Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 3
Anna Guðrún Sveinsdóttir Fædd 2. aprll 1921. Dáin 30. des. 1971. Hinzta kveöja frá systkinum. „Sem næturls, sem veðrabrigði á vori, svo valt er lifið hér I hverju spori.” örfá kveðjuorð viljum við láta i ljós til þin,elsku systir, og þakka þér sam- fylgdina frá æskudögum heima i Arnardal, þar sem við lékum saman frjáls og glöð i faðmi blárra fjalla. Og svo fullorðinsárin á yndislegu heimili þinu. Þar var gott að koma, ávallt brosti við manni hjartahlýja, glaðværð og gestrisni, — siðast núna á jólunum. Minningin um þig fyrnist ekki, hún lifir i hjörtum okkar eins og þú hefur sáð til. „Stig svo fram, helga himnaljós, þú hjartans jólastjarna, með lifs og yndis elsku rós til allra Drottins barna. Og fyrir helgum hnattasöng flýr hel og tár og nóttin löng og guð er allt i öllu”. Hann blessi þig um eilifð og huggi ástvini þina alla. Fyrir hönd systkina Maria Sveinsdöttir. ég hinum látna félaga þakkir okkar allra, sem starfa hans nutum. Okkur er ljóst, að við höfum nú séð á bak einum mikilhæfasta samstarfsmanni okkar, jafnframt þvi, sem bindindis- hugsjónin hefur misst dugmikinn boð- bera og baráttumann. Bindindis-, siðgæðis- og trúar- hugsjónin hefur misst einn sinn djarfasta merkisbera. Merkið er óhafið á loft að nýju. Hver vill nú hefja göfugt merki háleitra hugsjóna hátt á loft og bera það fram til nýrra sigra með sömu djörfung og hann, og skila þvi við leiðarlok jafn hreinu og hann gerir? Látum allt lif og starf Péturs Sigurðssonar verða okkur hvatning til frá Arnardal Þann 30. desember andaðist að heimili sinu Smáraflöt 38, Garðahreppi, Anna Guðrún Svein- sdóttir. Anna fæddist i Arnardal 2. april 1921. Hún var dóttir merkishjónanna Hólm- friðar Kristjánsdóttur og Sveins Sigurðssonar. Fyrir hjónaband sitt eignaðist Anna son, Sigurð Ingólfsson, sem nú er skipasmiður. Siðar giftist hún eftirlif- andi manni sinum, Daniel Joensen og eignuðust þau 3 börn, Kristján Haf- stein, sem nú er járnsmiður, Hólmfriði og önnu Soffiu, sem báðar dvelja i föðurhúsum. Við, sem nutum þess að kynnast önnu og heimili þeirra hjóna, munum ávallt minnast þeirra tima með sér- stöku þakklæti.Alltaf varst þú boðin og búin til að lina þrautir meðbræðra þinna, ávalltgátum við vinkonur þinar sótti góð ráð til þin. Þú þreyttist aldrei á þvi að taka á móti okkur og hjálpa, ef með þurfti. Oft nutum við glaðra stunda og góðra saman. Við áttum þvl láni að fagna að búa i nágrenni við þig um árabil. Aldrei féll skuggi á þær samverustundir. Þú hafðir þann stóra persónuleika til að bera, að öllum leið vel i návist þinni — bæði I gleði og sorg. Nú þegar við sjáum á bak tilveru þinnar hér á jörð, þá finnst okkur svo öflugrar sóknar fyrir málstað bind indis og bræðralags. Pétur andaðist 21. þ.m. að heimili sinu, Ægissiðu 68, hér i borg, en þar hafði hann átt náið sambyli með dóttur sinni, Mariu hjúkrunarkonu, og manni hennar Finnboga Guðmundssyni útgerðarmanni. Þar naut hann fagurs ævikvölds i sk- jóli þeirra, og mat hann mikils hversu þau voru samhent um að gera honum dvölina með þeim sem ljúfasta. Ég flyt þeim hjónum og öðrum nákomnum ættingjum og vinum Péturs samúðarkveðjur. öll munum við eiga það sameigin- legt að þakka lif og starf þess öðlings- manns, sem við nú kveðjum. , Helgi Hannesson djúpt skarð höggvið i vinkonuhópinn. Við skynjum ekki af hverju þú varst hrifin frá heimili þinu og vinum svo fljótt og óvænt, en við horfum á móð- una miklu og reynum að skilja, að kona sem þú munt fá mörg og fögur verkefni i æðri heimi til leiðbeiningar þeim, er þrá hið fagra og rétta. — Drottinn gaf og Drottinn tók —, við verðum öll að sætta okkur viö gjörðir almættisins. Sárasta sorgin og söknuðurinn eftir burtför þina, vina, er hjá þinum elsku- lega eiginmanni og börnum þinum, en huggun þeirra, sem bezt allra þekktu þig, er sú fullvissavað verkin þin lifa og minningin um ástrika eiginkonu, dásamlega móður og einlæga vinkonu verður ávallt jafnskýr i hugum okkar allra. Guð gefi að fsiand ætti sem flestar slikar dætur. Við biðjum þann Guð, sem þú trúðir á og treystir, að vaka yfir eftirlifandi eiginmanni þinum, börnum þinum og heimili. Fátækleg orð eru svo smá eftir alla okkar samveru, en af einlægum hug sendum við þér þakkir og kveðjur. Guð blessi okkur öllum minningu þina. Vinkonur. islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.