Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Side 4
Unni Pálsdóttuir fæddri 23. maí
1913, en giftiri.g þeirra fór fraim
16. júli 1937. Unnur er dóttir Páls
heitins Zóphóníassonar og Gu'ð-
rúnar 'konu hans Hanniesdóttur frá
Deildartungu.
A'Us 'konar trúnaðar- og embætt-
isstörf hlóðust á Sigtrygg Klemenz
son, og það áður en hann hafði
fuiilokið námi sínu. Sigtryggur var
settur sýslumaður í Rangárvalla-
sýslu júlí—-nóvember 1937. Stunda
kennari var Sigtryggur við Sam-
vinnuskólann frá 1934 til sama
tíma og við viðskiptaháskólann
1933—1939. Þá varð Sigtryggur
eftirlitsmaður með tollgæzin utan
Reykjavíkur 1938—1948 og ritari
imilliþinganefndar í skatta- og tolla
málum 1938. Árið 1939 var Sig-
tryggur skipaður ritari í fjármála-
ráðuneytinu, og ráðuneytisstjóri í
sama ráðuneyti var Sigtryggur
skipaður 1952 og gegndi því starfi
til ársins 1966, er-hann var skip-
aður bankastjóri Seðlabankans.
Auk þessara starfa, sem þegar
eru talin, var Sigtryggur for-
imaður skömmtunarskrifstofu rí'k-
isins frá stofnun 1939 til 1947,
átti sæti í dómnefnd í verðiags-
málum 1942—1943. Þá sat Sig-
tryggur í viðskiptaráði 1943 og
1944—1947 og í fjárhagsráði 1947
—1952.
Au'k þess sem þegar er talið, þá
sat Sigtryggur Klemenzson í milli-
þinganefnd í skattamálum 1943 og
síðar í nefnd til að semja frum-
varp um eignakönnun 1947. Þá
átti Sigtryggur sæti í stjórn Sogs-
virkjunar frá 1949. í stjórn Lands-
virkjunar var hann kjörinn 1965.
Sigtryggur sat í landskjörstjórn
frá 1953 og í bankaráði fram-
'kvæmdabanka ísiands frá 1953 og
formaður bankaráðs 1957 —1961.Í
nefnd til þess að gera tillögur um
skipulag hagrannsókna á vegum
hins opinbera, formaður launa-
imálanefndar 1954, formaður
nefndar til undirbúnings nefnd um
tollvörugeymslu 1958 og í nefnd
um sparnað á ríkisreikstri sama ár.
Á árunum 1958—1959 átti Sig-
tryggur sæti í nefndum til að end-
urskoða löggjöf um skólamál og
nefnd til endurskoðunar um lögg.
um tollskrá. Formaður nefndar til
undirbúnings laga um samnings-
rétt opinberra starfsmanna var Sig
tryggur 1959—1962, í nefnd til
endurskoðunar laga um tekju- og
eignarskatt 1960. í samstarfsnefnd
um kjara- og launamál 1961. For-
maður nefndar 1962 sem annaðist
af ríkisins háifu fyrstu kjarasamn-
inigana við opinbera starfsmenn. í
nefnd til að gera tillögur um fjár-
hagsmál rafveitna ríkisins. í stjórn
lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna frá
1961 og í stjórn efnahagsstofnun-
arinnar frá 1962, auk fjölmargra
annarra starfa í þágu hins opin-
bera.
Hér að framan er iöng upptain-
ing á hluta þeirra opinberu starfa,
sem Sigtryggur Klemenzson ýmist
stýrði eða tók þátt í, og alls stað-
ar þar sem Sigtryggur kom ná-
lægt málum var hann hinn hlýi og
tillögugóði boðberi sátta og friðar.
Það er almannarómur, að með Sig
tryggi Klemenzsyni sé fallinn frá
sá maður, sem um öll störf sín
var fyrirmynd um það, hversu op-
inber störf og stjórnsýsla hefur
bezt verið rekin á landi hér, og
er þó á engan hallað með þeim
ummælum.
Siigtryggur Klemenzson var kjör
inn í stjórn Framsóknarflok'ksins
1944 og naut slíks trausts þar og
þvílíkra vinsælda, að Sigtryggur
hefði verið sálfkjörinn til þess að
taka sæti í ríkisstjórn, ávallt þeg-
ar flokkur hans átti ráð á slíkum
sætum, en hugur Sigtryggs virt-
ist ekki standa til slíkra embætta.
Sigtryg'gur Klemenzson átti sæti í
stjórn Flugfélags íslands og fleiri
félögum. Loks átti Sigtryggur
Klemenzson sæti í sóknarnefnd
Hallgrímskirkju og undir sóknar-
nefndarforystu Sigtryg.gs þar, reis
turn H'allgrímskirkju. til sinnar
fullu hæðar og er líklegt, að Sig-
tryggur hafi í þeirri framkvæmd
eygt stækkaða mynd tums kirkj-
unnar frá bernskubyggð sinni,
Húsavíkurkirkju, en sú kirkja er
fegursta kirkja á landi hér, bygsð
á þessari öld, samkvæmt hinni stíl
fögru og rismiklu teikningu húsa-
meistarans góða, Rögnvalds Ólafs-
sonar.
En upptalning hinna margvis-
legu og umfangsmiklu embættis-
og trú'naðarstarfa, sem að framan
eru rakin, hlýtuir að vekja þá
spurninigu, hvaðan Sigtryggi Klem-
enzsyni kom sá kraftur og orka,
sem varð aflgjafi verka hans. Störf
in hlóðu'St á Sigtrygig Klemenzson
þannig að hann varð nauðugur
viljugur að axla sívaxandi starfs-
byrðar, án þess að hann sæktist
eftir þeim.
Á sam,a tíma og mannvirðing-
arnar hanga eins og gullin aldin
yfir höfðum annarra, aðeins í
meiri hæð heldur en þeir, sem eft-
ir þeim sækja, geta seilzt til að
handsama þau, og þá direymir um
metorð og mannaforráð, sem sam-
félagið vill e'kki veita þeim, þá
hlaðast þessir sömu, nofckuð tor-
fengnu ávextir á herðar annarra,
sem ekki seilast eftir öllum þeim
trúnaði, sem þeim er veittur. Sig-
tryggur Klemenzson var eitt
þeirra ósfcabarna samtíðar sinn-
ar, sem naut mifcils og sívaxandi
trúnaðar, þannig að öll sú þjón-
usta sem samfélagið og vinir hans
kröfðust af honum og lögðu hon-
um á herðar, ofbauð heilsu hans
og kröftum.
Hér er að framan greint frá for-
eldrum Sigtryggs og manndómi
þeirra. Klemenz, faðir Sigtryggs,
hafði þann hæfileika í starfi sínu
sem umráðamaður atvinnu í at-
vinnurýru héraði að brjóta brauð-
in og skipta fiskunum — það er
miðla atvinnunni þann veg, að sem
flestir fengju úrlausn og bjarg-
ræði. En ef gera á sér fyllri grein
fyrir hinum farsæla og afkasta-
mik'la starfsferli Sigtryggs Klem-
enzsonar, þá verður að leita fanga
víðar heldur en í ætterni og mann-
kostum foreldra hans og ætt-
menna einum saman, og verður
þessa lítils háttar freistað hér á
eftir.
Húsavik var á fyrstu tugum ald-
arinnar dásamlegur staður eins og
Húsavík er enn og verður um all-
an aldur í samræmi við það,
hversu vel íbúum staðarins tekst
að haga sambýlisháttum sínum og
skipta lífsgæðum. Húsavík hefur
fagra og sérkennilega staðsetningu
innanvert við Skjálfandaflóa aust
anverðan — í skjóli við Húsavíkur
höfðann, sem skýlir höfninni fyrir
norðaustanáttinni, ásamt fylginaut
sínum, skerinu Böku, sem er eins
konar briimbrjótur vestan við Hófð
ann og brýtur hafsjóina og sundr-
ar þeim. Uppi yfir byggð Húsavík-
ur gnæfir svo Húsavíkurfjall, hæfi
lega hátt og umfangsmikið, miðað
við byggðarsvæðið, sem fjallið á
að skýla, en í suðaustri rennur
Húsavífcorfjall saman við Krubbs-
fjallið og þær hæðir.
Húsavíkurfjall er gengt á alla
vegu og útsýni þar hið fegursta,
en vestan Skjálfandaflóans gnæfa
svo Kinnarfjöllin, „bylgjublá und
bjartri mjöll.“ Aostan byggð'ar
Húsavíkur veitir Húsavíkurhöfði
ásamt með Leitinu, byggðinni
4
ISLENDINGAÞÆTTIR