Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Qupperneq 15

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Qupperneq 15
Jóhannes Arnljóts Sigurðsson Fæddur lO.des. 1931. Dáinn 17.des. 1971. Þau atvik geta komið fyrir i lifinu, að við stöndum ráðþrota harmi slegin, og spyrjum: Af hverju þarf þetta að gerast? Hver er tilgangurinn?” Svör fást engin, því að vegir Guðs eru og verða órannsakanlegir. Jóhannes Arn- ljóts Sigurðsson bóndi að Hafnarnesi, Hornafirði, lézt þann 17.desember s.l. rétt fertugur að aldri. Viku áöur þann lO.desember, hafði hann haldið hátið- legt afmæli sitt og virtist þá heilbrigð- ur og hress með fjölskyldu sinni og góðum vinum á heimili sinu, og var ekki vitað að hann kenndi sér nokkurs meins, en Jóhannes var einn þeirra manna, sem leggja meiri áherzlu á að létta öðrum byrðarnar, ef þeir finna að erfiðleikar steðja að, heldur en að hugsa um sjálfan sig, og þótt hann væri hverjum manni alúðlegri og vildi öllum gott gera, þá flikaði hann ekki eigin tilfinningum, og hefði sizt af öllu velt eigin áhyggjum yfir -á annarra herðar. Jóhannes var fæddur á Kambfelli i Eyjafirði, lO.desember 1931, sonur hjónanna Jóhönnu Jóhannesdóttur og Sigurðar Arnljótssonar, og var hann fjórði i röðinni af tiu börnum þeirra hjóna. Foreldrar hans fluttu búferlum úr Eyjafirði til Skagafjarðar og ólst Jóhannes þar upp hjá þeim til tiu ara aldurs, en þá gerðist sá hörmulegi at- burður, að móðir hans dó, aðeins 38 ára að aldri, og þarf ekki að lýsa, hvert áfall það var fyrir eftirlifandi eigin- mann og börnin tiu. Næstu árin var Jóhannes i skjóli ömmu sinnar, Þrúðar Guðmunds- dóttur, sem var hin mætasta kona, bráðgreind og dugleg, enda trúlegt, að sú lifsskoðun, sem Jóhannes kynntist hjá henni á þroskaárum hans, hafi reynzt honum gott veganesti á lifsleið- inni, enda mat hann ömmu sina mikils, og af verðleikum. Ungur að árum fór Jóhannes að vinna hin ýmsu störf, fyrst i Skaga- firöi, og siðan næstu árin á suðurlandi. Var hann hvarvetna vinsæll, og virtur fyrirdugnað og drengilega framkomu. Siðan liggur leið hans austur til Horna- fjarðar, og urðu það mikil gæfuspor, þvi að þar kynntist hann eigin konu sinni, hinni ágætustu stúlku, Eddu, dóttur hjónánna Margrétar Aðalsteinsdóttur og Jóns Ófeigssonar i Hafnarnesi. Ungu hjónin hófu búskap i Hafnar- Guðríður Þórarinsdóttir frá Drumboddsstöðum Villur slæddust inn i minningarljóð um Guðriði Þórarinsdóttur frá Drumb- oddsstööum og birtum við ljóðiö þvi aftur. Mig langar, kæra frænka að þakka þér, þá vináttu, er auðsýndirðu mér. Þinn máttur var þín fölskvalausa tryggð og þráin að mega grátinn huga sefa. Hver unni heitar sinni heimabyggð?- Hér er sú byggð barnsauga þitt leit, sú byggð er aldrel vonum þínum brást. Þú hefur lokið langri gönguferð, lúnum er hvíldin kær og mikilsverð. Hinztu hvílu býr þér byggðin kær, Hver reyndi meira öðrum gleði að gefa? Það er svo gott að fá að fara heim. og finna aftur glaðra daga’hréim. Mega um eilífð una í þeirri sveit. sem ungri gaf þér anda sinn og ást. að briósti vefur þreytta barnið sitt. Og móðir jörð. þó hylji hvítur snær, hlýju vermir legurúmið þitt. Við kveðjum þig, hver kveðiustund er sár, kannski falla áf hvörmum okkar tár. Þá er svo gott að fá að fara heim, fyrir þann, sem líður sára raun. Og sveitin kæra höndum tekur tveim tryggum vini, það eru sigurlaun. Gamall sveitungi, Gróa Jóliannsdóttir, Galtarholti, Mýr. 15 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.