Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 29
lega ferS hans bæði hvað snerti tíma og vegalengd, var sú er hann fór til Nýja-Sjálands 1961—’62 í boði landbúnaðarráðuneytisins þar. Hann vann þar við vísinda- störf í rúmlega eitt akademiskt ár, en alls varð þetta árs ferðalag. Þau vísindastörf, sem hann vann þarna hinum megin á hnettinum, voru á því sviði, sem hann hafði frá upphafi náms síns sérhæft sig í og sem segja má, að hann hafi orðið heimsþekktur fyrir, þ.e. um vöxt og þroska sauðfjár frá því lambið fæðist og til þess tíma, sem kind- in er fullvaxin. Það þarf ekki að taka fram, að Halldór fór þessa ferð, vel sjáandi og heyrandi og í fullri trúmennsku við sjálfan sig, lífsstarf sitt og íslenzka bændur. Það er einkenni hins sanna vísinda manns, að honum finnst hann allt- af vita of líiið, hann er alltaf að læra. Yfirlæti vegna þekkingar sinnar fyrirfinnst ekki í lífs- bók hans. Hann veit, að leitin að nýrri þekkingu er óendanleg eins og eilífðin. Þetta veit dr. Halldór Pálsson manna bezt. Enn verð ég að segja frá því, að til er evrópskur félagsskapur, sem heitir á íslenzku máli Búfjárrækt- arsamband Evrópu og ísland er aðili að. Innan sambandsins eru vit- anlega margar búfjárræktardeildir m.a. sauðfjárræktardeild. Halldór hefur hlotið það traust og heiður að vera kjörinn formaður deildarinn- ar 1967—1970. Slíkur trúnaður fellur aðeins í hlut hinna færustu manna. Bretar eru engir aukvisar í bú- fjárrækt. Þeir hafa félagsskap, sem heitir Búfjárræktarfélag Bret- lands. í þeirra augum og annarra, er til þekkja, er þetta stórvirkur og virðulegur félagsskapur. Aðeins hinir færustu menn á sviði búfjár- ræktar, njóta þess trausts og virð- ingar að flytja fyrixlestra um bú- fjárrækt í slíku félagi. Þegar Hall- dór var nýlega setztur í stól bún- aðarmálastjóra 1963, báðu Bretarn- ir hann að skreppa til þeirra og halda fyrirlestur um sauðfjárrækt á aðalfundi þessa gamla, merka félags. iÞetta segir sína sögu og þarf ekki skýringa við. Auk þess, sem hér hefur verið talið, hefur Halldór haldið fleiri tugi fyrirlestra í sinni fræðigrein 1 ýmsum háskólum, félögum og einstaklingsfyrirtækjum. Mér finnst gott itil þess að vita og þakk- arvert, að við eigum mann, sem er í hópi heimskunnra búvísinda- manna og hefux borið hróður ís- lands á því sviði norðan frá landi skammdegis og miðnætursólar svo vítt um lönd og álfur, að hann sá um stund frá vísindasetri sínu há- degissól sumarsins í hánorðri. Dr. Halldór Pálsson er sérstak- ur persónuleiki. Hann er hreinskil- inn drengskaparmaður. Gáfur hans eru leiftrandi, hugsunin skýr og hröð, svo að hann vinnur stund- um tvö störf í einu á einni og sömu stundu. Starfsáhugi hans er svo mikill að meðalmönnum of- býður gersamlega. Þá koma dagar, þegar Harðærisnefndarstörfin þrýsta fastar á, sem hann vinnur tveggja manna starf í skrifstofunni og bætir við hluta af dagsönn fyr- ir Hestbúið að kvöldinu til. Hann heldur því fastlega fram, að enginn verði afreksniaður í neiriu stárfi, sem vinnur aðeine hinn stutta lög- skipaða vinnudag og lengir hann aldrei. En hann kann lika að hvíla sig, en það er list, sem öllum er ekki lagin. Hann á það til að stanza eitt og eitt augnablik, mitt í hinni hröðu dagsönn og minnast skennntilegra atvika og orða, sem fyrir hafa borið. Þá fljúga honum af munni gamanyrði eins og leift- ur. Létt tilbreytni lengir lífið. Starf Búnaðarmálastjóra er margþætt og umfangsmikið. Vandamálin berast að úr öllum áttum. Gestir streyma að, þeim þarf að sinna og tekur einatt mik- inn tíma. Ekki er það talið eftir. Húsbóndinn er hverjum manni við- ræðubetri, ómyrkur í máli og manna fúsastur að finna farsæla lausn á vandamálum manna. Hann er mikill málafylgjumaður, undir hyggjulaus og aðsópsmikill, hvar sem hann fer. Hann nýtur óskoraðs trausts ís- lenzkra bænda og stjórnarvalda sakir hinnar yfirgripsmiklu þekk- ingar og réttsýni. Dr. Halldór Pálsson er kvæntur Sigríði Klemenzdóttur frá Húsa- vík. Hún er glæsileg kona, góðum gáfum gædd og umhyggjusöm eig- inkona. Ég held, að það sé ekki ofsagt, að frú Sigríður ejgi drjúg- an þátt í hinum góða bata, sem Halldór hefur fengið eftir sjúk- dómsáfallið fyrir nokkrum árum. Með þessum orðum er þó á engan hátt gert lítið úr hlut læknanna, sem hann önnuðust. En hin vökula, kærleiksríka umönnun eigin- konunnax undir slíkum kringum stæðum, verður vart að fullu met- in. Ég þakka svo vini mínum, Hall- dóri Pálssyni langa og góða sam- fylgd og hinar ótalmörgu starfs- og gleðistundir, sem við höfum átt saman á liðnum árum. Jafnframt óska ég þess af heilum hug, að hon um endist vel heilsa og þrek til starfa í þágu landbúnaðarins, þang að til reglur þjóðfélagsins skáka honum frá hinu virðulega og vanda sama starfi. Þorsteinn Sigurðsson. Dr. Halldór Pálsson, búnaðar- málastióri, varð sextugur 26. apríl. Eigi mun ég rekja glæsiferil Halldórs — og væri þó skemmti- legt viðfangsefni. En samkvæmt venjubundnum skilningi mun það ekki talið til stórafmæla, þegar maðurinn stígur upp á sjöunda þrepið. Því mun ég verða hóf- samur á orð, enda þótt eigi mundi efni skorta í álnarlanga afmælis- grein og meira þó. Það mun aldrei hafa vafizt fyrir dr. Halldóri Pálssyni að velja sér ævistarf. Til þess var of ríkur i honum sveitamaðurinn, bóndinn. Háskólanám sitt allt og vísindalega menntun miðaði hann við það fyrst og fremst, að geta orðið bændum að liði. Alla sína óhemju orku hefur þessi einstaki áhuga- maður, sem gæddur er eldi brenn anda í hverrj taug, helgað bænd- um og búnaði sem ráðunautur, sem búnaðarmálastjóri, sem mikill ráðamaður í óteljandi nefndum og ráðum. Áhrif hans hafa orðið mik- il og víðtæk. Hann hefur markað djúp spor þróunarsögu ísl. landbúnaðar — og mundi á- sannast, ef rannsakað væri. Ég ætla að öll hafi hann unnið þau svo, að eigi hafi á verið neinn aktaskriftarbragur. Og það hygg ég líka, að ekkert starf hafi hann unnið svo að eigi hefði hliðsjón af því, með hverjum hætti helzt það mætti verða íslenzkum landbúnaði til nokkurs framdráttar. Bændur eiga honum mikla skuld að gjalda, ekki eldri manni. Og þess vil ég óska fyrir þeirra hönd, að honum endist svo líf og heilsa, að sú skuld megi enn vaxa til mikilla muna. Dr. Halldór er mikill lærdóms- maður, þekktur og virtur meðal vísindamanna um allar jarðir, enda utan kvaddur oftar en einu sinni til þess að vinna að og leysa vís- ÍSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.