Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 7
Gunnar Sæmundsson frá Borgarfelli Minir vinir fara fjöld, feigöin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kannski i kvöld með kiofinn hjálm og rofinn skjöld. Þessi orð hins fræga alþýðuskálds flugu mér i hug. er vinur minn hringdi til min og sagði mér andlát vinar mins, Gunnars á Borgarfelli. En gott er þreyttum að hvilast. Gunnar fæddist á Borgarfelli i Skaft- ártungu 23. september 1886, sonur hjónanna Sæmundar Jónssonar hrepp- stjóra og seinni konu hans Kristinar Vigfúsdóttur Bótólfssonar hreppstjóra á Flögu. Sæmundur var sonur Jóns Björnssonar bónda á Búlandi og bróðir Runólfs Jónssonar hreppstjóra i Holti á Siðu. Þau hjón eignuðust sjö börn. Var Gunnar næstyngsta barn þeirra, auk fjögurra hálfsystkina. Nú er allur þessi systkinahópur horfinn af jarð- vistarsviðinu, utan yngsta barn þeirra hjóna, Sigurbjörg, nú ekkja á Götum i Mýrdal. Er nú orðinn stór sá frænd- garður, dreifður um allt Suðurland og viðar, en stærstur er hann samt enn i Skaftafellssýslu. Gunnar ólst upp hjá foreldrum sinum á Borgarfelli, og vann ásamt systkinum sinum að búi þeirra á meðan faðir hans lifði. Þar var alltaf traustur búskapur. Sæ- mundur faðir hans var sérstaklega hygginn maður, sá sér og sinum alltaf vel borgið. Siðar, er faðir hans dó, bjuggu þau systkinin að nokkru leyti félagsbúi, það er að segja þau fjögur, sem þá voru eftir heima, fram til 1918, er Katla gaus og spúði svo miklu af sandi og ösku yfir sveitina, og þó sér- staklega yfir Norður-Tunguna, að óbyggilegt mátti telja. Vorið 1919 varð Gunnar þvi að leita sér atvinnu og fór til Reykjavikur og vann þar við vegagerð það sumar og stundaði þar ýmsa vinnu um veturinn. Aftur lá leið hans að Borgarfelli, og bvrjaði hann á sjálfstæðum búskap Sigurður Elías Guðmundsson Pétursey, Mýrdal F. 28. febrúar 1900. D. 28. janúar 1972. Það er svo bjart um æskumannsins brá og andinn flýgur gegnum rúm og tima. Þvi heilbrigð sálin hlaðin von og þrá við hugðarefni leikur sér að glima. 1 þeirri glimu þekkist mannsins dáð ef þolið dafnar, eflast þættir fleiri. 1 eldraun lifsins ætið finnast ráð, en orðstir mannsins verður stærri og meiri. Þinn orðstir vinur, ættarmótið bar, i önnum dagsins hvorki veill ná hálfur. Þin unun var að erja slægjurnar i orkuverin gekkstu jafnan sjálfur. Þá hygginn bóndi hlýtur verkalaun á heiðum dögum nýtur þess að vera. Og þótt á stundum þung sé búmanns raun er þakkarvert að hafa nóg að gera. Og kona hver, sem byrðar sinar ber við bóndans hlið á lofstir heillar þjóðar. Með kærleikshendi kulda ranninn ver, þær konur eru framtið landsins góðar. Ég samúð mina sendi heim að Ey, um sólarlöndin hafin er nú ganga. A Drottins akri dafnar gleymmérei, en dögg og svali ieikur þar um vanga. Einar J. Eyjólfsson. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.