Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 24
fæti, og í allri framkomu eins o? eóðri konu ''æmdi. Þá^rná ekki glevma því að Guðní' var ágæt eiginkona og ástrík móðir og mun eiginmaður hennar, börn og barna börn lengi minnast hennar með virðingu 02 þökk. Teletvoe Erla. I.engi vann Guðný sem einyrkja kona, en hún taldi ekki eftir spor- in eða handt.ökin, sem hún vann fyrir fjölskylduna sína og heimili. Það var með hana eins og aðrar góðar húsfreyjur, að hún setti sinn svip á heimilið og þá er vel. Guðný andaðist að Landakots- spítala 30. júní 1970 og var jarð- sett við Hafnarkirkju. Höfn, 9. júlí að viðstöddu miklu fjölmenni. Jæja, Guðný, það er bjartur sól- skinsdagur, þegar ég lýk þessum línum, hann er kannski að minna tmig á, að þú búir við sól og sum- ar á landinu nýja. Ég þakka þér allt. Þinn gamli nábúi, Steinþór Þórðarsson. SJÖTUGUR: Vilhjálmur Guðmundsson FRÁ GERÐI Sumri er tekið að halla, fölvar haustnætur fara í hönd. Þá er vetur ekki langt undan. Ævi mannsins, sem ég ætla að skrifa um fáar línur. er farið að halla að hausti. þó er sumar enn ráðandi í sál og huga þessa lífs- reynda manns, og það vona eg að verði unz yfir lýkur. Vilhjálmur fæddist á Skála- felli í Suðursveit 20. ág. 1900,. Foreldrar hans voru Sigríður Ara- dóttir frá Reynivöllum, og Guð- mundur Sigurðsson frá Borg á Mýrum, A-Skaftafellssýslu. Fyrsta hjúskaparárið, eða kannski lengur, bjuggu þau á Borg, en fluttu brátt að Heinabergi á Mýrum — byggðu upp bæinn og bjuggu þar í nokkur ár. Þaðan fluttu þau að S'kálafelli, og bjuggu þar unz þau hættu bú- skap. Bæði voru þau hjón vel gefin, snyrtileg í allri umgengni svo af bar. ráðsett og lítandi eftir því sem betur mátti fara. VilhjáTmur var yngstur þeirra barna af tólf, sem á legg komust. Með foreldrum sínum ólst Vil- hjálmur upp til brettán ara aldurs. Þá fór hann í vist að Selbakka á Mýrum til Jóhönnu systur sinnar og Jóns Magnússonar manns hennar. Af þeim hjónum held eg, að margt gott hafi mátt læra. Þau voru verkhyggin. góðgiörn, létu að sér kveða i niálum sveitarinnar, og g°strisin miög Á Selbakka var Vilhjálmur í tíu ár. Þá fór hann að Saurbæ í Fviafirði til séra Gunnars Bene- diktssonar og var þar í þrjú miss- eri. Veturinn 1923 — 24 var hann í Samvionuskólanum. Sumarið eftir fyrst í vegavinnu á Vatns- leysuströnd, síðar í kaupavinnu á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. Veturinn eftir aftur í Samvinnu- skólanum, og útskrifaðist þaðan vorið 1926. Það ár, að námi loknu fluttist hann 1 Þórshöfn, og var þar til vorsins 1928. Var hann við- bókhald afgreiðslu og fleira hjá Kaupfélaginu. Römm er sú taug, sem rekka dregur, föðurtúna til. Þótt Vilhjálmi líkaði vel vistin á Þórshöfn, dróst hugurinn heim til æskustöðvanna, og ekki sízt til heitmeyjar sinnar, Guð- nýjar Jónsdóttur úr Flatey. Ung höfðu þau bundizt tryggðum, nú var tími kominn að endurnýja það heit. Að Fl'atey fór Vilhjálmur vorið 1928. Fjórtánda júlí það ár gengu þau í hjónaband Vilhjálmur og Guðný. í Flatey taldist heim- ili ungu hjónanna að mestu næstu tvö árin, þótt Vilhjálmur inni að ýmsu utan þess. Að Haukafelli á Mýrum fluttust þau 1930—31. Þar var harðbýTt, slægjur litlar og langt að sækja aðkeyptar slægjur. Túnið gaf af sér tvö kýrfóður, en þegar Vil- hjálmur fór þaðan gaf það af sér um það bil nægilegt fyrir bústofn- hans, sem nálgaðist meðalbústærð í þessu héraði á þeim árum. Bú- skapur í Haukafelli var erfiður, heyskapur langsóttur meðan ekki var nóg tún heima, fjárgeymsla seinni part vetrar erfið, féð sótti þá lengra til fjalls og smala- mennska því all erfið, en það kom sér ilTa fyrir Vilhjálm, sem var þá nokkuð bilaður í fæti. Aftur flutt.ust þau hjón að Flatey, og dvöldust þar eitt til tvö ár. Árið 1938 var Gerði í Suður- sveit laust til kaups og ábúðar. Eigandi þess, Hans H. Vium, sem búið hafði þar í þrjátíu ár var þá að hætta búskap, og gaf jörðina fala. Þessa jörð keypti Vilhjálmur á hagstæðu verði og fluttist þangað með fjölskyldu sinni vorið 1938. Gerði var ekki stór jörð en fremur hægt um hönd og allgóð aðstaða til ræktunar. Þrír bæir stóðu þarna í sama túni ( nú fjórir ) Breiðabólstaður, Gerði, Halli og Lundur nýbýli úr Hala. Mikið samstarf hafði verið milli bæjanna og ekki spilltist sambúð- in með hinu nýkomna fólki að Gerði. Ýmis störf urðu nánari nnilli bæjanna en áður var, sem unnin voru f samvinnu svo sem ræktun túna, heyskapur og garð- ræktun. Aldrei varð þref um það, hvað gera skyldi eða hvernig verk- um skyldi hagað. Þetta ræddu bændurnir sameiginlega. og ákvörðun var tekin. En ef vafi þótti um eitthvað, sem ráðslagað var um, var málinu skotið undir úrskurð Þórhalls. Hann var maður réttsýnn og góðgjarn og vildi hvers hlut bæta, og þá sízt stofna til vandræða. Þéss vegna hlýddu grannarnir hans úrskurði, og allir voru ánægðir. Svona var sambúð- in meðan Vilhjálmur og hans fjöl- skylda bjó í Gerði. Hún var sannar lega til fyrirmyndar, og öllum sem að stóðu til ánægju. Á Gerði bjó Vilhjálmur til vorsins 1966, eða i 28 ár. Þar vegnaði honum vel, enda komu börnin ár frá ári til hjálpar. Öll hús reisti hann þar á nýjum grunni, íbúðarhús, heygeymslur, fjárhús og vélageymslu, allt úr varanlegu efni. Heyfengur jókst mikið á Gerði 24 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.