær
því éli myndi létta. Jón á Drag
hálsi tók það ráð að hann seldi
jörðina bróður sínum, Þorbirni
trésmiði, en keypti í staðinn Geita
berg, þar sem voru bernskuhag-
ar konu hans. Höfðu þeir síðan
búsetuskipti, mágarnir, Jón og
Beinteinn á Geitabergi. Þetta var
árið 1934. Bjuggu þau Jón og
Steinunn síðan á Geitabergi nær
aldarfjórðung við blómgun i búi,
þrátt fyrir tjón af vöidum mæði-
veikinnar og tilkostnað ýmsan og
miklar jarðabætur, unz þau seldu
jörð og bú í hendur dóttur sinni
og tengdasyni árið 1958. Sjálf
fóru þau í hornið hjá þeim eins
og kallað var hér áður, ófús að
eyða elinni annars staðar en þar,
sem þau höfðu lifað og starfað
ævilangt.
Um svipað leyti og Jón fluttist
búferllum að Geitabergi, tóik hann
við hreppstjórn, sem hann gengdi
síðan alila búskapartíð sína, og
var lengi sýslunefndarmaður
sveitarinnar jafnframt. í hrepps-
nefnd var hann kominn áður, og
í henni átti hann sæti lengi eftir
þetta. Var hann með þessum
hætti einn sá imaður, sem hvað
rnest var til forsvars fyrir sveit
sína í meira en tvo áratugi. En
hann kærði sig ekki um að hafa
slíka umsýslu á hendi, þegar aldur
færðist á hann, þótt hraustur væri
og með ölu óbagaður andlega.
Það var skoðun hans, að ungir
menn ættu að fá tækifæri til þess
að spreyta sig og var það í frá-
sögur fært, þegar hann benti
sýslumanninum á Hklega eftir-
menn sína í hreppstjórastarfið,
að hann nefndi til nokkra hinna
yngstu bænda. Ungu mennirnir
— það voru menn hins nýja tíma,
sagði hann. Þeir stóðu á döguu-
um nálægt miðjum aldri yfir gröf
öldungsins.
Jón Pétursson var sem næst
meðalmaður á vöxt, fríður sýn-
um, ennið hátt, augabrúnir fail-
ega dregnar, nefið Htið eitt í
bjúgt. Hárið var skolit og aug
un gráblá. í tali hans brá fyrir
svokölluðu tungurótarerri, en þó
gætti ekki tl neinna muna. Hann
var fráhitinn óhófi og barst ekki
á. Skapríkur hygg ég, að hann
hiafi verið, þótt aldrei sæi ég
hann gefa geði sínu lausan taum
vldi — að það horfði fram, er
fram skyldi horfa- Greiðvikinn og
hjólpsaman vissi ég hann. trygg-
an vinum sínum og minnugan á
gömu'l kynni. Hann var reifur og
ræðinn við gesti og gangandi og
oft gamansamur, kunni góð skil á
mörgum mólum og velti fyrir sér
margvíslegum viðfangsefnum bæði
þjóðmálum og öðrum vandamál-
um mannlegs Hfs. Sérlega illa
gazt honum að verðþenslu þeirri,
sem orðið hefur hlutskipti okkar
um tugi ára, og látlausri verðfell-
ingu gjaldmiðls. Með öllu fyigd-
ist hann vel með lestrj bóka og
blaða meðan þrek entist. Ræðu
mennsku vissi ég hann ekki femja
sér, en smágreinar kom fyri-, að
hann skrifaði i blöð á eiri áru.n
sínum. Það var áreitnislaus' og af
hógværð skrifað, þótt hann færi
ekki í launkofa með skoðanir sín
ar.
Steinunn Bjarnadóttiir lifir
mann sinn, senn hálf-áttræð. Átta
börn þeirra eru á lífi, og hafa
öll fest ráð sitt: Sigríður, hús-
freyja á Lundi í Lundarreykja
dal, Pétur, framkvæmcLstióri í
Reykjavík, Bjarni, stærðfræði-
prófessor i Tennessee í Banda
ríkjunum, Einar, verkstjóri í
Straumsvík, Halldóra, húsfreyja i
Kópavogi, Erna, húsfreyja á Geita
bergi, Haukur, verkstjóri í Reykja
vík, og Elísa, húsfreyja á Akur-
eyri. Einn sonur þeirra hjóna,
Páimi, lézt af slysförum fyrir all-
mörgum árum.
Tölu á barnabörnum veit ég
ekki. Ég hygg þó, að ,það muni
snotur hópur. Og einhvern tíma
kemur sú stund, að niðjar Jóns
og Steinunnar í þessu landi verði
jafnmargir þeim, sem hjuggu á
festar og fóru til Kanada árið
1887 — árið, sem litli Jón !eit
fyrst ljós heimsins og var iagður
við mjúkan móðurbarm. Megi það
verða sein fyrst.
Nú er Jón Pétursson lagður að
barmi annarrar móður — móður
okkar allra í þessu landi, sem
mun heimta okkur til sin smátt
og smátt — hennar, sem á okk-
ur með fylstum og ríkustum
rétti. J.H.
f
Það er haust og hrímið sezt á
gulnuð blöð og birkigrein. Sum-
arið er senn á enda og veturinn
á næsta leiti, en enginn veit um
komandi daga. Mannsævin líður
fram á líkan hátt og árstíðirnar.
Hver og einn á sína vordaga, ýmist
bjarta eða með skini og skúrum.
eins og gengur. Að liðnum sumar-
dögum eða manndómsárum er arð
urinn misjafn eins og gengur.
Þannig endurtekst gömul og sí-
gild saga.
Einn af samferðamönnum oklc-
ar og nágrön-num hefur nú lokið
löngu, giftusömu dagsverki, og
var kvaddur hinztu kveðju að
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 30.
dag septembenmánaðar. Jón Pét-
ursson frá Geitabergi er ekki leng-
ur á meðal okkar sem samferða-
maður. Iiann lézt í Reykjavík þann
22. september síðastliðinn, eftir
ISLENDINGAÞÆTTIR
13