Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 15
Guðmundur Björnsson kaupmaður frá (safirði Þann 23. febrúar sl. lézt í Hvera gerði, Guðmundur Björnsson, kaupmaður frá ísafirði, á áttugasta og þriðja aldursári. Ég kynntist Guðmundi fyrst vet- urinn 1945. Þá kom ég fyrst í Smiðjugötu 10 á ísafirði, en þar fæddist Guðmundur og átti þar heimili alla ævi. Smiðjugata 10 var höfuðból þessarar stóru og fjöl- mennu ættar. Það byggði ættar- höfðinginn, Björn, faðir Guðmund- ar, og bjó þar svo veglega, að sómt hefði hverri ætt íslenzkri. Við hann var Smiðjugata 10 venjulega kennd manna á milli og nefnt Björnshús. Heimili Guðmundar var ávallt mjög fjölmennt. Þau hjón eignuð- ust 13 börn, sem komust til full- orðinsára. En það komu fleiri í Björnshús en börn og skyldulið. Á yngri árum tók Guðmundur mik- inn þátt í íþrótta- og sönglífi bæj- arins og átti í gegnum það stóran hóp kunningja og félaga. Um stóran systkinahóp mynd- aðist einnig brátt stór hóp- ur skólafélaga og vina — og allir voru hjartanlega velkomn- ir í Björnshús. Á hinu sanna ís- lenzka höfuðbóli er ávallt rúm fyr- ir alla, sem þangað leita og öllum, sem þiggja vildu, voru bornar góð- gerðir. Guðmundur varð fyrir þeirri ógæfu, að missa móður sína ungur. Hann varð því ekki aðnjótandi þess styrks, sem traust móður- hönd veitir á viðkvæmasta skeiði ævinnar. Það má vel vera, að það liafi haft dýpri áhrif á skapgerð hans og haft meiri áhrif á ýmsa þætti lífs hans, en um verður sagt með fullri vissu Guðmundur ólst upp í verzlun föður síns og tók við forráðum hennar af lionum. Kaup- mennska var því hans lífsstarf. Þann skilning, sem fólk leggur 1 orðið kaupmaður, „hann er mikill kaupmaður", eins og sagt er, það ótti Guðmundur Björnsson ekki til. Dagfarsprúðari, kurteisari og elskulegri mann hef ég ekki hitt en Guðmund og þannig kom hann fram við viðskiptavini sína, þegar hann afgreiddi þá með vörur yfir búðarborðið og fékk borgun, en þegar hann rétti súkkulaðistykki eða brjóstsykurspoka að barni eða unglingi, þá sá maður ljúfmann- legt bros þess manns, sem gefur án þess að ætlast til endur- gjalds. Björn Guðmundsson var stór- huga, framsýnn og duglegur. Hann byggði verzlun sína þannig, að hún næði til sem flestra greina. Þannig rak hann, auk verzlunar með allar almennar vörur, stórt sláturhús og fiskverícún :— jafnvel útgerð — og áfti 'jafnan sjálfur nokkurn bú- sTöfn, svó sem kýr og hesta. Við íiiössum umfangsmikla rekstri yfrðT’Guðmundur að taka ungur að áí'um ’og á erfiðum tímum, þegar margir urðu að lúta í lægra haldi fýrir verðfalli á íslenzkum vörum og erfiðum viðskiptakjörum af völd um heimskreppunnar. Og vitanlega komst hann ekki hjá ágjöfum frem- ur en aðrir. Hann sigldi þó heilum báti í liöfn með guðs hjálp og góðra manna, og það var meira en mörgum tókst. En Guðmundur Björnsson stóð heldur ekki einn í lífsbaráttunni. Þann 6. jan. 1912 kva^ntist hann eftirlifandi konu sinni, Aðallieiði Guðmundsdóttur. Aðalheiður missti föður sinn ung, en móðir hennar Kristjana, gerðist ráðskona Björns, föður Guðmundar. Þau höfðu því að nokkru leyti alizt upp saman. Aðalheiður var, og er glæsileg kona. Hún var myndarleg húsmóðir, sem sópaði að í hverju starfi. Hún var Guðmundar styrka stoð, sá klettur, sem aldrei bifað- ist þó stundum blési óblítt. Það vissi Guðmundur, að henni gat hann alltaf treyst — hún var hans fasta lífsakkeri — eins og hann komst sjálfur svo vel að orði. Guðmundur lauk verzlunarnámi 1913 og það sama ár fæddist hon- um annar sonurinn, sá sem lengst af vann með honum við verzlun- ina. En eins og áður segir, urðu börnin alls þrettán. Tvö eru nú látin og þrjú eru gift og búsett erlendis. Ég hef átt því láni að fagna, að kynnast þessari fjölskyldu náið. Ég veit, að Guðmundur veitti börn um sínum gott fordæmi og að þau eiga um hann göfugar endurminn- ingar. Ég vona, að þeim auðnist að veita sínum börnum ekki lakara fordæmi. Með því helga þau bezt minningu góðs og ástríks föður, sem lifði óbrotnu lífi, en helgaðl heimili sínu og fjölskyldu alía krafta sína og allar stundir. Ég þakka Guðmundi BjörnssytU allar liðnar samvérustundir og bíö guð að blessa minningu hans. Guttormur Sigurbjörnsson. t ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.