Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR _____________________TÍIWIANS 4. TÖLUBL. — 4. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1971 NR. 53 Sigtryggur Klemenzson Seðlabankastjóri Sigtryggur Klemcnzson er fall- inn frá, löngu fyrir aldur fram, en hann var áratugum saman einn minn nánasti samstarfsmaður og félagi. Leiðir okikar Sigtryggs lágu snemma saman, eða strax þegar hann, svo að segja nýorðinn lög- fræðingur, tók að kynna sér skatta og tollamál með það fyrir augum, að verða landi sínu að liði á því sviði. Varð hann þá þegar korn- ungur leiðandi maður í þeim efn- um og ritari milliþinganefndar, sem að þessum málum vann. Ég minnist þess með sérstakri ánægju, að ég skipaði Sigtrygg fulltrúa í fjármálaráðuneytinu 17. apríl 1939, síðasta daginn, sem ég var þar fyrra sinnið. Mér fannst hann eiga þar heima. Þó fór svo, að ráðuneytinu hélzt ekki á Sig- tryggi allar götur fram að þvi hann var skipaður þar ráðuneytis- stjóri 1952. Skýringin var einfald- lega sú, að Sigtryggur var kvadd- ur til þess að stjórna hverri stofn- uninni af annarri öll þessi ár, sem nánar er ra'kið af öðrum nú við fráfall hans. Ýmist vann hann sem embættis- maður eða var fulltrúi Framsóknar- flokksins í stofnunum, sem þannig voru vaxnar, að stjórnmálalegar tilnefningar komu til. Þetta voru efnahagsstofnanir þeirra tíma, sem m.a. fjölluðu um viðskipta- og fjár- festingamál, og í þessum stofnun- um voru teknar örlagaríkar ákvarð anir um ýmsa þýðingarmestu þætti þjóðarbúsins. ÖU þessi ár vorum við Sigtrygg- ur mjög nánir samstarfsmenn, en þó átti samvinna okkar eftir að verða enn meiri, þegar hann kom í fjármálaráðuneytið til starfa á ný, sem ráðuneytisstjóri. Þar kom réttur maður á réttan stað og naut ég þess í ríkum mæli, og það svo, að hvorki fæ ég því gleymt né fullþakkað, og því skal þess nú getið, þegar hann er kvadd ur. Sigtryggur var hamhleypa til vinnu, virtist liggja alit í augum

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.