Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Page 28

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Page 28
húsbruna. Þvi má ætla aö bú og ibúslóð hafi verið i smærra iagi þá bér var komið sögu. Hitt var þó öllu verra að húsbóndinn var orð- inn heilsuveill og mátti ekki koma nærri búpeningshirðingu á vetrum sökum brjóstþyngsla en sjúkdómur sá var all tíður meðal bænda fyrr á árum og orsakaðist af því að menn urðu að rifa og reita sundur miglað hey í tóftar- geilum þröngum. Slik vinnubrögð tilheyra nú sögunni. Nú féll i Jóns hlut að annast gegningar þótt ung- ur væri og fyrr en varði færðist búsumsjá og ábyrgð á hans herð- ar. Það kom sér vel að hann var að upplagi búhneigður og hafði yndi af að umgangast allar skepn- ur og svo var það alla hans bú- skapartíð að sjál'fsagt þótti áð vera hverju húsdýri sem náinn vinur. Þótt námsgáfur Jóns yæru ótví- ræðar, hlaut hann ekki aðra til- sögn en þá er skyldan bauð á þeim tímum. Heimilið hlaut að krefjast þess að hann ynni hörðum höndum. Nokkra vortíma sturfaði hann að jarðarbótum á Svalbarðs- strönd ásamt sveitunga os félaga sínum. Þá vann Jón samfleytt tutt- ugu vetrarskeið á Akureyri að verk- un skinna og húða undir stjórn Þorsteins Davíðssonar er þá hafði ráðizt til SÍS sem forstjóri Ið- unnar. í höndum Þorsteins hefur það fyrirtæki þróazt upp i stór- iðju á ísl. mæiiKvarðn sem kunn- ugt er og enn vinnur hmn merki brautryðjandi í íðunni, en hefur nú lagt stjórntauma i hendur yngri manni. Jón í Hrfsge-ðí var eim tnnna umræddu aldamótamanna. Hann var traustur og ötull ungmenna- félagi, bindindismaður á vín og tóbak og yfirleitt búinn þeim eig- inleikum sem ungan mann mega prýða um alla framgöngu. Hann sótti fé í, Hvanndali norður mörg haust. en þangað munu þeir gangnamenn einir fara sem ekki er svima?jarnt. Þegar fram li#u stundir reisti Jón hús yfir fólk og fénað og hrís- móarnir í kring um túnblettinn litla urðu að túni. Þótt foreldrar hans þrevttust með árum var sið- ur en svo að hann stæði einn i dagsins önp. Þuríður systir hans var ávallt hans trausti félagi og húsfreyja heimiiisins síðustu ára- tugina en móðir þeirra systkina lézt árið 1949 niutíu og tveggja ára að aTdri en Jóhannes dó átta árum fyrr og hafði þá lengi verið vanheill sem fyrr er sagt. Þuríður hefir orðið að sjá á eftir systkin- um sínum öllum y.fir móðuna miklu. Auk bræðranna tveggja er nefndir hafa verið, átti hún systur tvær er hétu Guðrún og María. Mér virtist þeim systkinum Jóni og Þuríði svipa mjög saman. Söm var heiðríkjan yfir svipnum og hlýj an i augunum, blönduð þeirri glettni er gefur daglegu amstri frískan blæ og þá var gestrisni þeirra Hrísgerðissystkina með þeim hætti að ekki gleymist. Þur- íður dvelur enn að Hrísgerði. Þar hafa nú ung hjón og efnileg hafið búrekstur og sagan heldur áfram að slá vef sinn. Sauðkindm býr yfir töfrum sem margan bónda hefur svo heillað að hann hefur helzt ekfci getað um annað hugsað og talað en fé og fjármennsk'i. Svo var að vísu ekki um Jón í Hrisgerði því hann átti sér einnig aðra heima. Hann gerði sér það að leik er hann sat yfir kvíám ungur dreng- ur, að bregða t.il marks á víði- laufi en það Ifkist mjög eyra lambsins að lögun. Fyrstu laufin hafa sennilega borið heimilismark ið og þó hafa önnur verið reynd er hann mundi en brátt nægði þetta ekki. Fleiri mörk varð að reyna og þá var handhægast að stinga markaskránni í vasann þá farið var til kinda að morgni. Þessi var keikjan að markafræð- um Jóns, sem settu hann á bekk- með Páli í Garði, Marka Leifa hin- um skagfirzka og þeim öðrum er' höfðu tileinkað sér þau fræði sem gerðu þá að lögsögumönnum í skilaréttum. Jón í Hrísgerði var bókhneigður og las flest sem til náðist. Þó var hann staðinn að þvi að grípa markaskrána til lestrar þótt Ibækur frá lestrarfélaginu væru ný komnar á heimilið og enn ólesnar. Slíkt skiTja þeir ein- ir sem hafa köllun. Ég sem þetta rita hef i rös-kan aldarfjórðung verið við sundur- drátt fjár i réttum Fnjóskdæla. Ávallt var bóndinn í Hrísgerði mættur tii aðstoðar. KalTaðu í skóginn og þú færð svar. Þannig hTjóðar málsháttur, sjálf sagt af erlendum uppr-una þv{ Íslendingar hafa aldrei átt bergmálsskóg. Kallaðu í Jón var sagt í réttum. Stundum kölluðu tveir eða þrír í einu og svörin komu. Ég fullyrði ekki að hann hafi verið óskeikull, en ek-kert dæmi veit ég sem vitnar þar á móti. Það vildi henda að fljótfærnir menn lýstu aðeins yfirmörkum. „Þreifaðu betur. Ég vil fá bita líka“ var þá kannske svar Jóns, eða „það á að vera fjöður und- i-r“. Oft mun hann þá hafa verið búinn að sjá á fjárbragði hver kindina.átti, svo var hann glöggur. Þegar kind-ur okkar Svalberð- inga r-unnu frá rétt til vesturátt- ar haustið 1968 kvaddi ég nafna minn að vanda og þakkaði honum aðstoð hans góða og ánægjulega dagstund. Mér var þá ljóst að hann gek-k ekki heiTl til skógar þótt sjálf-ur gerði hann lítið úr. Að mér læddist tregi þess er misst hefur. Hvort mundi ekki lokið ferðum Jóns í Hrísgerði í -réttir þar sem hann var þó í öllu sínu yfirlætisleysi hinn ókrýndi konun-gur. Svo varð þó ekki. H-aust ið 1969 var hann enn við rétt, risinn af sjúkrabeði. Þarna stóð hann kempulegur að vanda en þó með yfirbragði hins vanheila og nú var höndin köld, sú er áð- ur var heit og sterk hverju sem viðraði, en minnið var á sínum stað og brosið og viðmótið sem fyrr og þegar ég hafði orð á að hann hefði ekki átt að hætta til um þessa för, var svarið þetta: „Ég hef gaman af þessu“. Mér er það ekki kunnugt hvort síðasta réttarförin hafði áhrif á heilsuínr Jóns til hins verra en vet-urinn mun hafa orðið honum erfiður þrátt, fyrir hjúkrun og umönnun hans ágætu systur. Hann dvaldi i Sjúkrahúsi Akureyrar nokkurn tíma og síðan að Kristnesi og þar lézt, hann 27. júli 1970. Jón Jóhannesson var jarðsung- inn að Hálsi 4. ágúst að fjölmenni viðstöddu. Hinn virðulegi kirkju- höfðingi sr. Friðrik A. Friðriksson annaði-st athöfnina og flutt-i útfar- arræðu á-gæta. Þótt fremur væri kalt veður þennan dag var bjart yfir dalnum sumarfagra s-em vit- ur maður nefndi eitt sinn sólkistu íslands. Jón Bjarnason t 78 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.