Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Síða 9

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Síða 9
Elín Sigríður Benediktsdóttir Merki {. 20.okt. 1938. d. 18.feb. 1972. Skjótt dregur ský fyrir sólu. Andlátsfregn Sigriðar mágkonu minnar kom yfir okkur vini hennar sem reiðarslag. Að visu vissum við að hún gekk ekki heil til skógar, en að dauðinn væri á næst grösunij kom okkur ekki i hug. Elin Sigriður er fædd að Hvanná i Jökuldal. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Lilja Magnúsdóttir og Benedikt Jónsson. Þau bjuggu félags- búi móti Einari hreppstjóra bróður Benediksts og Kristjönu konu hans. Þar ólst Sigriður upp i hópi systkina og frændsystkina. Rómað var hversu góður andi rikti á þessu stóra og fjölmenna heimili, þar sem húsfreyjurnar höfðu þann félags- þroska,að aldrei brá skugga á sambúð þeirra. Aðeins tólf ára gömul missti Sigriður föður sinn. Það var henni þung sorg, þvi að með þeim feðginum hafði verið mjög kært. Móðir hennar hélt áfram i sama formi og áður með aðstoð mágs sins og barna sinna, eftir þvi sem þau komust á legg og gafst timi frá skólanámi. Ung giftist Sigriður Ola Stefánssyni bónda Merki, sömu sveit. Mikil viðbrigði hafa það verið fyrir hina ungu stúlku að flytjast frá Hvann- á , sem er i þjóðbraut, að Merki, fá- mennu og afskekktu heimili. En hún virtist ekki setja það fyrir sig, enda fékk hún fljótlega nóg að starfa er börnin komu, en þau urðu fimm áður en hún náði þritugu. Sigriöur var góðum gáfum gædd, bæði i andlegu og verklegu sviði. Það var áberandi i fari hennar, hve létt hún átti með að koma fyrir sig orði, og sagði hun meiningu sina, hver sem áti i hlut. Bréf frá Sigriöi mágkonu minni voru mér ætið kærkomin. Þau voru skrifuð með finlegri, fagurri rithönd. A fjör- legu, góðu máli.sagði hún mér ' al- mennar fréttir heiman úr minum æskustöðvum og af mannlifinu þar. Sigriður hafði vakandi áhuga á málum samfélagsins, og hefði vafa- laust komið til með að taka virkan þátt i þeinijhefði henni enzt aldur. En nú , þegar hún er öll, verður mér hugsað til bróðurbarnanna minna fimm, sem hafa mætt þvi mótlæti, sem ekkert fær að fullu bætt, móðurmissi á unga aldri. Eg vænti þess, að bróöir minn og aðrir ástvinir Sigriöarláti ekki sorgina buga sig, heldur reyni að bæta börnum hennar, að svo miklu leyti, sem hægt er, þeirra mikla missi, og huggi sig við það, að enn lifir hún meðal okkar i börnum sinum og minningum okkar, sem þekktum hana. Ég þakka henni kynnin. Ásgerður Stefánsdóttir. ELSKU Sigga min! Ég mun ekki skrifa æviminningu þina. Ég vona að einhver geri það, sem er mér færari. Aðeins langar mig til að kveðja þig með örfáum orðum nú, þegar þú hefur lagt upp, öllum að óvörum , i hina miklu langferð, sem enginn á aftur- kvæmt úr. Ég segi að óvörum, þvi að þótt allir vissu, sem til þekktu, að þú gekkst með ólæknandi sjúkdóm, sem nú dró til til dauða, þá varst þú sú manneskja, sem fáum eða engum datt i hug að mundir falla svo fljótt. Dauð- inn virtist ekki vera fjær neinni ann- arri manneskju en einmitt þér. Lífs- orkan og kjarkurinn voru svo óvenju- lega mikil, að manni fannst þú mundir geta yfirunniö allan vanda. Ég hefi þekkt þig frá fæöingu, þvi þú varst ein i niu barna hópnum, sem ólst upp hér á Hvanná. Og þótt þið væruð ekki syst- kini að skyldleika, held ég að systkina- tengslin hafi ekki verið minni en þótt svo hefði verið. Og þau tengsl vona ég að haldist enn, þótt nú sé hópurinn tvistraður á mismunandi staði og stéttir, eins og gengur, þegar fólk verður fullorðið. Og nú þegar fyrsta skarðið er höggvið i hópinn finnst mér að eitt barnanna minna hafi fallið. Það kom fljótt i ljós hjá þér sem barni, hvað kappsöm þú varst að fylgja hin- um eldri og vera ekki eftirbátur þeirra leikjumykkar. Og ekki varst þú gömul þegar þú vissir deili á búsáhöldunum, og ga*t visað á og sagt til um ýmislegt, jafnvel þeim fullorðnu. Ég man að þetta undraðist aðkomufólk, sem stundum dvaldist hér eitthvaö. Og ekki bar minna á viðbragðsflýti þinum, þegar eitthvað þurfti að senda. Alltaf var það Sigga, sem fyrst hljóp þegar kallað var. Eða kappið að ljúka við, þegar byrjað var á einhverju. Hann er til vitnis um það altarisdúkurinn i kirkjunni okkar, sem þú saumaðir fimmtán ára, og unnir þér engrar hvildar, fyrr en siðasta sporið var saumað. Og svo þegar þú, barnung, stofnaðir þitt eigið heimili var það með sama myndarskapnum og reisninni, þrátt fyrir að fljótlega ágerðist sjúk- leiki þinn. Þú varst lika heppin að eignast góðan mann, sem létti þér bú- störfin liklega mörgum eiginmönnum fremur. Og nú er það þessi góði mað- ur, sem allt hvilir á. Nú verður hann i sorg sinni að annast og hugga blessuð börnin ykkar fimm, og létta þeim móðurmissinn. Já, góða, glaða, duglega Sigga min, það er gott að eiga minningar um þig, þig, sem alltaf sindraðir af kátinu og fjöri og áhuga, hvar sem þig var að hitta. Og hugrekki og æöruleysi þótt eitthvaðbjátaði á. En eftirminnilegust og hugstæðust verður mér minningin um þig, þegar þú kvaddir mig siðast með ljómandi bros á andlitinu, þótt þú værir svo sárþjáð að þú máttir ekki mæla, og eftir rúman hálftima varst þú skilin við.Ég veit,:að erþú komst að islendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.