Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Side 14
NNING
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
kennari
j Það fer oft svo þegar maður
fréttir lát góðs vinar, að líkast er
sem - eitthvað bresti innra með
manni. Þannig fór fyrir mér, er
mér var sagt lát fyrrverandi hús-
móður minnar, frú Ingibjargar
Guðmundsdóttur, kennara. Mér
fannst sem traustur strengur í
hjarta mínu hefði brostið, streng-
ur, sem ekki yrði bættur né end-
urnýjaður.
Ingibjörg hafði átt við vanheilsu
að stríða undanfarið, en hafði fóta-
■vist til síðasta dags. Hún lézt á
Landspítalanum að kvöldi 5. janú-
ar 1971, og fór útför hennar fram
frá Fossvogskirkju hinn 12. sama
mánaðar.
Ingibjörg Guðmundsdóttir fædd
ist í Reykjavu hinn 11. maí 1895.
Foreldrar hennar voru Guðmund-
ur Guðjónsson f. 23. marz 1872,
d. 30. júlí 1927 og Sigríður Davíðs-
! dóttir, Ijósmóðir, f. 30. okt. 1864,
d. 14. sept. 1950. Stóðu að þeim
góðar og traustar sunnlenzkar ætt
ir.
Barn að árum fluttist Ingibjörg
með foreldrum sínum austur á
JöikuldaL Bjuggu foreldrar hennar
þar um skeið og gengdi Sigríður
þar Ijósmóðurstörfum. Munu oft
ihafa verið erfið hennar ljósmóður-
ferðalög, en hún var sérstaklega
dugmikil kona, traust og örugg og
voru störf hennar einkar farsæl.
Þau Sigríður og Guðmundur slitu
sambúð þarna eystra og fluttu
^mæðgurnar þá aftur til Reykjavik-
ur.
1 Ingibjörg var mjög vel gefin og
einkar námfús. M loknu barna-
Ekólanámi, mun hr. Morten Han-
síðastliðinn í Landsspítalanum
Reykjavík, hafði þá dvalizt þar í
fáa daga. Halldóri var ekkert að
vanbúnaði. Hann beið aðeins úr
skurðar drottins.
Vertu sæll vinur.
Magnús Finnbogason.
sen, skólastjóri Miðbæjarskólans í
Reykjavík, hafa stuðlað að því, að
Ingibjörg settist í Menntaskólann
í Reykjavík. En í þá daga var frem
ur fátítt áð stúlkur sbunduðu
menntaskólanám. Stúdentspróf
tók hún með ágætiseinkunn árið
1915. Að loknu stúdentsprófi afl-
aði hún sér framhaldsmenntunar,
sérstaklega málakunnáttu. Hún
gerðist 1915—1916 heimiliskenn-
ari að Búlandsnesi við Djúpavog.
Að því loknu réðst hún kennari
að Miðbæjarskólanum í Reykjavík
og helgaði þeim sbóla kennslu-
krafta sína óslitið frá 1916—1937.
Árið 1937—1938 kenndi hún við
Austurbæjarskólann 1 Reykjavík.
Ingibjörg giftist Þorvaldi Árna-
syni. skattstjóra í Hafnarfirði, hinn
17. sept. 1938. Flutti hún þá, ásamt
móður sinni, til Hafnarfjarðar og
bjó að Lækjargötu 12. Var hún
seinni kona Þorvaldar og átti hann
fimm börn af fyrra hjónabandi.
Voru þau elztu komin vel á legg
en það yngsta um fjögurra ára
'gamalt. Hlutverk sitt í þeirra garð
rækti hún af samvizkusemi og
hlutu þau við það þá mótun, er
þau nú kunna vel að meta og
þakfca.
Frá upphafi Iandsprófs mið-
skóla var Ingibjörgu falið að vera
trúnaðarmaður Landsprófsuefnd-
ar við Flensborgarskólann í Hafn-
arfirði og gegndi hún því starfi
meðan heilsan leyfði. Stundakenn-
ari var hún um skeið við Flens-
borgarskóla og einnig var hún þar
prófdómari í mörg ár. Við barna-
skóla Hafnarfjarðar var hún próf-
dómari sömuleiðis í mörg ár.
Þorvald mann sinn missti Ingi-
björg í apríl 1958, eftir erfið veik-
indi. Eftir lát hans bjó hún áfram
að Lækjargötu 12 um skeið. Flútti
síðan til ReykjavífcuT og bjó í eig-
in íbúð að Rauðarárstíg 3, og átti
þar heima til dánardags.
Nemendur Ingibjargar báru til
hennar sérstakt traust og virtu
hana, enda var hún framúrskar-
andi kennari og mun vandfundinn
sá eða sú, er hún hafði búið undir
próf, sem ekki hafi staðizt það.
Annan kost var mér kunnugt um
í fari hennar varðandi nemendur
sína. Hún fylgdist áfram með náms
ferli margra þeirra og lét sér
mjög annt um nám þeirra og hag.
Ingibjörg unni listum, bókmennt-
um og tónlist og lék vel á hljóð-
færi. Dulspeki og dulfræði voru
einnig hugðarefni hennar. Gott var
að blanda geði við hana í einrúmi
og heyra af vörum hennar vísdórn
um hin óskyldustu efni. Andlegri
faeilsu hélt hún til dánardags.
Fyrstu kynni mín af Ingibjörgu
og hennar heimili hófust íyrir 28
árum, er ég réðst þangað vinnu-
kona. Var óg þá að hefja mina
fyrstu veru utan foreldrahúsa hjá
vandalausum. Tel ég það hafa ver-
ið mér mikla gæfu að forlögin
skyldu haga því svo að heimili
Ingibjargar og Þorvaldar varð mitt
lögheimili um nokkur ár eða þar
til ég stofnaði mitt eigið heimili.
Ingibjörg var sérstaklega virðu-
leg í fasi, háttprúð, kærleiksrík,
tryggur vinur og heimilisprýði.
Að lokum langar mig að minn-
ast eins hins fegursta og göfug-
asta sem mér fannst búa rífculega
í hjarta Ingibjargar, en það var
dagleg umhyggja, tal og breytni
við Sigríði móður sína. Af samlífi
þeirra mátti vissulega margt gott
og fallegt læra. Svo hreint og fag-
urt var það.
Milli jóla og nýárs heimsótti ég
fyrrverandi húsmóður mína í síð-
Framhald á bls. 31
14
ISLENDINGAÞÆTTIR