Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 15
Guðrún Þann 26. júlí andaðist í Land 'Spítalanum Guðrún Mensalders- dóttir, 93 ára igömul. Hún fæddist að Skeiðháholti í Skeiðahreppi í Árnessýslu 7. júlímánaðar 1877. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir og Mensalder Raben Jónsson. Þegar Guðrún Mensaldersdóttir var fárra ára gömul fluttust foreldrar hennar að Meiritungu í Holtahreppi með dætur sínar Guðrúnu og Kristínu, en þær voru tvíburasystur og er Kristín látin fyrir nokkrum árum. í Meiritungu fæddist þriðja barn þeirra hjónanna, Mensalder Raben, en móðirin kom hart niður og andaðist eftir barnsburð inm. Þetta var árið 1888. Mensald- er Raben á langa búskaparsögu að Húsum í Ásahreppi í Rangárvalla sýslu. Guðrún giftist þann 22. desem ber árið 1904 Jóni Jónssyni frá Kvoslæk í Fljótshlíðarhreppi og lifðu þau í farsæl-u hjónabandi þar til Jón andaðist árið 1949. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst að Þing boltsstræti 8, en þar eignuðust bau íbúðarhæð á sínum fyrstu bú skaparárum. Þeim hjónunum Guð niinnumst við Sigríðar fyrir benmar miklu umhyggju og óbilandi fórnfýsi í garð sinna nán- Wstu. Surnir myndu segja, að Sig- Hður hafi verið raunamanneskja, en sennilega hefir hún einmitt fundið hina sönnu ánægju í fórn- fýsi sinni og móðurást. Hún var sannkölluð lietja í lífi og starfi. Állir sem þekktu hana minnast bennar með virðingu og þakklæti. Öllum aðstandendum sendi ég *nínar hjartanlegustu samúðar- kveðjur. Góður guð, varðveiti þig °g þína, kæra frænka mín. Jóhamies Sigfiisson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Mensaldersdóttir rúnu og Jóni varð þriggja efni- legra barna auðið, sem öll lifa, en þau eru: Sigriður sem gift er Tómasi Sigurþórssyni frá Kollabæ í Fljótshlið, en hjá þeim hjónun um dvaldi Guðrún heitin síðustu ellefu árin við alveg einstaka um önnun. Laufey, sem átti Axel Odds son frá Tumastöðum, sem látinn er fyrir fáum árum, og Gunnar hæstaréttarlögmann, sem giftur er Aðalheiði Sigurðardóttur frá Nesj um í Grafningi. Guðrún Mensaldersdóttir bjó í Reykjavík hátt i sjö áratugi og upplifði að sjá lítinn fiskimanna bæ verða að stórborg með stein lögðum strætum og iðandi umferð. Hún fylgdist vel með þessum breytingum þegar ört vaxandi borg breyddi úr sér yfir mýrar, holt og hæðir. Hún setti ekki fyr- ir sig að heimsækja vini og kunn ingja þótt vegalengdirnar til þeirra yrðu lengri. Hún gekk spor létt á fund þeirra og fagnaði og gladdist þegar þeir eignuðust nýja íbúð eða farartæki. Einu sinni þeg ar hún var komin heirn eftir að hafa skoðað nýtt borgarhverfi, þar sem hún þurfti að fá leiðsögn lít ils drengs til að vísa sér til veg ar, sagði hún: „Ég vildi að ég hefði haft með mér vettlinga til að gefa drengnum, þvi honum var svo ógnar kalt á höndunum". Þetta var henni efst í huga þeg ar heim kom hugarfarið var sí- fellt bundið því, að bæta úr ann arra þörfum, en gagnvart sjáifri sér var hún nýtin og sparsöm. Börn hændust að henni og hún hafði einstakt lag á þeim, lék við þau og söng. Á sunnudögum lét hún sig ekki vanta í kirkjur borg arinnar og fyrir kom að hún sótti tvær messur sama daginn, en út fyrir borgartakmörkin voru ferðir hennar fáar. Já, Reykjavík breytti um svip og stækkaði og þar sem Guðrún í ÞinghoTtsstræti 8, vann á fisk reitum fyrir fáa aura á tímann eru fyrir löngu risin iðjuver og háhýsi, en sjálf var hún allbaf eins. Viljaföst og traust, viðmótið yljandi og glatt. Viljinn til að verða öðrum til góðs var hinn rauði þráður í löng um og fallegum lifsferli, þannig bar hún Ijós inn í líf samferða- manna, vina og vandamanna og vann þeim allt, sem hún mátti. Hún vildi ekki láta hampa sér og tilætlunarsemi þekktist ekki í hennar fari. Þannig leið hennar langi en heiði lífsdagur, sem nú er á enda runninn, — og hafi hún nú hjartans þökk fyrir allt. Á nýrri vegferð til vinafunda er henni beðið fararheilla, en eft ir lifa minningarnar um Guðrúnu Mensaldersdóttur, bjartar og hreinar. P.E. t 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.