Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 13
Guðrún Benediktsdóttir
frá Heiðarseli í Jökuldalsheiði
Fædd 24. ágúst 1880.
Dáin 2. aprfl 1971.
Kveðja frá börnum hennar.
Torleyst er gáta
tilvistar
þung eru þrautarspor.
Ofar húmi
heims og trega
ljómar lýðum sól.
Kvaddir þú
kyrrum huga
líf og langa þraut.
Vaka minningar
varpa Ijósi
yfir ævistig.
Lífs eru gengin
gönguskörð
ljómar sólin ljúf.
Þreyttir fætur
þráðu að finna
í auðri helga ró.
Syngja að vori
svanir til fjalla
blika vötn í bláma.
Lútir þögn yfir
lágar rústir
í hálfgleymdri heiðabyggð.
Hefir húsfreyja
úr Heiði síðast
öðlazt annahlé.
Lokið er langiri
lífsgöngu
sjúkum er svefninn vær.
Einar H. Guðjónsson.
f
Hinn 10. apríl s.l. fór fram á
Seyðisfirði útför Guðrúnar Bene-
diktsdóttur, fyrrum húsfreyju 1
Heiðarseli í Jökuldalsheiði. Guð-
rún lézt á Sjúkrahúsi Seyðisfjarð-
ar 2. apríl. Banamein hennar var
heilablæðing.
Guðrún María Benediktsdóttir
fæddist á Vopnafirði 23. ágúst
1880. Tvíburabróðir hennar var
Sigurður Benediktsson, síðar bóndi
á Aðalbóli í Hrafnskelsdal, d. 28.
ágúst 1928.
Faðir Guðrúnar og alsystkina
hennar var Benedikt Sigurðsson
gestgjafi á Vopnafirði. Hann var
þingeyskur að ætt, bróðir Baldvins
hómópata í Garði í Aðaldal og
Odds í Hrafnsstaðaseli, föður Guð-
rúnar konu Guðmundar á Sandi.
Faðir þeirra bræðra var Sigurður
Oddsson, er mun hafa búið á Hálsi
í Kinn, Kaupangi, Ljósavatni og e.
t.v. víðar, sonur Odds bónda á
Granastöðum og Hóli í Kinn, Bene
diktssonar bónda á Finnsstöðum í
sömu sveit. Móðir Sigurðar var
Guðrún Þorvaldsdóttir og Ingiríð-
ar Jónsdóttur frá Veisu, systur
þeirra Björns í Lundi og Kristj-
áns í Illugastöðum. Móðir Bene-
dikts gestgjafa, var Guðrún Vig-
fúsdóttir bónda að Þverá í Reykja-
hverfi og Guðrúnar Aradóttur
Ólafssonar frá Skútustöðum.
Móðir Guðrúnar frá Heiðarseli
var Solveig Þórðardóttir, bónda á
Sævarenda í Loðmundarfirði, Jóns
sonar, Eyjólfssonar, Jónssonar
„pamfíls“. Móðir Solveigar var
María Guttormsdóttir Skúlasonar.
Eru þetta alkunnar og fjölmennar
austfirzkar ættir.
Árið 1882 hafði Benedikt gest-
gjafi eignaskipti við Grím Víking,
bónda í Hjarðarhaga á Jökuldal.
Hann var þá kominn á sextugsald-
ur, og mun hafa talið konu sinni,
sem var 21 ári yngri en hann, og
7 ungum börnum þeirra, líklegra
til afkomu að búa á jörð í sveit,
en að annast þau umsvif, sem
fylgdu gestgjafastarfi, ef hann
þryti krafta. Varð hann og skamm-
lífur eftir að hann flutti í Hjarðar-
haga. Solveig bjó þar áfram eftir
lát hans. Hún heitbatzt síðair
Bergi Árnasyni, ættuðum úr Nesj-
um. Hann lézt úr lungnabólgu,
sem hann fékk í kaupstaðarferð,
er hann fór til að sækja föng til
brúðkaupsveizlu þeirra Solveigar,
en Solveig ól eftir lát hans dóttur
þekra. Var hún skírð Bergþóra
Benedikta eftir föður sínum og
fyrri manni Solveigar. Seinna gift-
ist Solveig Magnúsi ívarssyni frá
Vaði, og eignuðust þau 7 börn. Eru
nú aðeins eftir á lífi tvö af
fimmtán börnum Solveigar, þær
Bergþóra, sem fyrr getur, og Elísa-
bet, báðar hátt á níræðisaldri. Af-
komendur Solveigar, sem nú lifa,
munu vera hátt á annað hundrað.
Guðrún ólst upp í Hjarðarhaga
við sæmilegt atlæti á þeirra tíma
mælikvarða. Um tvítugt gerðist
hún bústýra hjá Þorvaldi bróður
sínum, er þá hóf búskap I Hall-,
freðarstaðahjáleigu í Hróarstungu.
Þar mun hún fyrst hafa kynnzt;
Guðjóni Gíslasyni, er varð eigin-.
maður hennar. Guðjón var sonur
Gísla bónda á Hafursá, Jónssonar'
bónda á Brekku og Margrétar
Hjálmarsdóttur prests á Hallorms-
stað. Móðir Guðjóns var Sigríður
Árnadóttir Þórðarsonar bónda í
Ekkjufellsseli og Guðbjargar Sig-
mundsdóttur konu hans. Guðjón
var búfræðingur frá Ólafsdal.
Minntist hann jafnan dvalar sinnar
þar og skólastjórans, Torfa Bjarna
sonar, með miklum hlýhug og virð
ingu. Guðjón var fríður rnaður og
þekkilegur, meðalmaður á liæð,
grannvaxinn og fínlega limaði.'r,
snyrtimenni í framgöngu og verki,
jafnlyndur og glaðsinna, ekki
áhlaupamaður til vinnu, en elju-
samur og þolinn.
Þau Guðrún giftust árið 1907 og
hófu þá búskap í Ármótaseli í
Jökuldalsheiði. Sama ár fæddust
elztu börn þeirra, tvíburarnir Sig-
rún og Einar. Eftir þriggja ára bú-
skap í Ármótaseli fluttust þau að
Hjarðarhaga og bjuggu þar eitt ár,
síðan annað á Arnórsstöðum. Árið
1912 keypti svo Guðjón Heiðarsel
í Jökuldalsheiði, og bjuggu þau
Guðrún þar í 34 ár samfleytt. Voru
þau jafnan bjargálna, en safnaðist
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
13