Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 10
 Sigríður Helga Gísladottir frá Steinholti Hljóður er hugur. Hér skal kveðja. Margs er að minnast, margt ber að þakka Gefi guð góðri móður Ijúfa l'eið til ijóssins heima. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka. SONARKVEÐJA Þar sem ljóðin listafin lifa á þjóðartungu, vil ég, móðir, minnast þín og margra er óðinn sungu Þessar línur komu i hugann, pegar ég á ferðalagi frétti lát móður minnar. Já, allir sem á annað borð auðnast að ná einhverjum aldri verða að raula sinn lífsins óð, hver með sínum hætti. Ég er ekki dómbær á það hvernig móður rninni hefur tekizt sín lifsganga. Þó þykir mér trúlegast að hún megi vel við una og hennar nánustu vera þakklátir Hún lézt í Landspítalanum 6. ágúst s.l. eftir langa og erfiða legu, sem hún bar með sóma. En hvíldin var henni kærkomin. Móðir mín fékk ekki óverulegan skammt af mótlæti og erfiðleikum í lífinu eins og flestir, sem ná háum aldri, en það var athyglis vert hve hún þoldi mikla raun án þess að bogna. Að sjálfsögðú átti hún einnig sínar mörgu gleði stundir og naut þeirra af innri þörf. Og hennar stolt voru barna börnin og barnabarna börnin, sem hún komst varla yfir að telja saman, svo hratt fjölgaði þeim. Hún sagði mér oft frá þvi, hversu hamingjusöm hún væri með allam hópinn. Móðir mín fæddist 16. des. 1891 á Vöglum í Vátnsdal, en lengst af bjuggu foreldrar hennar m í Sunnuhlíð í Vatnsdal, þau voru Gísli Guðlaugsson, bóndi þar og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Móðir mín mun hafa verið um ' íermingu, þegar faðir hennar lézt. Einrn albróður átti hún Þorstein fyrrum prófast í Steinnesi. Hann er nú búsettur í Reykjavík. Síðar eignaðist hún tvo hálfbræður, því móðir hennar giftist öðru sinni Gisla Guðmundssyni, ættuðum úr Staðarsveit. Og bjuggu þau á ýmsum stöðum í Helgafellssveit, en síðast á Kársstöðum. Þeirra synir eru Gísli og Guðmundur sem búa þar enn. En gömlu hjónin eru löngu látin. Ung að árum giftist móðir mín Guðmundi Ara Gíslasyni ættuðum frá Geitagerði í Skagafirði. Hann var sonur GisTa Arasonar, bónda þar, og konu hans Sigurlaugar Jónsdóttur. Foreldrar mínir hófu sinn bú- skap fátæk að veraldarauði, en trúlega ríkari af bjartsýni og góð um vonum, svo sem ungu fólki er eðlilegt. Og ekki þurfti lengl að bíða þess að börnin kæmu til sögunnar, og mátti segja að tala þeirra fylgdi tölu áranna. Þau urðu alls fjórtán, sex dætur og átta synir. Tveir bræðr anna eru nú l’átnir. Á ýmsum stöðum bjuggu foreldrar mínir m.a. í Dalasýslu á Snæfellsnesi, en lengst í Stein holti í Skagafirði. Og ávallt voru kjörin fremur ki’öpp eins og eðli- legt var með stóran barnahóp. Þó voru sum börnin tekin í fóstur um lengri eða skemmri tíma, og voru þau yfirleitt svo lánsöm að vera hjá úrvalsfólki. Ég var meðal þeirra, sem fengu að dveljast einna lengst með foreldrum mínum. Það má segja það sama um móður mína og föður, að bæði voru vel greind og vel hugsandl að mér fannst. Gátu verið gamansöm og glettin, en voru að eðlisfari skapstór nokkuð. Bústofn foreldra minna var aldrei stór, nálægt hundrað fjár, þrjár kýr og tveir hestar, þegar bezt lét. En faðir minn vann mikið utan heimilis og drýgði þannig tekjurnar. Og um langt árabil stundaði hann bóksölu á vetrum, og fór þá vítt um byggðir. Nágrannar okkar í SteinhoTti voru allir ágætir. En þó verður okkur einn þeirra minnis stæðastur, enda áttum við mest undir hann að sækja, það var bóndinn í Vík Árni J. Hafstað. Hann var ekki aðeins mikið glæsi menni í sjón, heldur og mikií drengskaparmaður og mannkosta. Hann er nú látinn, blessaður höfð- inginin. Búskap foreldra minna lauk á þann veg, að þau slitu samvistum árið 1940. Faðir minn fluttist tU Akraness, og þar lézt hann árið ÍSLENDINGAÞÆTíIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.