Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 8
þegar kom fram á útmánr.ð'. þótti
sjálfsagt að menin heimsæktu h/er
annan og litu á fénað og fóður.
f>að voru eftirminniiegir dagar,
þegar Bæjarbræður Friðfinnur og
Ragnar komu í slíka heimsókn eða
þegar við frá HundadaT fórum nið-
Ur að Bæ. Allar þessar minningar
eru bjartar og hugljúfar sem gott
er að minnast við leiðarlok, og ég
held að slí'kar heimsóknir góðra
nágranna ættu að haldast sem víð-
ast. Það yrði mörgum til góðs og
stytti tíma hins stranga vetrar.
Friðfinnur var samvinnumaður
alla tíð og góður iiðsmaður Fram-
fióknarflokksins. Hann taTdi að vel
athuguðu máli þann flokk bezta
málssvara sveitarinnar og raunar
landsins alls, en hann var ekki
einsýnn, heldur kunni vel að meta
menn með aðrar skoðanir og virða
þá.
Friðfinnur í Bæ var hamingju-
maður að ég held. Hann bjó á
góðri jörð í falTegri sveit og unni
sínu iífsstarfi. Hann prýddi og
bætti jörð sína að ræktun og hús-
uum og á ailan hátt er hann
mátti, og sá í því efni marga
drauma sína rætast. Hann eignað-
ist ágæta eiginkonu Elínu Guð-
mundsdóttur frá Skörðum, sem var
honum hamingjuríkur lífsföru-
nautur sem hann og virti mjög.
Þau eignuðust þrjá mannvænlega
syini, Baldur, Braga og Hrein sem
allir hver á sínu sviði eru sæmd
og heiður sinna foreldra. Við upp-
byggingarstarfið naut hann góðrar
aðstoðar fjölskyldu sinnar og alveg
þó sérstaklega Baldurs elzta sonar
síns að prýða og bæta ættaróðalið.
Hefur samvinna þeirra og reyndar
allrar fjölskyldunnar verið til fyr-
irmyndar.
í fámennri sveit þar sem allir
þekkjast og góður samstarfs- og
samvinnuandi ríkir, verður sorg á
hverjum bæ þegar einn fellur. Svo
er það nú í Miðdölum. Sveitin verð-
ur eins og samstrllt fjölskylda og
hlýjar samúðarkveðjur streyma til
fjölskyldunnar í Bæ. Hér er góður
bóndi kvaddur sem varnn lífsstarf
sitt af alhug og skilur eftir sig góð-
an og fagran minnisvarða, sem má
vera öðrum til fyrirmyndar og ung
um til uppörvunar.
Við hjónin sendum ETín-u i Bæ
og börnum hennar öllum hugheil-
ar samúðarkveðjur. Minning um
Friðfinn í Bæ er björt og skir.
Blessuð veri minning hans.
Hjörtur Einarsson.
Bergur Eysteinn Pétursson
Fæddur 8. desember 1926
Dáinn 13. september 1970.
Það er óþarfi að lýsa því flemtri
er sló huga minn og annarra er
feg frétti af hinu sviplega slysi, er
hent hafði góðvin minn Berg Ey-
stein Pétursson fTugvélstjóra, og
börn hans fimm og einn kunningja
barnanna, hinn fagra haustsunnu
dag, 13. sept. s.I., er Eysteinn ætl-
aði enn einu sinni að gleðja þau
með stuttri góðviðrisferð að Meðai
fellsvatni m.a. til veiða og útiveru,
«em hann mat mikils og hafði yndi
af.
Seinni þáttur sögunnar er of
kunnur til að ég endurtaki hann
hér. Ég kynntist Eysteini og fjöl-
skyldu hans fyrst er við vorum
sambýlismenn að Hrísateigi 10 fyr
ir um fjórtán árum. Síðan hafa góð
vináttubönd verið með okkur, og
tel ég það Tán að hafa átt slíkan
mann að vini.
Eysteinn var glæsimenni á velli,
og það leyndi sér eklki hvflíkum
mannkostum hann var búinn, bæði
hið ytra sem innra, einnig til orðs
*
og æðis, enda með mikið og lit-
ríkt skap, sem hann stjórnaði af
snilld og öllum féll sérlega vel í
geð.
Hann var og mjög réttsýnn og
góðviljaður maður og svo hjálpfús
og greiðvikinn að af bar, enda
naut ég þess mjög í sambandi við
safn mitt. Ég veit að Eysteinn lagði
oft lykkju á Teið sína til þess að
uppfylla óskir mínar, eims og hans
var von og vísa.
Ég sá Eystein aðeins örfáum dög
um fyrir nóttima Töngu, er hann
kom inn til mín, eins og svo oft
áður, þegar hann átti leið um. Það
lá vel á honum að vanda, hann
kvaðst vera að fara í sumarleyfi
og hlakkaði mikið til að vera með
konu sinni og börnum, ein sakir
vinnu, var hann mikið fjarvistum
frá heimilinu, sem hann lagði svo
mikla rækt við af ástúð og natni,
og hann elskaði það framar öllu.
Um leið og ég kveð þemnan
ágæta vin minn, sem ég mun minn
ast um ókomna daga með virðingu,
þakka ég fyrir samfylgdina og
alla þá gleði, sem hann veitti mér
og mínum með vináttu sinni og
velvilja.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar,
sendi ég frú Margréti, sem nú
stendur ein uppi, og vakir yfir vel
ferð barnanna sinna, sem liggja
stórslösuð í Borgarsjúkrahúsinu,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur með ósk og von um að þeim
ISLENDINGAÞÆTTIR