Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 32
tStium fram andmæli við kenning- ar hans, og var oft deilt hart og atundum nokkuð óvægið. En þær skrámur er menn fengu við þessi tækifæri greru fljótt og varan- leg missætti hlauzt ekki af. Þvert á móti tókst Halldóri á 25 ára starfs- ferli sínum sem sauðfjárræktar- ráðunautur að vinna almennara traust bænda en dæmi munu vera til um. Ávöxtur þessa mikla trausts bænda á kenningum Hall- dórs í sauðfjárrækt er stofnun og starfræksla sauðfjárræktarfélag anna, sem er einstætt félagslegt tæki til raunhæfra kynbóta sauð- fjárstofnsins í landinu. Árangurinn af þessu mikla starfi Halldórs Pálssonar hefur orðið ótrúlega mikill. Mér varð það fyrir alvöru Ijóst, er ég fyrir fáum árum átti þess kost, að skoða og meta á annað þúsund lömb af ís- lenzkum stofni á Grænlandi og bera vöfðasemi þeirra saman við það sem hér er orðið venju legt. Þá kom í ljós, að þykkur og djúpur lærvöðvi var jafn fágætur á Grænlandi og lélegur lærvöðvi hér á landi og öfugt, að öflugur lærvöðri, holdfylltar malir og vel- vöðvaður hryggur var jafn algeng- ur hér á landi eins og þunnur bakvöðvi, holdberar malir og gis- inn lærvöðvi var algengur á Græn- landi. Grænlenzku lömbin voru þó ekki síður skrokkþung en okkar lömb, en kiötgæði þeirra voru bara önnur og miklu lakari. Við þetta tækifæri sá ég í skýru ljósi árangurinn af því starfi, sem unnið hefur verið hér á iandi síð- astliðin 40 ár og þar hefur okkur fyrst og fremst orðið ágengt undir farsællj leiðsögu Halldórs Pálsson- ar. Enn er ótalið eitt af því mikil- vægasta, sem hlauzt af ráðunauts- starfi Halldórs Pálssonar, en það var hve mikilhæfur kennari hann var í fjárvali, sauðfjárdómum og ræktun sauðfjárins. Ég, sem rita þessar línur, á honum þar mikið að þakka fyrir frábæra kennslu, og veit ég að sömu sögu hafa flestir starfandi ráðunautar þessa lands að segja, og auk þeirra fjöldi bænda um allt land. Verk Halldórs í sauðfjárrækt okkar íslendinga lifa því og ávaxt- ast enn um ókomin ár, þó að hann hafi nú um nokkur ár tekið að sér að vinna að öðru höfuðverkefni. í árslok 1962 lét Steingrímur Steinþórsson af störfum sem bún- aðarmálastjóri, en við tók Halldór Pálsson eins og alkunnugt er. Mörgum þótti hér óhyggilega að farið, þar sem ýmsir menn hefðu getað gegnt starfi búnaðarmálastj., en enginn maður hefði þekkingu eða hæfileika til þess að halda áfram hinu mikla og ötula leið- beiningarstarfi, sem Halldór hafði gegnt og lýst hefur verið hér að framan. Á þeim 8 árum, sem Halldór lief ur verið búnaðarmálastjóri, hefur þó sannazt að það var heilladrjúg ráðstöfun, að fela honum þetta vandasama og viðamikla starf. Hið langa starf hans sem sauð- fjárræktarráðunautur, skapaði honum óvenjulega þekkingu á bú- skaparháttum í hverri sveit á land inu og auk þess var hann í svo náinni snertingu við bændur og jafnframt svo ótrúlega mannglögg- ur, að hann þekkti persónulega flesta bændur landsins og vissi mjög mikið um hag þeirra og möguleika á búskaparsviðinu. Sem búnaðarmálastjóri hafði Halldór því óvenjulega aðstöðu til þess að stjórna leiðbeiningarþjón- ustu landbúnaðarins og jafnframt því vera ríkisstjórn og Alþingi og öðrum stofnunum þjóðfélagsins til ráðuneytis um hvers konar mál- efni landbúnaðarins. Búnaðarfélag íslands hefur að sjálfsögðu stóreflzt undir stjórn Halldórs Pálssonar, og hygg ég. að leitun sé á opinberri stofnun, sem nýtur meira trausts hjá þeim sem til þekkja, að öðrum stofnunum ólöstuðum. Halldór Pálsson hefur ekki sleppt hendinni af ræktun sauð- fjárins, þó að hann léti af ráðu- nautsstörfum. Hann hlaut mennt- un til þess að vinna sem vísinda- maður, og jafnframt sínu mikla starfi sem ráðunautur og síðar bún- aðarmálastjóri hefur hann alla tíð verið starfsmaður Landbúnaðar- deildar atvinnudeildar Hálskólans og síðar Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Hann var lengi formaður deild- arinnar og jafnframt í tilraunaráði búfjárræktar, en lét af þeim störf- um. þegar hann varð búnaðarmála- stjóri. En jafnframt þessu hefur hann alla tíð og fram á þennan dag, gegnt störfum sérfræðings í sauð- fjárrækt við þessar stofnanir og stjórnað tilraunastarfsemi fjár- ræktarbúsins á Hesti í Borgarfirði. Ég býst við því, að Halldór hefði helzt kosið að helga vísindunum alla starfskrafta sína, og jafnframt því kenna þau fræði við Há- skólann. Enginn vafi er á því, að þar hefði Halldór unnið stórvirki, sem hefði skapað öðrum aukin tækifæri til að skila betri vinnu og ná meiri árangri starfi. Hér er við engan að sabast. Hið litla og lítt þróaða þjóðfélag okkar krefst mikils af þeim, sem kunna til verka og hafa jafn mikla starfsgetu og starfsvilja og Hall- dór Pálsson. Halldór hefur verið ham- ingjumaður á lífsleiðinni. Hann ólst upp á merku heimili, athafnasömu og efnuðu, þar sem ráðdeild og ráðvendni réði ríkjum. Halldór sýndi fljótt að hann bjó yfir óvenju miklum námsgáfum og fékk stuðn ing heimilisins til þess að fara út á námsbrautina, sem hann gekk til enda til doktorsprófs með óvenju legum glæsibrag. Hann hefur gegnt mörgum vandasömum störf- um, sem hann hefur leyst af hendi með óvenjulegri atorku og aug- ljósum árangri. Hann kvæntist árið 1946, Sig- ríði Klemenzdóttur, verzlunar- manns frá Húsavík, glæsilegri og gáfaðri konu, sem staðið hefur dyggilega við hlið hans í blíðu og stríðu alla tíð, og er heimili þeirra eftirsóknarverður dvalarstaður margra vina og kunningja, sem þar hafa átt fjölmargar ógleyman- legar ánægjustundir. Á sextugsamfæli Halldórs Páls- sonar husa margir af samferða- mönnunum til hans með þakklæti fyrir mikil og merk störf. Héðan utan af landsbyggðinni verður hann ef til vill minnisstæð- astur fyrir það, hvað sveitamanns- eðli hans er óbifanlegt. Hann er og verður sennilega alltaf sami óforbetranlegi Húnvetningurinn með sínu göngulagi og sínum hátt- um, sem fólkið í dreifbýlinu þekkir og metur. Ég og fjölskylda mín, þökkum honum trausta vináttu og margar ógleymanlegar samvei-ustundir. Ég óska honum á sextugsafmælinu. að hann haldi áfram að kvöldi að hlakka til starfa næsta dags, og að honum lærist að ætla sér nokkuð af, svo að starfsdagarnir geti orðið enn margir og farsælir Gæfa og gifta fylgi honum, sem hingað til. ! Iljalti Gestsson. 32 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.