Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 4
MINNING Sverrir Jóhannesson Góður er hver genginn, er mæl't, og átt við, að keppzt sé við að lofa látna og það jafnvel, þótt varðleikar séu ekki á marga fiska. Ekki er það ætlunin með þess- um fáu og fátæklegu orðum að fara að hefja lofsöng um Sverri heitinn Jóhannesson og verðleika hans umfram það, sem skjalfest er, heldur viljum við í stjórn KR nu, þegar hann er allur, flytja þökk þeirri forsjón, sem gaf ■félagi okkar Sverri á sínum tíma. Sverrir Jóhannesson tók ungur ástfóstri við íþróttir, og hann var tvímælalaust í alfremstu röð ís- Ienzkra hlaupara á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari — árunum, sem kennd voru við kreppu og neyð. Þegar Sverrir var í Iðnskóla- num í Reykjavík til undirbúnings ævistafi sínu, tók hann tvívegis þátt í Skólahlaupinu, víðavangs- hlaupi skólasveina, og hann bar sigur úr býtum í bæði skiptin. Seinna árið, 1934, varð hann íslandsmeistari í 5000 m hlaupi 1 fyrsta sinn, árið eftir varð hann íslandsmeistari í 1500 m hlaupi árið 1936 aftur í 5000 m hlaupi, og loks varð hann íslandsmeistari á báðum þessum vegaléngdum árið 1938 og náði þá sínum bezta árangri, 4; 19 2 mín í 1500 m hlaupi og 16:34,4 mín. í 5000 m hlaupi, árangri, sem nægja mundi til verð launa á frjálsíþróttamótum hér- lendis enn í dag. Þá sigraði Sverrir í Víðavangs- hlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta fjögur ár í röð, 1936—1939. Hlaupastíll Sverris var sér- kennilegur, kröftugur, en þó léttur, og hann var furðu skref- langur af ekki hærrí manna að vera. Lundin var, eins og hlaupa- stíllinn, létt, og hann átti ekki til vol eða víl, þótt ekki væru að- stæður til íþrótta upp á það bezta á þessum árum. Hann var þess vegna góður félagi. Það stafaði frá honum þessi hlýja, sem bætir þá sem umgangast slíka menn. Hann var ekki aðeins afreksmaður hann var sannur íþróttamaður. Fyrir þetta ber okkur að þakka, en jafnframt færum við öllum hans nánustu dýpstu samúð okkar við fráfall hans. órn KR byggðina með valdboði sínu. Hér blómgaðist bú þeirra hjóna og munu þau hafa átt um 300 fjár eftir 4 ára veru á staðnum. Mátti á sjá að hér var einn hinna miklu bænda af ætt síra Vigfúsar Orms- sonar og líklegur til að verða höfðingi með kynsmönnum sínum á Austurlandi. En síra Þorvarði fannst unað prestsstarfsins vanta í Hofteigi, hljómgrunninn, sem hann hafði vænzt að mildaði og lífgaði árniðinn. Erfiðar ferðir taldi hann ekki eftir og minntist þessara ára með fögnuðu allt um laklegri ytri skilyrði, en öðrum prestum voru um þær mundir 'búin á íslandi. En nú hurfu síðustu prestshjónin fra Hofteigi. Enginn prestur sótti framar um þetta gámla setur og hina miklu fjár- jörð. Brauðið var loks lagt niður, er því hafði verið þjónað frá Kirkjubæ í 28 ár og Eiðum í eitt ár. Laufás. Elzti sonurinn var fæddur og fluttist með að Laufási við Eyja- fjörð síðla vors 1928. Bar hann nafn afa síns í Geitagerði og varð verkfræðingur í Reykjavík. Hinir tveir fæddust nyrðra: Halldór dr.scient, lífeðlisfræðingur í mikilli ábyrgðarstöðu í Banda- ríkjunum og Hörður, efnaverk- fræðingur í Reykjavík. Barna- lán er meira en önnur gæfa. En í ævitryggðum þeirra hjómanna er einnig fólgin 30 ára hamingjusaga í Laufási, sem minnir á kveðskap síra Björns Halldórssonar, er sagði „Laufás minn er Iukkubær“. í prestsstarfinu nutu þau sín bæði til fulls, búið gagnsamt á góðri hlunnindajörð og sveinarnir uxu að vizku og vexti. — En þó að kvöldsólin iskíni á fallegan staðinn fram á vonmorguninn var samt satt það, sem síra Matthías kvað um lukkunnar hjól og daglofið. Aðeins liðlega sextugur sá síra Þorvarður til baka yfir starfsdag- inn. Kvöldið. Síðan eru 13 ár. Þau iiðu á elskulegu heimili í Reykjavílk. Er svo var komið hafði hann verið þjáður af Parkinson-veiki um ára- bil og vonlaust um bata, allt um uppskurð í Kaupmannahöfn og til raunir vísindarlegrar leitar. Kvöld þreytan varð að langri bið. Þó gátu þau hjónin ferðazt nokkuð á sumrum, komu seimast að Laufási á 100 ára afmæli kirkjunnar 1965, og heimsóttu dr. Halldór vestur um haf fyrir rúmu ári. Allir synirnir og fjöls'kyldur þeirra sýndu foreldrunum mikla um- hyggjusemi í hinum langæju veikindum, en vinirnir mörgu út í frá dáðust að þreki frú Ólínu og æðruleysi síra Þorvarðar. Hann var gæddur mildri luind sem stafaði af áhrifum hinna fögru morgna bernskunnar við Lagar- fljót allt til síðustu andrár kvöld- sinis. Hann var svo mikill gæfumaður, að hann notaði áfallandi kvöld- húmið til að þakfca Guði birtuna um morguminn og daginn. Friðurinn frá minningunni um slikan mann er vinargjöf, sem aldrei getur horfið. Ágúst Sigurðsson, 1 Vallanesi. 4 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.