Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 21
Benedikt var kjarkmaður og
hraustur, ákve'ðinn og djarfur til
orðs og æðis og lét ekki hl'ut
sinn, þegar bann var sannfærður
um, að hann væri á réttri leið.
Hann var ekki gefinn fyrir vol og
víl, var gleði og gamanmaður og
hagyrðingur góður og hrá jafnan
fyrir sig stöku við óskyidustu tæki
færi. Hann sagði t.d.:
É vildi ég væri ungur á ævi
minnar skeiði
og alltaf gæti borið þig á
örmum hverja leið,
en framundan er vegurinn
framtíðinni þungur,
ég finn, að þetta verður
okkur seinna aðeins neyð.
Og þegar hann er búinn
að vera veikur lengi og veit
„hve nærri er ævi endi“, verður
honum að orði:
Ég óska þess á ævi þinni
alltaf ríki gleði,
með ölvun sannrar hamingju,
er huggun veiti þér.
Og ef þú skyldir stundarkorn
standa á mínum beði
þá stoppaðu eina mínútu
og biddu fyrir mér.
Hann var fluttur fársjúkur tl
Reykjavíkur 22. apríi og lézt þar
nokkrum dögum síðar, hinn
1. maí.
Benedikt var tvíkvæntur. Fyrri
konu sína, Tómasínu Sigurrós
Tómasdóttur, gekk hann að eiga
1934. Þau eignuðust fjögur börn.
Misstu þau tvö þeirra mjög
ung, en eftir lifa synirnir Oddur
og Jón, efnis- og myndarmenn.
Síðari kona hans er Gíslína
Sigurðardóttir. Eignuðust þau sjð
bönn. Borgar er þeirra eiztur, 22ja
ára, þá Ölafur, 20 ára, Benedikt
19 ára, Sigríður 17 ára, Guðrún 13
ára, Ragnhildur 11 ára og Kristín
5 ára, öll hið mannvænlegasta
fólk. Guðrún var fermd nokkrum
vikum eftir að faðir hennar var
jarðsunginn.
Ég kynntist Benedikt og heimili
hans á unga aldri og var honum
vel kunnugur í lífi hans og starfi
bæði eystra og hér syðra. Og á
heimili hans hef ég fundið mestan
kærleik foreldralaus og alls-
laus. Margar minningar koma
Því í hugann við burtför hans
héðan úr heimi. Þær geymast, en
’gleymast ekki. Og slíkra manna er
gott að minnast.
Hákon Kristgeirsson.
MINNING
Pétur Rafnsson
Fæddur 8. ágúst 1941
Dáinn 13. ágúst 1970
Dauði mannsins deyr — líf lians
iifir. Svo snöggt ert þú nú frá oss
farinn vinur. Eftir stöndum við
sem þefcktum þig í lifanda lífi,
með aðeins eitt sem huggar oss
harmi gegn. Nú ert þú leystur frá
löngu sjúkdómsstríði, kominn
þangað, sem sól hins eilifa lífs
geislar og umvefur þig sinni undra
fegurð.
En þótt þessi ágæti vinur og
félagi sé frá oss farinn á þessari
jörð, megum við ekki álíta, að
hann sé hvergi eða ekkert, því á
meðan hann var á meðal vor, sáu
við ekki sálu hans en skildum, að
sál hans var í þessum líkama.
Því skulum vér vita að sál hans
er sú sama nerna fullkomnari, þótt
hún sjáist efcki á meðal vor lengur.
Líkami mannsins er dauðlegur.
Því er hann óviss vistarvera og
hold verður mold sem var, en
sálin lifir á himnum.
Sagt er að ekki beri að harma
dauðann, því þá taki ódauðleikinn
við. En annað er um dauða aldins
manns, sem lokið hefur starfs-
degi sínum hér á jðrðu. Hann
hefur verið uingui og átt drauma
og þrár. Hann heíur vonazt til
að geta hrundið lífsáformum
sínum og hugsjónum í fram-
kvæmd. Hann hefur vonað og
hann hefur fengið það sem hann
vonaði.
Ein hinn ungi maður, sem átt
hefur sín lífsáform og hugsjónir.
Hann hefur vonað en vonirnar
brostið 'svo fljótt. Þá verður mest-
ur söknuðurinn og treginn dýpst-
ur. Þá stöndum vér orðvana
frammi fyrir almættinu.
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir, heyrum vér enn hvíslað í
fjarska. Að vísu finnst mörgum
það harla tilgangslítil ást að kaila
burtu unga menn í blóma lífsins,
og kalla sáran söbnuð yfir ætt-
ingja og vini. Menn sem höfðu til
að bera mannkosti og næmar gáf-
ur hverfa oss á óvæntan og skjót-
an hátt. En þetta er hið óskiljan-
lega lögmál lífs og dauða, og
undir það verða allir að beygja sig.
Og nú hefur sá sem öllu stjórn-
ar kallað þig, Pétur minn, til
fundar við sig. Og eftir stöndum
við skólasystkinin frá Bifröst, og
aðrir vinir og ættingjar. og eigum
ekki anmars úrkosta en kveðja þig
með þá ósk eina í brjósti að vega-
nestið dugi þangað sem ferðinni
er heitið.
Og við óskum þess að hugsun
ofckar sé svo djúpt fylgsni, að við
getum á ný lifað liðnar samveru-
stundir. Að við komumst aftur á
fornar slóðir með þér og stöndum
í sömu sporum og forðum þegar
engum skuggum var vært fyrir
sólskini.
„Örlög sín
viti engi fyri
þeim es sorglausastr sefi."
Ekkert okkar grunaði, að svo
skammt yrði þar til annað skarð
yrði rofið í hópinn. En ekkert
eiga mennirnir víst nema dauðann.
Ern hvar hann verður á vegi
manns, veit enginn með vissu.
Því — vegir guðs eru órannsakan-
legir.
Og svo, þegar við hin förum að
tínast brott héðan, eitt og eitt, þá
stendur þú á ströndinni ha uian
órahafsins og tekur á móti okkur.
Vertu sæll. Guð blessi minningu
þína og styrki ættingja þína i
sorg sinni.
Svavar Björnsson.
fSLENDiNGAÞÆTTIR
21