Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 18
Nesjavöllum í Grafningi en fluttu bú sitt þaðan árið 1930, fyrst að Meðalholtum í Flóa og bjuggu þar í tvö ár, en þá fluttu þau að Dal b-a og bjuggu þar í fimmtán ár myndar búi, bættu jörðina og bjuggu í haginn, þrátt fyrir lítil efni á erfiðum árum. í Dalbæ hættu þau búskap ár- ið 1947, og fluttu til' Reykjavíkur. Var það að læknisráði, en Hjört ur var búinn að vera vanheill af asmasjúkdómi um margra ára skeið og gefur það auga leið, að með slíkan sjúkdóm var eigi hollt við hey að sýsla, og var þá ekki annarra kosta völ en hætta bú- skap, þó þeim væri það eigi ljúft, því ekki dugði við dómarann að deila, ef heilsu ætti að halda. Eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur, vann Hjörtur mest við fiskvinnslustörf í frystihúsum, eftir því sem heilsan og kraftar frekast leyfðu, heilsan var oft bág borin en vinnuviljinn með ólík indum Hjörtur var duglegur verkamað ur, því eftirsóttur starfsmaður, greindur vel og fróðleiksfús, enda las hann mikið og fylgdist vel með því, sem var að gerast í kring um hann. Það var skemmtilegt að ræða við hann um þjóðmál, þar sem hjá honum kom hófsöm rökfærsl'a um menn og málefni, ásamt fuli- komnu raunsæi um afkomu og vel ferð aðalatvinnuvega okkar litla þjóðfélags. En hann var raunveru lega sterkt tengdur þrem aðalat vinnugreinunum, sem hann út- deildi kröftum sínum fyrir, sjávar útveg, landbúnaði og iðnaði. Hjörtur var mikill og einlægur samvinnumaður alla tíð, og vildi vöxt og hagsæld samvinnuhreyf ingarinnar sem mesta. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Árnesinga. Hjörtur og Guðlaug eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi, auk tveggja sona, sem Guðlaug átti frá fyrra hjónabandi, en Hjörtur bar sömu föðurást til fóstursonanna sem og sinna eigin barna. Ætla ég að sama hugarfar sé ríkjandi hjá fóstursonunum til Hjartar. Börn Hjartar og Guðlaugar eru: Guðjón verksmstj. Álafossi, kvænfur Sólveigu Sigurðardóttur. Magnús leigubifr.stj. B.S.R. kvænt ur Gunnvöru Gunnarsdóttur. Narfi leigubifr.'Stj. BæjarTeiðum, kvæntur Höllu Janusdóttur. Ing- veldur húsfr. gift Sigurði Sigurðs syni Patreksfirði. Sigurþór raf- virki, kvæntur BergTjótu Sigur vinsdóttur. Börn Guðlaugar frá fyrra hjónabandi: Ólafur Back mann raffræðingur, kvæntur Huldu Hafliðadóttur, en þau eru búsett í Kaliforniu og Halldór Backmann vélsmíðameistari, kvæntur Önnu Maríu Guðmunds dóttur. Þau eru búsett á Akur eyri. Halldór var að öllu leyti al inn upp á heimili Hjartar og Guð laugar, en Ólafur var uppalinn að mestu hjá móðurforeldrum, en var þó ávallt á sumrum í sveitinni hjá GuðTaugu og Hirti. Hjörtur átti einlægan og traust an lífsförunaut þar sem Guðlaug var, raungóð í önnum mikilla hús móðurstarfa, þótt hún hefði ávallt tíma aflögu til að sinna ýmsum félagsmálum og þá fyrst og fremst bindindismálum, sem hún er löngu þjóðkunn fyrir, enda þeirra þeggja hjartansmál. Annað var það, er þau hjón báru gæfu tiT að njóta sameigin lega, börnin þeirra ástkæru, sem eru fyrirmyndar þjóðfélagsþegnar. Hjörtur lézt eins og fyrr er get ið á Landsspítalanum 17. júlí 1970 eftir tiltölulega stutta legu á sjúkrahúsi að þessu sinni, en hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Nú við viðskilnaðinn vil ég fyr ir hans hönd færa þakkir öllum hans ástvinum fyrir ógleymanleg ar samverustundir á Tífsleiðinni og sérstaklega fyrir hjúkrunina og umönnunina síðustu ævistundirn ar. Konuna sína eTskuTegu kveður hann með virðingu og innilegu þakklæti fyrir ástkærar samveru stundir. 1 nafni ástvina og vina kveðjum við ÖR að síðustu þennan burt flutta samfélagsbróður, með trega og hjartans þökk fyrir allt, konan hans, Tífsförunautinn elskuTegi, börnin hans og tengdabörnin kveðja ástkæran föður og að sið ustu Iitlu glókollarnir indælan afa sinn. Við skulum öll sameinast um að biðja honum guðs blessunar í eilífðarbústaðnum handan hafsins bl'áa. Blessuð sé minning hans. Ég votta öllum ástvinum hans innilega samúð. Þorkell Þorkelsson frá Valdastöðum. f Þann 17. júlí síðast liðinnn lézt Hjörtur Níelsson verkamaður og fyrrum bóndi. Hjörtur var Breið firðingur að uppruna en fluttist suður til Reykjavíkur árið 1921 og gerðist þá starfsmaður hjá Sig urjóni Péturssyni á ÁTafossi, hjá honum starfaði hann mörg ár. Þá kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu Narfadóttur úr Hafnarfirði, og voru þau gefin saman í hjónaband 11. des. 1926. Guðlaug var þá orðin ekkja og hafði fyrir tveim sonum að sjá. Þau ITjörtur og Guðlaug byrj uðu búskap að Nesjavöllum í Grafningi vorið 1927, en þaðan fluttust þau að Meðalholtum í Flóa, en lengst bjuggu þau í Dal bæ í Flóa, eða fimmtán ár, en núna síðustu tuttugu og þrjú ár in hafa þau átt heima í Reykjavík. Hjörtur var stór maður vexti, kraftmikilT til vinnu og kunni bet ur við að gengið væri að verkinu með áhuga en ekki með hangandi hendi, enda mun hann hafa þurft á því að halda, vegna þess að lífs baráttan var ekki eins létt í þá daga hjá sveitabóndanum og hún er í dag. Vélaaflið óþekkt og allt varð að vinna með eigin höndum og þar við bættist að heimilið varð þyngra með hverju árinu, eftir því sem börnunum fjölgaði. Mér er það minnisstætt frá fyrstu búskap arárum þeirra Hjartar og Guðlaug ar, þegar hann var að koma til 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.