Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 4
Benjamín Sigvaldason fræðimaður og rithöfundur Við andlát Benjamíns Sigvalda- sonar rifjast upp okkar kynni frá liðnum árum. Það eru nú rétt 20 ár síðan við sáumst fyrst. Við vorum báðir staddir inni hjá Baldri Pálmasyni í Ríkisútvarpinu, sem þá var til húsa í Landsímahúsinu við Austurvöll. Benjamín að bjóða sagnaþátt til flutnings, en ég væði. Báðir hlutum við jákvæða afgreiðslu með það, sem við höfð- um fram að bjóða. Þegar þetta var, var Benjamín hálfsextugur að aldri, örlítið farinn að reskjast, en kvikur og léttur í hreyfingum. Það, sem vakti einna mest athygli mína á manninum, var hvað hann var hress í máli og víllaus. Ljóð, eink- um vísur, lágu honum á tungu, bæði eftir hann sjálfan og aðra. Minnið var gott. Eftir þennan fyrsta fund okkar hittumst við Benjamín öðru hvoru í fornbókaverzlun hans neðarlega á Hverfisgötu. Alltaf fannst mér gaman að ræða við Benjamín. Stundum lofaði hann mér að heyra vísur, sem hann hafði nýlega ort, sumar býsna beinskeyttar. Benja- mín heflaði sjaldan utan af því, sem hann vildi segja. Hreinskilni var honum í brjóst borin. Eins og alþjóð er kunnugt, kom fjöldi rita frá hendi Benjamíns, aðallega sagnaþættir og þjóðlegur fróðleikur. Mun vafalaust einhver annar en ég minnast hans sem rit- höfundar og fræðimanns nú, þegar hann er allur Ég minnist hans sem manns, er á leið minni varð. Ekki sízt undir ævilok Benjamíns verð- ur hann mér minnisstæður. Á föstudaginn langa hringdi sím inn heima hjá mér. Var þar Benja- mín Sigvaldason. Hann sagðást vera rúmliggjandi, hefði fengið að- kenningu af slagi í desember s.l. Legið síðan á sjúkrahúsi í átta vik- ur og síðan jafnlengi heima. Bað Benjamín mig að heimsækja sig sem fyrst — sem ég gerði. Erindið Á var að biðja mig að lesa þátt í útvarpið, úr einni bóka hans. Við ræddumst alllengi við. Þó að Benjamín væri máttlaus öðru meg- in, var hann vel málhress. Síma- tækið hafði hann á borði við rúm sitt, og hringdi í kunningjana, til að stytta sér stundirnar. Einnig las hann dagblöðin og hlustaði á útvarpið. Hann gat bara ekki skrif- að neitt. Það vissi ég, að honum fannst þungbært. Enn hringdi síminn. Benja- mín sem fyrr. Hann ósk- aði eftir þvi, að ég heim- sækti sig. Ég kom til hans sunnudaginn 18. april. Hafði með mér ljóðasafn Jóhannesar úr Kötl- um, en í fyrri heimsókn minni til Benjamíns hafði ég þulið eftir minni nokkuð úr kvæði Jóhannes- ar: Karl faðir minn. Fannst Benja- mín það afburðagott — sem það og líka er — einkum þátturinn, þar sem gamli maðurinn, faðir Jó- hannesar, kveður sonarson sinn. Nú ias ég kvæðið í heiid fyrir Benjamín. Man ég, að hann tárað- ist af hrifningu, er ég las áminnzt- an kafia. Mun ég aldrei gleyma því. Þett* varð okkar síðasti fundur, en Benjamín hafði þó samband við mig símleiðis, þriðjudaginn næsta á eftir. Ekki grunaði mig þá, áð við ættum ekki eftir að sjást. Sunnudaginn næsta frétti ég, að Benjamín væri farinn, hefði aiid: azt á Landsspítalanum föstU- dagskvöldið áður. Ekki þurfti hann lengur að stríða við heiminn. Eins og komið var, var þetta kannski það bezta. En einum vini var ég orðinn fá- tækari. Skal hér þakka okkar kynni Eftirlifandi konu Benjamíns, Guðrúnu Helgadóttur, svo og dótt- ur þeirra, Hjördísi, votta ég ein- læga samúð mína. Dótturdóttirin, Thelma litla, var Benjamín sáluga mikið ljós í banalegunni. Blessuð sé minning Benjamíns Sigvaldasonar. Auðunn Bragi Sveinsson. t Þú vildir ekki vera eins og hinir, sem vanans þræða slóð. En samt þín núna sakna margir vinir. Þú sendir þinni þjóð sagnabálk, sem bezt mun nafn þitt geyma, burt þá árin fram hjá okkur streyma. Ljóð og sögur léztu margan heyra. Líf þitt hefur sýnt, að fáir hafa fræðimenn hér meira fundið, sem var týnt. Og meðan þjóðin geymir sögu sína, hún sízt má þínu nafni glata og týna. r Við burtför þína kemur margt í minni, myndir alls konar. Ég man þig bezt hjá dótturdóttur þinni. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.