Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 10
þessa 17 ára unglings var ekki viða mikið. Að vísu voru fallegu peysu- fötin góð, en lialdbetra var þó traust uppeldi, skýr hugsun og einbeittur vilji til sjálfsbjargar. Ensk tunga var henni sem lokuð bók. Því meira áræði sýndi þessi grannvaxna telpa, sem aðeins vóg rúm 90 pund og var ekki nema 5 feta há, með því að hleypa heim- draganum og hasla sér völl í fjar- lægri heimsálfu. Nokkur hvatning og styrkur hef- ur henni þó verið að móðursystur sinni, Maríu. er bjó í Gladstone í Manitoba. Iijá henni var Helga fyrst í nokkra mánuði. Siðan fór hún til Winnipeg og vann þar við ýmiss störf, þar til hún, 20. nóv. 1913 giftist eftirlifandi manni sín- um. Páli Jónssyni Westdal, en hann fæddist að Brú á Jökuldal og hafði flutzt til Kanada 1904. Hann bjó á landnámsjörð í Wynyard með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Önnu Kristrúnu Gunnlaugsdóttur. Þangað fluttist Helga og þar biuggu þau hjón fram til 1940, er þau settust að í Winnipeg, þar sem Helsa andaðist 4. des 1970. Börn hennar eru öll búsett í Winnipeg: Björgvin Jón Einar, fasteignamatsmaður í þjónustu Manitoba-stjórnar. Sveinn Níels- son Hallgrímur, varaframkvæmda- stjóri landbúnaðarlánastofnunar Manitoba, Sigríður Jónína Margrét, útlærð hiúkrunarkona og Pá!l Har- aldur Aðalsteinn Njáll, dr. phil., skordýrafræðingur við lándbúnað- ardeild ríkisins. Barnabörn eru alls 12 og barna-barnabörnin 4. Svo sem mörgum íslendingum ei huglægt. þá gekk Ilelga þess heldur ekki dulin, að haldgóð menntun er öruggust eign injnns- ins. Hún var því fús til bess að leggja mikið í sölurnar fyrir nám barna sinna. Ofviða var henni eng- in fórn, er leiddi til aukinnar þekk- ingar. Þetta skildi hún þeim mun betur, þar sem skólaganga sjálfrar hennar hafði verið skammæ. Víð- sýni menningarheimilis í íslen/kri sveit hafði veitt henni mesta og bezta kunnáttu, skerpt skiining hennar og eflt fróðleikslöngun. Hún var ötull og námfús bók- lesandi með sjónnæmt minni. And- inn var sikvikur, og hugurinn glímdi við margvísleg hugðarefni, sem aldrei voru henni framandi né óviðkomandi, hvorki heimsvið- burðir né hreppapólitík. Þennan gneistandi áhuga, þetta frjóa út- MINNING BALDVIN ÞÓRARINSSON frá Svarfhóli streymi sálarinnar átti hún sam- eiginlegt með föðursystkinum sín- um, svo sem Sesselju, móður Sveins Valfells og Hallgrími, óð- alsbónda á Grímsstöðum, afa und- irritaðs. Það er jafnan viss upp ijómun að vera samvistum með slíku fólki. Eitt var það, sem Ilelgu var öðru fremur hjartfólgið, en það var blómarækt. IJér hefur fegurð- arskyn hennar fengið framrás. Á sveitarsetrinu, þar sem hún bjó í 27 ár, var laukagarður hennar lof- aður af háum sem lágum. Allar jurtir döfnuðu, allt blómskrúð náði hávexti í hennar kostgæfnilegu um sjá, svo að augnayndi var öllum, sem nutu þess, bæði nær og fjær. Auk ástar á fagurri flóru hafði Ilelga miklar mætur á hann- yrðum, bæði útsaumi og bald- éringu. Illaut hún mai-gháttaða viðurkenningu fyrir listsaum sinn, ekki síður en fyrir skrúðjurtarækt. Helga var hreinn íslendingur að uppruna. Hún var stolt af arfleifð sinni og var ætíð reiðubúin að styrkja allt, sem íslenzkt var. Á hinn bóginn var hún einnig hréyk- in af því að hafa öðlazt kanadísk- an ríkisborgararétt. Hún trúði á feiknlega framtíðarmöguleika þessa næststærsta lands veraldar og óskaði þess, að vinsamleg sam- skipti íslands og Kanada mættu æ aukast sem mest, báðum lönd- um til blessunar. Nú, þegar þessi mæta frænka mín er kvödd hinzta sinni, minn- ist ég margra fagnaðarríkra stunda með henni, þakklátum huga. Lif- andi var hún i anda sínum til þess síðasta. Hrörnandi líkami yfirbug- aði hann aldrei. Ævikvöld hennar var ný staðfesting þess, að andinn stendur óforgengilegur sem sigur- vegari ofar efninu. Far þú f friði með fögnuð hugar þíns grejpian f sál og sinni þeirra, nú sem leng- ur lifa. Dr. Hallgrímur Ilelgason. Fæddur 2- júní 1906. Dáinn 16. apríl 1971. Kveðja frá kórfélögum f kirkju- kór Kvennabrekkusóknar. Er vetur kvaddi og vorið bjarta sig vafði fast upp, að landsins hjarta, þú kvaddir vinur, og hvarfst á braut og lifir sæll, fjarri lífsins þraut. Við áttum samstarf á sextán árum, í söngvagyðjunnar brosi og tárum. Af hjarta unnir þú ómum þeim, er andann færa í betri heim. Þinn fórnarvilji til starfa sterkl hann stóð að baki miklu verkJ. Svo hógvær æðrulaus, alla stund, komst ætíð glaður á vinafund. Nú unaðsfagra þig óma dreyml f öðrum bjartari, sælli heimi. Svo eigðu þökk, er aldrei dvín Og vertu sæll, — við söknum þfn. K.G. 10 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.