Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Qupperneq 6

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Qupperneq 6
Jóhann G. Sigfússon Haustlitirnir fá skýrari blæ, og straumur timans fellur með þyngri nið eftir þvi sem árum fjölgar að baki. Hugurinn hljóðnar i hvert sinn, er kær vinur — þátttakandi i gleði, leik og starfi bernsku — og æskuára, hverfur til hvilu. Skógurinn gisnar i hvert sinn, er gustur dauðans fer um hann. Strengir hörpunnar, sem ómuðu svo sætlega á sumri lifsins, þagna, þegar húm haustsins feliur fyrir. Þó vakir endurómur þeirra i minningunni og veitir þann yl, sem enginn vetur fær eytt. — Jóhann G. Sigfússon, sem þessi sið- búna kveðja er tileinkuð var fæddur 18. nóvember 1904 að Grjótárgerði i Fnjóskadal. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Hallgrimsdóttir og Sigfús Daviðsson. Aðalbjörg mun ung hafa flutzt frá Akureyri austur i Fn- jóskadal, en Sigfús, sem var af Reyk- jaætt, ól allan aldur sinn i Fram — Fnjóskadal. Þau Sigfús og Aðalbjörg voru grandvör til orðs og æðis, enda vel kynnt. Eins og margir á þeirri tið bjuggu þau við þröngan kost, fyrst i húsmennsku og siðar á fremur kosta- var flutt i útvarp, en Sigurði var létt um stil og sögur hans mjög læsilegar. Var greinilegt, að hann hefði viljað hasla sér frekari völl sem rithöfundur, ef tækifæri hefðu leyft. Hin siðari ár bjuggu þau Sigurður og Jóhanna lengstaf hjá dóttur sinni Ingi- björgu og Baldri manni hennar. Eftir að Jóhanna lézt, hrakaði heilsu Sigurðar ört og dvaldist hann oft i sjúkrahúsum. 1 sjúkleika hans önnuð- ust þau Ingibjörg og Baldur hann af stakri alúð og þolgæði og veittu honum alla þá aðhlynningu, sem kostur var. Sigurður Heiðdal var glæsimenni i sjón, glaðsinna gleðimaður og góður ræðumaður. Er hann talaði á fundum var ævinlega tekið eftir þvi, sem Sigurðurhafði til mála að leggja, enda var rómurinn sterkur og framsögnin skýr. Sigurður var vinsæll og vina- margur og hann skilur eftir sig skýra mynd i hugum þeirra, sem hann þekktu. Þór Magnússon. litilli jörð, sem bar ekki mikla áhöfn, né kallaði á stór umsvif. Þó átti hún sinn auð til handa þeim, sem þar uxu úr grasi. Sérhvers manns Berurjóður ber I sér sina töfra honum til handa, þótt þeim, sem fjær standa kunni að finnast þar fátt um föng. Vist var, að Jóhann og bróðir hans, Hallgrimur, sem var eldri að árum, báru hið hlýjasta þel til býlisins við heiðarræturnar, þar sem þeir lifðu sin vordægur og bárust inn I sumar- önnina. Þeir bræður bjuggu I Grjótár- gerði með foreldrum sinum og sýndu þeim alla tið hlýja alúð og ræktarsemi, enda að eðlisfari einstakir tryggða- menn. Við andlát Sigfúsar ^825 tóku bræðurnir við búi með móður sinni, en hún lézt tiu árum siðar. Höfðu þau Grjótárgerðishjón bæði átt við heilsu- brest að striða undir ævilokin. Vorið 1937 fluttu þeir bræður frá Grjótárgerði að prestssetrinu Hálsi i sömu sveit. Var Hallgrimur þá giftur ágætri konu, Rósu Stefánsdóttur frá Þórðarstöðum. Búsetan á Hálsi varð aðeins eitt ár. Aftur var flutt fram i dalinn----að Illugastöðum, góðri jörð og kirkjustað og búið i ellefu ár, eða til ársins 1949 að horfið var til Akureyrar, þar sem dvalið var siðan. Er i kaupstaðinn kom, fékk Jóhann starf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, sem hann rækti til æviloka af sömu alúð og trúmennsku og bústörfin áður. Svo trúr var hann i sinum verkahring, hver sem hann var,að þar ámáttihann ekki vita minnsta bletteða hruKKu. Við verkalok var skjöldur hans svo san- narlega fagurskyggður. Heiðarleiki Jóhanns og trúföst vinátta fékk i engu brugðizt og lengi fram eftir ævi var hann hinn vorglaði æskumaður, sem kom þeim, er áttu með honum leið i það skap að birtu brá fyrir sjónir. Seinna þyngdi yfir, þegar að fór rökkur erfiðari aðstæðna, heilsu- brestur og þverrandi starfsorka. En söm var trúfesti hans I skylduönn, samur hugur hans til vina og sam- ferðafólks, og til heimahaga, sem alltaf áttu næman streng djúpt i br- jósti hans. Jóhann var barnavinur mikill og að honum löðuðust öll börn, sem áttu með honum leið um lengri eða skemmri veg. Þá var hann einnig vinur og málsvari málleysingjanna og fór manna bezt meö allan búpening, sem hann hafði undir höndum. Sér- stakar mætur hafði Jóhann á hestum og átti oftar en hitt létta reiðhesta á þeim árum, sem búskapurinn var stundaður. Jóhann var maður söng- elskur og söngvinn. Undi hann sér jafnan vel i riki tónanna og átti orðið nokkurt safn af völdum hljómplötum, sem honum var nautn i að hlýða á, er tóm gafst frá dægurönnum. Anægju hafði hann og af bóklestri er færi gafst, og átti hið snyrtilegasta safn góðra bóka. Snyrtimennska og reglusemi voru snarir þættir i eðli hans. Hann gat ekki, fremur en bróðir hans, Hallgrimur, kastað höndum að neinu, né vitað nokkurn hlut i óreiðu. Mun þetta ættarfylgja — allrik. Jóhann Sigfússon lézt hann 5. okt. s.l. Hafði heilsa hans farið hnignandi um nokkurn tima, en þó kom kallið raunar að óvörum. Það bar að með sk- jótum hætti. Jóhann var ferðamaður góður og hafði löngum verið skjótur i heimanbúnaði og fljótur i för. Nú bar ekki útaf að lyktum. Hann beið ekki lengi byrjar yfir hafið, sem heimana skilur. Við vinir og frændlið, sem eftir stöndum á strönd timans, fram við „eilifðar útsæ”, eygjum geislarák i gegn um tóm og söknuð — minninguna um góðan dreng, sem var trúr til hinztu stundar. Fögur eru fyrirheit um laun slikum til handa. — Með hverju ári, sem liður vex lauf- fall skógarins, en á nýju vori breytist það I brum þess gróðrar, sem aldrei fölnar. — Vertu sæll, vinur og frændi. — Hönd er yfir hafið rétt, horft mun þar á sólskinsblett. Jórunn ólafsdóttir frá Sörlastöðum. 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.