Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 26
FIMMTUGUR ÁGÚST GUÐJÓNSSON BÓNDI, HRYGG Hinn 1. ágúst s.l. átti Ágúst Guðjónsson bóndi að Hrygg í Hraungerðishreppi fimmtugs- afmæli. Af því tilefni var mjög gestkvæmt hjá honum á afmælis- daginn og fengu allir hlýjar við- tökur og rausnarlegar veitimgar á hinu vistlega heimili hans. Ágúst fæddist að Hrygg og hefur alið þar allan aidur^ sinn. Hann er sonur Guðjóns Sigurðs- sonar fyrrverandi bónda að Hrygg, sem enn lifir þar í hárri elli og konu hans Láru Gísladóttur, en hún er látin fyrir mörgum árum. Ágúst fór ungur að vinna við búskapinn og hefur alla ævi stundað landbúnaðarstörf. Er hann veT verki farinn á því sviði. Ræktun jarðar og búfjár er hon- um hið mesta yndi. Búskapinn rekur hann í félagi víð Gísla bróð- ur sinn. Eru þeir bræður umbóta- menn, svo sem faðir þeirra var og bændur góðir. Þeir lifa báðir í samræmi við heilræðið: „Geymdu ekki til morguns það sem þú get- ur gert í dag.“ Ágúst er hið mesta prúðmenni menn fáir eða éngir, og sum býl- in í Örlygshöfn komin 1 eyði. Guðmunda kona Helga lézt 1943 og bjó hann í Geitagili fá ár eftir Iát hennar. Börn þerira hjóna eru fjögur. Ingi, sjómaður, mesti efn- ispiltur, lézt af slysförum í broddi lífsins, ókvæntur og barnlaus. Annað er Einar bóndi í Glaumbæ í Staðarsveit, kvæntur Ingiríði Kristmundsdóttur, eiga þau sjö börn. Þriðja er Helga kenn ari gift Ara Gislasyni ættfræðingi á Akranesi og eiga þau eitthvað af börnum. Fjórða er Davíð i Vest mannaeyjum, sem einnig er kvænt ur og á börn. Eru þau systkin öll mesta myndar- og gæðafólk. Síðustu tuttugu árin hefur Helgi dvalizt að mestu hjá Einari syni sinum, sem Msettur er í Glaum og hófmaður í hverjum hlut. Félagslyndur er hann í bezta lagi, orðheldinn og vandaður. Sífellt fækkar bændunum í landinu. Byggðin gisnar og eyði bæjum fjölgar. Þetta hljóta allir að sjá sem ferðast um sveit- irnar. Til eru þeir, sem gleðjast bæ í Staðarsveit, eins og fyrr grein ir, og hefur hann unnið heimilinu eftir þreki og getu og verið þarf ur maður á heimili. Helgi er maður greindur og fróð Ieikfús. Þó sjón hans sé farin að daprast, þá les hann mikið. Hann hefur gaman af að ræða um liðna daga og þær breytingar sem á ýmsu hafa orðið, sem ekki eru þó allar til bóta. Hefur hann sagt mér margt frá fyrri árum sínum og ýmsum sérkennilegum mönnum, sem hann hefur kynnzt, og tel ég mig fróðari eftir en áður. óska ég honum innilega til hamingju með afmælið og bið honum allr ar blessunar á komandi árum með þökk fyrir góð kynni. Bragi Jónsson frá Hoftúnum. yfir slíku, en flestum þeim er í sveitum búa hlýtur að vera harm- ur í huga yfir þessari þróun. Það er því tnikið gleðiefni hvar sem það gerist, að menm geta látið moldina, ef rétt er að farið, jafn vel á smáum og gæðarýrum jörð- um, veita lífskjör, sem ekki eru lakari en þau, sem almennt er krafizt að njóta á þessum tímum. Hryggur er lítil' jörð. Þar er grýtt- ur jarðvegur víða og ræktunar- skilyrði erfið. Ekki er við annað að styðjast en það sem jörðin gefur af sér. Þó eru þar nú tvö heimili og sæmdarbragur á öllu. Ekki er hlutur góðrar konu lít- 111 í því, að byggja upp myndar- legt heimili. Ágúst Guðjónsson er vel kvæntur. Kona hans er Ólöf Kristjánsdóttir ættuð af SnæfelTsnesi. Hún hefur af mikl- um myndarskap og smekkvísi byggt upp heimili þeirra hjóna svo að athygli hefur vakið. Er fegrun, umgengni og hirðusemi til fyrirmyndar umhverfis húsin í Hrygg og á athafnasvæðinu þar heima við. Búnaðarsamband Suð- urlands, sem tekið hefur upp þann góða sið að hvetja til snyrti- legrar umgengni á sveitabæjum á sambandssvæðinu og meta slíkt til verðlauna, hefur veitt ábúend- um að Hrygg viðurkenningu af þvi tagi. Var það vel til fallið og gTeðiefni þeirn er til þekkja. Ágúst i Hrygg hefur ekki geng- ið heill til skógar, þvi ungur fékk hann mænuveiki og ber síðan nokkrar menjar þess á heilsu sinni. En starfsgleði og góður vilji hefur veitt honum þann styrk sem nægt hefur til að vera híut- 'gengur a þvi starfssviði er hann kaus sér. Megi liann heill og glaður að störfum ganga á ókomnum árum og farsældar njóta með konu sinni og fósturdætrum. Ágúst Þorvaldsson. 26 (SLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.