Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 14
Albert Sölvason F. 11. júli 1903 D. 6. nóv. 1971 Svo hefur gesturinn göngu sina þó gnauði stormar oe veður hörð. og hugur veit að til himins stefnir þó hægt sé farið um grýtta jörð. D.St. Með fáum orðum vil ég minnast drengskaparmanns, sem lokið hefur jarðvistargöngu sinni. Allir,sem þekktu Albert, munu ágreiningslaust sammála um, að hann hafi verið þeim mannkostum búinn, er bezt prýða einn mann. Ég undirritaður kynntist þessum vasklega, drengilega manni, er ég bjó á Akureyri frá 1945 til 1955. Hann vakti traust mitt og eflaust allra, en honum kynntust vog áttu við hann viöskipti. Lipurð hans og hjálpsemi var svo ein- stök. Viða kom Albert við sögu fram- kvæmda og aðkallandi nauðsynjamála varðandi heill almennings og þeirra byggðarlaga, er hann dvaldist i Starfsævin var löng, samt of stutt. Við þörfnumst slikra raanna. Ég stend i þakkarskuld við Albert Sölvason og mun lengi minnast hans. um Björns má einkum nefna bók hans, sem kom út árið 1960 og ber heitið Sterkir stofnar. Er þar safn ritgerða um horfna vini hans og kunna menn, flesta svarfdælska. Varð sú bók til vegna atbeina og örvunar vina hans, sem hvöttu hann til að halda saman og gefa út i einu lagi greinar sinar, sem birzt höfðu á við og dreif i blöðum. Þess má þó geta, að i bók þessari eru ekki allar greinar Björns. Ég sakna margra, sem ekki eru þar. Er þetta skemmtileg bók og merk, skrifuð á fögru og meitluðu máli, viða kynngi- mögnuðu. Og þótt höfundurinn hafi tekið pennann i þeim tilgangi einum að halda saman raunsönnum fróðleik um liðinn tima, þá kennir þar viða skáld- legra tilþrifa. Munu flestir lesendur una þvi vel að komast i kynni við fræðimanninn og skáldið hjá einum og sama höfundi. Bókin seldist fljótt öll, eftir þvi sem mér hefur sagt verið, og mun bvi ekki fáanleg hjá bóksölum. einkum i sambandi við byggingu skipadráttarbrautar á Glerárevrum, sem byrjað var á 1947. Ég naut holl- ráða hans, er ég var ráðinn til að sjá um alla útvegun efnis og'upphaf þess verks, sem átti gagnrýnendur, en fleiri einbeitta fylgjendur, sem sannarlega ber að minnast og þakka. Hann, járn- smiðameistarinn og vökuli hugsjóna- maðurinn, sá hina knýjandi þörf. Engindráttarbrauinothæf nánast.utan höfuðborgarinnar, en skipin ný og fjölgandi, og mjög stækkandi. Það horfði til stórvandræða, yrði ekki úr bætt til að geta hirt hin mörgu og dýru skip. Já, sannarlega var Albert bjart- sýnn hugsjónamaður. Mikil eftirsjá er slikra. En maður kemur i manns stað, og sá verður að vera góður, sem fullskipar hans rúm i samfélaginu. Ég eftirlæt öðrum að rita itarlegri eftirmæli varðandi störf hans, mörg og nytsöm. Þeim sem betur þekkja hans góðu starfsævi og til þess eru færari Trú hans og bjartsýni var mikil og sterk. Ég hef kynnzt mörgum góðum dreng, og er Albert Sölvason i fremstu röð: prúður og vasklegur meðan heilsu Mun það einróma álit dómbærra manna, að höfundurinn hafi þar vel að verki unnið, þótt hann af skiljanlegum ástæðum væri fundvisari á kosti manna en galla. Birni var eins farið og séra Matthiasi, þá er hann taldi sér skapfelldast að lýsa hverri sauðkind eins og hún væri vel fram gengin og i fullu reyfi. Að leiðarlokum vil ég þakka Birni órofa vináttu og hlýhug. Þótt hann væri fjölgáfaður maður og ritsnjall, þá var þó enn meira virði, hve hann var gagnmerkur mannkostamaður og tryggur, vinum sinum. Var hann, sem að likum lætur, vinmargur. Mun þvi engum koma óvart sú skoðun min og fullvissa, að hans hafi beðið margir ,,vinir i varpa” þegar hann yfirgaf þennan heim og lagði leið sina yfir á annað tilverusvið. 14/2 1972 Kolbeinn Kristinsson. og hreysti naut. Sifellt drengilegur, sviphreinn og traustvekjandi. Honum þakka ég samfylgd spottakorn ævinn- ar, minnugur þakkarskuldar, sem ég stend i, og löngu er gjaldfallin, en aldrei krafin. Megi Island ævinlega harma hans lika, en jafnframt hlotnast aðrir eins. Ég samhryggist eftirlifandi ástvin- um. Til moldar oss vigði hið mikla vald, hvert mannslif sem jörðin elur. Sem hafsjór er ris með fald við fald þau falla, en guð þau telur. Og heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem himnanna dýrð oss felur. E. Ben. Gisli Kristjánsson frá Mjóafirði 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.