Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 22
Karl Thorarensen Eskifirði, sextugur ðpinberlega, nema það væri full- komlega komið í það form, sem honum þótti óaðfinnanlegt. Voru þá af sorfnir ýmsir agnúar, sem fólk með minni tónlistargáfu veitti enga athygli. Heyrðist því söngur undir htns stjórn of sjaldan opin- berlega og of lítið geymist til seinni tíma í upptökum. En þetta ber vitni því skapgerð- areinkenni Þórodds að vera vand- ur mjög að virðingu sinni og vilja ekki hafa sjálfan sig og störf sín í hávegum og hámæli. Frekara dæmi um þetta er sú staðreynd, að hann þvertók fyri.r það s.l. vor. að honum og fjöl- skyldu hans yrði haldið kveðju- samsæti. Mundi þó ver'a samdóma álit héraðsbúa. að fáa hefðu þoir frekar kosið að kveðja og heiðra ertirminnilega við brottför úr hér aði. Þykir ýmsum, sem Þórodd þekkja og störf bans, þessi hlé- drægni næstum um of, og verður það helzta afsökun mín fyrir sam 1- ingu þessarar ritsmíðar. ef afmæl- isbarnið kann mér ekki þökk fvrir. Ekki er fullkomin afmælisgrein um kvæntan mann, nema eigin- konunnar sé þar einnig getið Rétt áður en Þóroddur hóf starf sitt á Rreiðumýri. gekk hann að eiga f^ændkonu sína Guðnviu. dóftur Páls Einarssonar og Þóru Stein- grímsdóttur Tónssonar, sýslu- manns og bæiarfógeta á Akureyri. Kom f hennar hlut að byegja upp heimilj þeirra á Breiðumýri, h!ý- legt og látlaust. har sem hverjum gesti bótti gott að koma. en líklega h^fa flestir héraðsbúar einn sinni eða oftaT-'bar inn fvrir dvr stigið og dvalið stutta stund eða langa Gegndi frú Guðný hlutverki sínu sem húsmóðir á mjög gestkvæmu heimili af alújð og ljúfmennsku. Fórst henni prvðilega úr hendi búsmóðurstaða i sveit. þótt siálf væri hún kaupstaðarbarn að upp- eldi. í huga okkar. sem til bekkium er mynd Þórodds ekki fullkom- in, nema með sé á henni Uona hans og heimili þeirra á Bre’ðu- mýri. og vafi er á í hvoru okkur þvkir meiri eftirsjá. að heimhi þeirra á Breiðumýri er horfið t*Aa læknisstörfum hans er iokið hér Börn þeirra hióna eru þvjú Ingvar elztur við nám i mennta skóla, Þóra Ingibiörg við nám f gagnfræðaskóla og Hólmfrfður enn á barnsaldri. Bera þau syst- Þegar kemur norður fyrir Bjarn arfjörð, verða Strandirnar fegurri, fjöllin gnæfð og tignarleg, en sam göngur allar torveldari og svip- mót úthafsins æ meir ríkjandi, er lengra dregur. Fólkið í þessari byggð, sem er Árneshreppur, nyrzta sveit í Strandasýslu, er alið og upp vaxið við meiri andstæð- ur landsins og stórleik náttúrunn- ar en flestir aðrir. Meðal þess eru merkir persónuleikar enn í dag, eins og Guðjón á Eyri og Pétur í Ófeigsfirði, kunnugir þekkja fleiri, en sagan greinir þar ófá nöfn frægra sægarpa og atgervis- manna til lífs og sálar. Hreppur- inn var fjölmennur fram á síðustu ár, lengi sérstakt læknishérað og prestakall um aldir. Árnes í Tré- kyllisvik, eitt hið eftirsóttasta prestssetur á landinu, meðan hlunn indi stórjarða, s.s. æðarvarp og reki, voru metin meir en skóla- þvarg og bíó. Hér er annars ekki ætlunin að gera sveitarlýsingu eft- ir heimildum eða gestsins auga á þessari heillandi byggð við nyrzta haf. Hugurinn hvarflaði þangað á sextugsafmæli Karls Thorarensens, verkstjóra á Eski- firði, en hann er fæddur á Gjögri í Árnessókn 8. okt. 1909, og bjó þar síðar um mörg ár, sem greint verður. Karl er sonur hjónanna Jakobs Jens Thorarensens útvegsbónda í Giögri, Jakobssonar kaupmanns í Kúvíkum Torarensens, og Jóhönnu Sigríðar Guðmundsdóttur frá Kjós, Pálssonar Bjuggu þau hjón allan sinn búskap á Gjögri, bar sem Jakob var einnig vitavörður. en kini bæði vitni góðu uppeldi og gáfum og hæfileikum, sem þau hafa hlotið í arf frá foreldrum sín- um. Örð þessi verða nú ekki öliu fleiri, en að lokum vona ég að ég fyrir hönd íbúa f Breiðumvrar læknishéraði megi flytja við bess! tímamót. Þóroddi og fjölskyldu hans beztu þakkir fyrir liðin ár og óskir um gæfuríka framtfð f nýju starfi. G.G. fólk þar margt í þann tíma, er lifði á sjósókn. Barnahópur Jakobs og Jóhönnu var stór og réðst því svo, að Karl fór ungur til Karó- línu föðursystur sinnar, sem gift var Friðrik Söebeck beyki í Reykj- arfirði. Ólst hann þar upp meðan Karólína lifði, til níu ára aldurs, við hinn bezta kost og atlæti. Eft- ir það var Karl eitt ár bernsku sinnar f foreldrahúsum á Gjögri, en fór við svo búið suður í Stein- grimsfjörð, þar sem hann var 2 ár hjá Lofti bónda Bjarnasyni á Bólstað og sfðan hjá Sæmundi Brynjólfssyni, sem bjó um hríð á Stað, milli presta. Þar fermdist Karl vorið 1923 hjá séra Jóni Brandssyni prófasti í Kollafjarðar- nesi, sem jafnan þjónaði Stað, þeg- ar þar var prestslaust. En eftir ferminguna fór Karl til Jakobínu systur sinnar á Hólmavík og var þar við verzlun og ýmis störf, t.d. búskap í Tungugröf, eignarjörð Jakobínu Eftir 3 ár á Hólmavík fór hann til Reykjavíkur og nam um hríð smíðar hjá Ingiberg Þor- kelssyni og var þeim vel til vina. Síðar varð hann þó afhuga tré- smfði og tók til við ketil- og plötu- smíði og lauk prófi f þeirri iðn 1936. Lærði hann f Hamri hjá Lár- usi Rasmussen dönskum manni, sem hér settist að og margir munu við kannast, vann þar síðan og I Stálsmiðjunni, er hún kom upp, 22 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.