Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Side 21
Kristín Ingimundardóttir,
SANDLÆKJARKOTI
Fædd 5.ág»st 1890.,
Dáin 24.desembci 1970.
Felum drottins föðurhönd
harma vora og hjartaþunga, —
hann á sjálfur gamia og unga,
frjáls að leysa líkamshönd.
Jónas Hallgrímsson.
Á aðfangadag jóla s.l. andaðist
að heimili sínu, Sandlækjarkoti í
G-núpverjahreppi, húsfrú Kristín
Ingimundardóttir eftir langa van
heilsu. Betri jólagjöf en lausn úr
Mkamsfjötrum hefði Kristín vaiia
'getað kjörið sér til handa, úr því
sem komið var. Þó að hún nyti og
hefði notið umhyggju og ástríkis
dætra sinna, tengdasona og barna
barna í ríkum mæli og væri þeim
þakklát fyrir nærgætni og góð-
vild, þá vissi hún sjálf, að heils-
an var þrotin, og ekki þess að
vænta, að hún næði aftur nein-
um verulegum bata.
Árið 1920, er hún var 24 ára
að aldri, réðst Kristín Ingimund-
ardóttir að Sandlækjarkoti. Átti
það fyrir henni að liggja að
vinna lífsstarf sitt á þeim bæ. Á
Jónsmessu 1921 giftist hún Ei-
ríki Jónssyni bónda í Sandlækj-
arkoti, Bjarnasonar. Höfðu þeir
langfeðgar búið þar hver fram
af öðrum í marga ættliði og
vegnað vel.
Guðbjörg Kristín, — svo hét
hún ful'lu nafni, •— fæddist að
Kiðabergi í Grímsnesi 5. ágúst
1896. Voru foreldrar hennar
Ingimundur Guðmundsson. sem
lengst bjó í Andrésfjósum á
Skeiðum, og kona hans, María
Gísladóttir. Ingimundur var ætt-
aður úr Laugardal í Árnessýslu,
er María úr FTjótshlíð. Voru
þau hin mestu atgervis- og
sæmdarhjón. Ingimundur var
maður hár vexti og þrekinn, enda
afrendur að afli. María kona
hans, var fríð kona sýnum
og hvers manns hugljúfi. Bæði
voru þau hjón alkunn að góð-
mennsku og greiðvikni. Áttu
þau mörg börn, sem upp kom-
ust og urðu nýtir menn.
Kristín Ingimundardóttir bar
það með sér, hvar sem hún fór
áð hún var af góðu bergi brot-
in og hafði alizt upp við góð-
an heimilisbrag. Hún var fríð
kona og fönguleg, einkar svip-
hrein, þægileg og óþvinguð í
framkomu og bauð af sér góðan
þokfca, enda var hennar innri
maður eigi síðri hinum ytra. Góð-
vild, sarnúð og hjálpfýsi voru
ríkir þættir í skaphöfn hennar.
Jafnan var hún glaðlynd og gam-
ansöm, svo að úlfúð eða þras
gat ekki þrifizt í návist henn-
ar. Meðan Kristín naut fullrar
heilsu, var hún hamhleypa til
allra verka, að hverju sem hún
gekk, hvort heldur var úti eða
inni.
Heimilið í Sandlækjarkoti var
1 tíð tengdafóreldra Kristínar,
þeirra Margrétar Eiríksdóttur
og Jóns Bjarnasonar, rómað fyr-
ir gestrisni og myndarbrag.
Hélzt svo um alla búskapartíð
þeirra hjóna, Kristínar og Ei-
ríks, og raunar allt fram á þenn-
an dag.
Maður Kristínar Ingimundar-
dóttur, Eiríkur Jónsson, vat sex
tán árum eldri en hún, fæddur
2. febrúar 1880. Lézt hann 14.
maí 1966.
Áður en Eiríkur kvæntist,
hafði hann um langt árabit veitt
forstöðu búi foreldra sinna.
Var hann talinn maður vel efn-
aður um þær mundir, sem þau
Kristín giftust.
Þó að við ýmsa örðugleika
væri að etja hjá þeim hjónum,
eins og öðrum, á kreppuárunum
á fjórða áratugi aldarinnar, þá
mun óhætt að segja, að þau hafi
lengst af búið við góðan efna-
hag, enda voru þau mjög sam-
hent og samhuga. Búið var stórt,
ræktunar- og byggingarfram-
kvæmdir miiklar. Margt var að
starfa, að mörgu að hyggja og
tómstundir fáar. Ekki var fyrst
og fremst verið að spyrja um
eigin hag. Hitt var látið sitja í
fyrirrúmi, að allir heimilismenn
mættu vel una sínum hag og
nytu þess, áð blessun var í búi.
Þeim hjónum, Eiríki og Krist-
ínu í Sandlækjarkoti, varð
tveggja dætra auðið. Ilin eldri,
Margrét, er gift Eiríki Bjarna-
syni, bónda Kotbeinssonar frá
Stóru Mástungu. Tóku þau ungu
hjónin við búi i Sandiækjarkoti
fyrir rúirium tuttugu árum.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
21