Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 15
Minningarorb um jprjá látna Barðstrendinga Með fárra daga millibili, hafa þrír aldraðir Barðstrendingar kvatt þetta tilverusvið. „Um héraðsbrest ei getur, hrökkvi sprek í tvennt“, kveður listaskáld- ið Guðmundur á Sandi. Það má víst segja sama um þessa þrjá, það verður enginn héraðsbrestur við fráfall þeirra, þeir gegndu aldrei neinum opinberum embætt- um, og fyrir þeim voru aldrei bumbur barðar eða leikið á hljóð- færi, þetta voru ósköp venjulegir menn yfirlætislausir. Elztur þessara þriggja var: Þórð- ur Ingimar Jónasson, hann fædd- ist á Arnórsstöðum 23. júní 1885. Foreldrar hans voru: Jónas Guð- mundsson bóndi þar, og Petrína Einarsdóttir kona hans. Föður sinn missti Þórður á unga aldri, og var þá heimilið leyst upp og fóru flest börnin til vandalausra en þau vom 5. Þórður ólst upp í Haga hja Jósíasi Bjarnasyni og Margréti Pálsdóttur, og þótti snemma dug- mikill og ókvalráður. Fulltíða flutt ist hann til Patreksfjarðar og nam þar skósmíðar, stundaði þær að vetrinum en sjómennsku á bil farsskútum á sumrum, og þóttí með afbrigðum góður fiskimaður, t.d. var hann eitt sumarið dráttar- hæsti háseti á öllurr. Vestfjarðar- flotanum og dró 50 skippund af fullverkuðum saltfiski yfir úthald- ið. Þórður kvæntist frændkonu sinni, Guðlaugu Jónsdóttur, þau voru þrímenningar í báðar ættir. því afi Þórðar Guðm. á Arnórs- stöðum og Kristbjörg amrna Guð- laugar voru systkini. Þórður var því Breiðfirðingur í báðar ættir, Guðlaug og Þórður eignuðust nokkur börn, sem urðu öll vel að manni, og lifa flest enn. Konu sína missti Þórður fyrir nokkrum órum. Þórðui Jónasson var hár mað- ur vexti, og garpslegur ásýndum, drengur góður í hvívetna, leitaði ekki á aðra, en leyfði engum að troða sér um tær, vinfastur þar sem hann tók tryggð við. Annar í röðinni var Gísli Mar- teinsson. Hann fæddist á Grænhóli á Barðaströnd 28. ágúst 1887, en fluttist kornungur með foreldrum sínum að Siglunesi og dvaldi þar æ síðan. Foreldrar hans voru Mar- teinn Erlendsson bóndi á Græn- hóli og Siglunesi og kona hans Ólafía Þórðardóttir, Erlendur fað- ir Marteins var sonur Runólfs prests á Brjánslæk. Móðir Gísla fæddist á Eysteinseyri í Tálkna- firði, en mun hafa alizt upp í Arn- arfjarðardölum, því þar bjó Þórð- ur faðir hennar, Ólafía varð ekki langlíf, hún dó á barnssæng frá 9 ungum börnum, yngstur þeirra var Ólafur, er andaðist ungur að ioknu háskólanámi í norrænum fræð- um, mikill efnismaður. Árið eftir að Ólafia móðir Gísla dó, varð faðir hans bráðkvaddur einn á ferð yfir Kleifaheiði Varð þá að sundra heimilinu. en börnin komust öll til góðs fólks án sveitarhjálpar. Gísli og Halldóra (sem síðar varð kaþólsk líknarsystir á Landakoti) ólust upp hjá móðurbróður sínum, Gísla Þórðarsyni á Siglunesi, sem reyndist honum ávallt sem bezti faðir, enda valmenni. Gísli kvong- aðist ungur, frændkonu sinni, Guð nýju Gestsdóttur, þau voru systra- börn. Guðný og Gísli eignuðust 4 syni, og eru tveir þeirra á lífi. Guðmundur bóndi á Siglunesi, og Gísli bóndi á Hreggstöðum. Gísli Marteinsson bjó allan sinn búskap á Siglunesi, en þegar hann fyrir nokkrum árum missti konu sína, sleppti hann jörð og búi við Guð- mund son sinn, en dvaldi þar áfram til s.l. vors, er hann varð að fara á sjúkrahús vegna sjúk- dóms er dró hann til dauða. Gísli Marteinsson var góður þegn síns byggðarlags, blandaði sér aldrei í annarra málefni, en hélt sæmd sinni alla tíð, enda mik- ið góðmenni, og virtur af öllum er til þekktu. Seinustu mánuðirnir urðu honum þungbærir, en hann hélt hugarrósemi sinni og æðru- leysi til hinztu stundar. Ég sakna þessa gamla leikbróður míns. Frá barnsaldri var miili okkar traust vinátta sem aidrei bar skugga á Með Gísia Marteinssyni er góður maður genginn, maður sem aldréi mátti vamm sitt vita, og kom hvar- vetna fram til góðs. Þriðji Barðstrendingurinn 'er Guðmundur Jónsson. Hann fædd ist á Ytri-Múla 1- október 1894, og var því réttra 75 ára þegar hann dó. Foreldrar hans voru: Jón Magnússon bóndi á Ytri-Múla og Guðbjörg Ólafsdóttir kona hans. Kann ég ekki að rekja ættir þeirra. En Halldóra móðir Guðbjargar var orðlögð dugnaðarkona. Guðmund- ur ólst upp til fullorðinsára með foreldrum sínum, fór svo í vinnu- mennsku í ýmsa staði m.a. til Bjarna prófasts Símonarsonar að Brjánslæk, og var þar ráðsmaður eða fyrirvinna, sem kallað var. Hann þótti með afbrigðum dugleg ur til allra verka. Seinna fór hann svo til bús með Ólöfu Pálsdóttur, sem þá bjó ekkja á Hamri, eign- uðust þau saman tvo syni, sem báð- ir eru bifreiðastjórar á Patreks- firði, mestu myndarmenn. Áður hafði Guðmundur eignazt son er síðar bjó í Fjarðarhorni í Gufudals sveit og heitir sá Haukur Breið- fjörð. Eitt er víst, að allir synir Guðmundar hafa erft dugnað hans og ósérhlífni. Sambúðarkonu sína missti Guðmundur fj'rir nokkrum árum og flutti nokkru síðar til Patreksfjarðar og keypti þar hús, og bjó þar síðan að heita mátt’ til síðasta dags, hélt hann heilsu sinni og furðanlega miklu vinnuþreki. Hann sem sagt bognaði aldrei „en brast í bylnum stóra seinast.“ Hann var jarðsettur við hlið ást- vinu sinnar í Brjánslækjarkirkju- garði. Guðmundur Jónsson kunni ekki erlend tungumál, og var ekki skriftlærður, en hann kunni að afla brauðs í sveita síns andlits, og hann kastaði því ekki á glæ er hann vann sér inn hörðum hönd- um. Far þú í friði, nafni minn, kannski eigum við eftir að bralla margt saman enn, eins og í gamla daga, ef Pétri þóknast að „kippa okkur inn fyrir stafinn“. Því varla gerum við okkur að góðu að leika á básúnur eða syngja, eins og sumir segja að englarnir séu svo mikið fyrir. Nei, það verður engin héraðsbrestur þótt gamlir menn falli í valinn, þeir hafa runn- ið sitt skeið til enda, og þessir þrír gerðu það með sóma. Guð gefi þeim nú raun, lofi betri. Guðmundur á Brjánslæk. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.