Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Page 16

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Page 16
r Olafur Þorvaldsson fyrrum þingvörður Mer er það enn minnisstætt. er ég heyrði Ölaf Þorvaldsson fyrst, þó nú séu um 25 ár siðan og ég þá dreng- hnokki. Ég hlýddi á hann lesa i útvarp frásögn af heimsóknum Færeyinga i Herdisarvik, er þeir komu til að sækja snjótilaðfrysta beitu. Erindið nefndist „Gestir af hafi” og það, sem gerði mér það minnistætt, var hinn áheyrílegi flutningur Ólafs og skemmtileg fram- sögn, sem honum var svo lagin, ekki sizt er hann flutti minningaþætti frá liðinni tið. Siðar hlustaði ég oft á Ölaf i útvarpi og alltaf var jafnánægjulegt að hlýða á mál hans. Ég hugsaði með mér, að gaman mundi að kynnast þessum manni. Ólafi kynntist ég svo ekki fyrr en löngu siðar, er hann var orðinn gamall maður og starfsævinni að veröa lokið. bað var um það bil er Þjóðminja- safninu var falin Krýsuvikurkirkja til varðveizlu, að ég var sendur til hans til aö fá vitneskju um smiði kirkjunnar og sögu hennar. Ekki var komið að tómum kofunum hjá ólafi. Hann kunni gerla skil á öllu þvi, sem ég þurfti að nesi á móti foreldrum hennar og bjuggu þar rausnarbúi. Þau reistu þar stórmyndarlegar byggingar og bættu jörðina og var þar sem annarsstaðar viðbrugöið dugnaði og ósérhlifni Jó- hannesar. Þessi ár urðu hamingjutimi i Iifi hans. Hjónabandið var farsælt. Þau eignuðust fimm börn, þrjá drengi og tvær stúlkur, sem öll eru hin efni- legustu. F'jölskyldan var samhent og heimilisbragurinn til fyrirmyndar, einkenndist af ást og gagnkvæmri virðingu. Lifið virtist brosa við þeim. Börnin að vaxa upp, elzti drengurinn fermdist á siöasta vori, framtiöin átti aö geta fært fjölskyldunni svo ótal margt ánægjulegt. Friður og hamingja rikti á heimilinu — en þá kom reiðarslagið: Heimilisfaðirinn burtkailaður svo skyndilega og fyrir- varalaust. Það er vonlaust að lýsa þvi, hver missir lát hans er fyrir börn hans og eftirlifandi eiginkonu, en það er huggun þeirra i sorginni að geta vita, jafnt þvi sem gerðist löngu fyrir hans daga og þvi, sem gerðist i ung- dæmi hans. Þá kynntist ég fyrst, hvi- likur fróðleikssjór hann var um fólk og atburði liðins tima i Selvogi og sveitunum á sunnanverðu Reykjanesi, og þó ekki sizt i Hafnarfirði og grennd, þar sem Ólafur var fæddur og upp- alinn. Ólafur Þorvaldsson fæddist að Ási við Hafnarfjörð 6. október 1884 og var þvi á 88. aldursári er hann lézt. For- eldrar hans voru Þorvaldur Olafsson bóndi þar og kona hans Anna Katrin Arnadóttir. Ólafur ólst upp i Asi en snemma fór hann að stunda verzl- unarstörf, bæði i Grindavik, Hafnar- firði og Reykjavik. Siðar tók við bú- skapur á ýmsum stöðum, Stakkhamri I Staðarsveit á Snæfellsnesi, Hvaleyri viö Hafnarfjörð og siðast i Herdisar- vik, þar sem hann bjó á árabilinu frá um 1920-1930. 1942 varð Ólafur þingvörður við Alþingi og þvi starfi hélt hann þar til fyrir nokkrum árum. Þá tók honum að gefast næði til ritstarfa og ritaöi hann marga minningaþætti um lif fólks og minnzt hans sem göfugs mánns, ást- riks föður og eiginmanns. Siðasti dagurinn i/ lifi Jóhannesar lýsir honum ef til vill bezt. Hann var við vinnu sina, nokkuð frá heimili sinu, þegar hann kenndi lasleika. Hann kvartaði ekki, né leitaði aðstoðar nokkurs, heldur tók hann bilinn sinn og ók áleiðis heim. Hann gekk siðasta spölinn upp að húsi sinu, en hneig niður rétt aður en hann náði heim. Hann, sem ætið vildi hjálpa öðrum fannst það ohugsandi að baka öðrum óþægindi sin vegna. Þessi fátæklegu kveðjuorð verða ekki fleiri. Eftirlifandi eginkonu, börnum þeirra, föðui hans, tengda- foreldrum og öðrum vinum votta ég innilegustu samúð. Sorg okkar ættingja og vina Jóhannesar er mikil og missirinn óbætanlegur. En minning hans lifir, minningin um traustan og góðan dreng, og ætið er ég heyri góðs manns getið, mun ég minnast þin bróðir. Ari Arnijóts Sigurðsson. lifnaðarhætti, einkum á svæðinu frá Hafnarfirði til Selvogs við lok 19. og upphaf 20. aldar. Allt þetta gjörþekkti Ólafur af eigin reynd. Suma þessa þætti- flutti hann siðan sem útvarps- erindi og var það siðan prentað i bók- um hans Harðsporum og Áður en fifan fýkur, en sumt liggur óprentað. Einnig samdi hann bókina Hreindýr á tslandi, þarsem hann rakti sögu hreindýranna frá þvi þau voru fyrst flutt hingað til lands. Kona Ólafs var Sigrún Eiriksdóttir frá Fossnesi i Gnúpverjahreppi og áttu þau eina dóttur barna, önnu, sem gift er Marinó Guðmundssyni. Bjó Ólafur hjá þeim hin siðari ár að Asvallagötu 6. Son átti Ólafur einnig, Svein bruna- vörð, kvæntan Astu J. Sigurðardóttur. Siðari árin bagaði Ólaf kölkun i fæti og átti hann þá erfitt um útivist, en hélt sig mest i herbergi sinu þar sem hann eyddi deginum oft við skriftir. Það var dægradvöl hans. Heimsótti ég hann þar stundum, en þvi miður alltof sjaldan. 1 hvert skipti fór ég þaðan miklum mun fróðari og rikari að vit- neskju. V.ar sama, hvað rætt var um sem viðkom fólki og sögu héraðanna, þar sem Ólafur hafði dvalizt. Minnið var frábært og frásagnargáfan sérstök og hann hafði yndi af að segja frá ýmsu "þv’i, sem hann hafði upplifað eða þekkti af frásögnum sér eldra fólks. Sama var, hvort talið barst að ibúum Hafnarfjarðar á uppvaxtarárum 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.