Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 18
tók við einu og fjögur, ef hann hafði fengið tvö. Birkilundurinn, sem Halldór gróðursetti fyrir neðan Hamborg, ber trúnaði hans við landið fagurt vitni. „ Að horfnum tíma ég huga sný“ Þegar Halldór varð að láta af opinberri stjórnsýslu fyrir aldurs sakir má segja að þriðji þáttur lífs hans hefjist, og ekki sá ómerkasti. Er hér átt við fræðimannsstarf hans. Þessi þáttur nær yfir um aldarfjórðungsskeið og entist allt til æviloka. Að vísu höfðu áður birzt eftir hann greinar í blöðum og tímarit- um um hin ýmsu hugðarefni hans, viðskiptamál, félagsmál, búnaðar- mál, stjórmál o.fl., en við fyrr- nefnd tímamót, er hann lætur af opinberum störfum, hefjast fræði- mennska og rithöfundarstörf hans fyrir alvöru. Hann gerðist þá aðalritstjóri safnritsins Austurland, er fjallaði um austfirzk fræði og út kom í 5 bindum á árunum 1948—1958. í riti þessu birtust margar ritgerð- ir eftir Halldór um austfirzka mann-, stað- og sagnfræði. Að baki þeim lágu ýtarlégai rannsóknir á efni því sem þær fjölluðu um og báru þær glöggan' vott um ger- hygli og"rólega og öfgalausa dóm- greind. Ritgerðir þessar sýna að Halldór hefði orðið hinn merkasti vísindamaður á sviði íslenzkra fræða. hefðj hann snúið sér að þeim í öndverðu Fjöldi ritgerða frá hendi Hall- dórs mun enn óprentaður og í handriti er til sjálfsævisaga hans, sem vafalaust hefur margvíslegan fróðleik að geyma, auk þeirra heimilda, sem þar er að finna úm stjórnmálaátökín á fjórða tug ald- arinnar. Nákvæma dagbók hélt Halldór allt frá því að hann var drengur í Geitagerði og svo að segja til hinzta dags. Hann var prýðisvel ritfær, hugs unrn afburða skýr og mál meitlað, án allrar væmni. „Traustir skulu hornsteinar hárra sala. í kili kjörviður“. Ég leyfði mér í upphafi þessara f/ æklegu minningar- og þakkar- or ða um Ilalldór, heimilisvin gömlu prestsfjölskyldunnar á Val- þjófsstað, að vitna til orða skáld- jöfursins Einars Benediktssonar. Þessi orð komu í huga minn, er ég sá fyrir mér hina ungu alda- mótamenn sem gengu fram á op- inbert sjónarsvið í upphafi aldar- innar og annar þeirra hvarf þaðan ekki fyrr en við, sem þá vorum ófædd, vorum orðin ellistyrkþegar. Þessir menn hafa staðið í fylk- ingarbrjósti í framsókn þjóðarinn- ar til stjómfarslegs og efnalegs sjálfstæðis. Þeim er það meðal annars að þakka, að fjölskyldur komast nú ekki á vonarvöl þótt fyrirvinnan falli frá, og æðsta menntun stendur hverju barni og unglingi til boða. Fyrir mér eru þeir hornsteinarn ir, sem mín kynslóð byggði ofan á og komandi kynslóðir eiga eftir að byggja ofan á. Engan betri fulltrúa þessara manna, þessara raunverulegu alda mótamanna, þekki ég en Halldór Stefánsson. Jafnvel útlit Halldórs bar þess ari skoðun vitni. Knálegur óg rið- vaxinn vöxtur hans minriti á val- inn homstein óveltinn. Litaraft, eins og á veðurbitnum manni, skartaði vel þeim, sem staðið hafði af sér stórviðri sinna tíða. Veðrað- ur steinn í útvegg. Og þegar undir skelina var skyggnzt, var að finna þá gjör- hygli og gætnj sem vekur traust, og það frjálslyndi og víðsýni, tak- andi þó mið af liðnum tíma,' sem nauðsynlegt er til allrar sannrar framróknar. Ekkert virtist skapgerð Halldórs háðungar, að komið hafi það fyrir að þessir aldamótamenn hafi skil- að aftur afgangi af opinberum ferðastyrk. Hvað sem þessu líður, er það bjargföst sannfæring mín, að ein-> mitt vegna þessara eiginda sinna, hafi verið hægt að nota þá fyrir hornsteina. Vegna þess að þessir menn skynjuðu hið innra með sér að „gullið sjálft veslast og visnar í augum, þess vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum“, gátu þeir orðað það. Kannski er svo komið í okkar tölvuhugsandi og tæknivædda þjóðfélagi að við þurfum þessara manna ekki lengur við, en við ætt- um þó að geta orðið um það sam- mála, að erfiðleikum hefði það ver ið bundið án þessara manna að reisa þann háa sal, sem við köll- um íslenzkt sjálfstæði, og að ekki verði þeim um kennt, þótt þurra- fúí lífskjaragræðginnar hafi kom- izt x þann kjöl sem þeir gerðu úr kjörviði, á sínum tíma, og því skUlu þeir virðir vel. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum. Halldór Stefánsson, fyrrverandi alþm, lézt á heimili sínu, Flóka- götu 27, að morgni þess 1. apríl s.l. Við Halldór höfum verið meiri samferðamenn hérna megin við fjarri en sú glæframennska, "'sem4;|mójuna“ren títt er um óskylda og dregin er af þeirri merkingu orðs-"|*óvandabundna menn. Hann var að ins glæfrar, sem skilgreind er í /vísu'l'Lárum eldri en ég, og það „1—______________?#___ •*****? __________ _u • _____ orðabókum sem skammviim upp- stytta í rigningu. Til þess var eðli bóndans of ríkt í fari hans, bónd- ans sem ekki breiðir hey sitt í tví- sýnum þurrki. Það var kannski þessi þáttur í fari hans sem fyrirmunaði honum á sínum tíma að verða að þægu flokksþýi. Á allra síðustu árum hef ég orð- ið þess var að nafngiftin aldamóta- maður er notuð í niðrunarskyni. Talin bera vott um hérvilluhátt og draumóra, sem birtist meðal ann- ars í kjánalegrí viðkvæmni gagn- vart landinu og aulalegri afstöðu til hinna svokölluðu lífsgæða, jafn framt algerlega röngu mati á lxvað séu mannsæmandi lífskjör, livort heldur það eru einn eða tveir bíl- ar, sem fjölskyldunni eru lífsnauð synlegir. Sagt hefur það verið til var á mínum ungum aldri, sem við eins óg ósjálfrátt slógumst saman tiTferðar á Tamá^vettvamgi og átfc- um'sama^augnámið í flestu skyldu nýjxxaldarinnar við ísland. Halldór fæddist á Desjamýri í Borgarfirði í N-Múlasýslu, 26. maí 1877, og voru foreldrar hans Stef- án prestur Pétursson, þar á stað, og kona hans Ragnhildur Björk Metúsalemsdóttir, sterka í Möðru- dal, Jónssonar. Þessi hjón áttu 12 börn, er öll komust til mikils þroska, og sum til slíks vænleiká að frábært var, eins og Jón Filipps eyjakappi. Halldór var mjög í miðj um hópnum til aldurs kominn, og þótt hann yrði ekki risamenni á vöxt, sáu menn oft að handtökin mundu vera vel til ættar komin. Halldór missti föður sinn 10 ára gamall, og var hann þá prestur á 18 ÍSLENDiNGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.