Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Side 19

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Side 19
Bj arni H. Jónsson frá Þúfu sjálfur heildverzlun og átti vinsældum að fagna. Hann var ötull maður og vann allt sjálfur. Sölumannshæfileika hafði hann mikla, var glöggskyggn a vörur, hvað seljanlegt væri og hvað ekki, talaði fjörlega við viðskiptavini og stóð vel i skilum. Hann lét sér nægja eigin afsköst enda mikilvirkur, og dugðu þau til að sjá farborða góðu og tildurslausu heimili. Hinn 21. febr. 1948 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Margréti Sigurðardóttur frá Enni við Blönduós. Saman stóðu þau i sæld og þraut unz dauðinn skildi. Fagurt var heimili þeirra, og þau höfðingjar heim að sækja. Þar áttum vér ógleymanlegar stundir. Eftir að heilsa eiginmannsins bilaði, var konan einnig hans önnur hönd við atvinnu- reksturinn. Þau eignuðust tvo syni: Sigurð læknanema, og er hann kvæn- tur Ólöfu Jónsdóttur. Þau eiga dóttur, sem Margrét heitir. Yngri sonurinn er Gunnar Helgi nemi i 6. bekk Verzlunarskólans. Þakklátur var Hálfdán fyrir heimilishamingju sina og barnalán. Hálfdán var félagslyndur maður og sér i lagi mikið fyrir söng og aðra tón- list. Sjálfur var hann raddmaður mikill og fljótur að læra lög. Heima á Stokkseyri hafði hann ungur lært á harmónium. Seinna meir eignaðist hann pianó, og var það eftirlætisgripur hans á heimiiinu Og slikt var næmi hans, að stundum þegar hann heyrði nýtt lag i útvarpi og byrjunin hreif hann, settist hann við hljóðfarið og lék með jafnótt og hann heyrði það. Ef hann hefði helgað sig tónlist, mundi hann að öllum likindum hafa komizt langt á þeirri braut. 1 Karlakór Reyk- javikur söng hann i mörg ár og fór rheð honum ferðir til útlanda, 1935 til Norðurlanda og 1937 til Þýzkalands og Austurrikis. Seinna var hann i Tón- listarfélagskórnum og i för hans til Kaupmannahafnar og viðar 1948. Um 30 ára skeið söng Hálfdán i kór Frikirkjunnar i Rvik og var formaður hans langa lengi. Ekki mun það of- mæit, þó að sagt sé, að söngur hafi verið yndi hans og eftirlæti og rauður þráður i lifi hans. Ætla má, að fólk syngi naumsat til langframa i kirkju kór, án þess að það sé gert talsvert af innri hvöt. Að visu hefur i seinni tið verið greidd þóknun fyrir það, en varla svo mikil, að hún geti verið aðal hvatinn til þess, og áreiðanlega ekki, hvað Hálfdán snerti. Staðreynd er, að hann lét ýmislegt og arðbærara tiðum, sitja á hakanum til að geta sungið i þjónustu kirkju sinnar við hjóna- vigslur og aðrar athafnir. 1 einni sögu Krists er getið um menn, sem ekkert skeyttu um brúðkaup, sem Fæddur 19. nóvember 1908. Dáinn 19. febrúar 1972. Það hefur verið glaðasólskin og breiskjuþurrkur allan morguninn. Fullorðna fólkið, sem fór á fætur fyrir allar aldir, fær sér blund eftir hádegis- matinn, en það er þá enn föst venja um sláttinn. A meðan það nýtur þeirrar hvildarstundar, hittast fjórir drengir við lygnan lækjarhyl á milli bæjanna til að sigla þar litilli skútu, og um stund verður hylurinn að björtu úthafi, sem skilur lönd og álfur. Það var þessi mynd, sem fyrst kom þeim var boðið i. „Fór einn á akur sinn og annar til kaupskapar sins”, stendur þar. Slik gróðahyggja eða vinnukergja varekki i Hálfdáni. Vér, sem þekktum ánægju hans af söng og mannfagnaði, getum ekki imyndað oss, að þess- háttar hefði getað komið fyrir hann þótt kaupsýzla væri hans atvinna og hann stundaði hana af dugnaði. Til þess að syngja lengi og af hjarta i kirk- ju, þarf áreiðanlega vilja til að syngja sjálfum Drottni lof. Það verður að syngja eftir efni. Og þetta er efnið, sem þar er flutt, hvert heldur i tali eða tónum. ,,Eg vil lofa Urottin meoan lifi, — lofsyngja Guði minum meðan ég er til”. Þannig kvað söngvarinn og sálmaskáldið forna og mesta i Bibliunni. Undir þetta ætlum vér, að Hálfdán hafi getað tekið. Og þvi naut hann bess hin mörgu ár að láta rödd sina hljóma af palli Frikirkjunnar. Vér minnumst lika með þakklæti hinna mörgu glaðværu sumarferða kórsins undir stjórn Hálfdáns. Þar lék hann á als oddi og tók lagið úti i guðs- grænni náttúrunni svo kvað við i bláfjallageimnum. Og þegar hann tók til máls við matborð i þessum ferðum, eins og lika i vetrarfagnaði kórsins eða i afmælum söngsystra og bræðra, þá var hann ekki með neina mærð, heldur var ræða hans skorinorð og smellin og hæfilega löng. Hann var maður hispurslaus og hreinlyndur, stórbrotinn i skapi og sagði sina meiningu við hvern, sem var, en einnig sáttfús og mildur. 1 rauninni mátti hann ekkert aumt sjá og vildi fram i huga mér, þegar ég frétti að leikbróðir minn i æsku Bjarni Jónsson frá Þúfu i Kjós væri látinn. Það var að- eins naumur kallspölur á milli bæj- anna, þar sem við báðir fæddumst og slitum barnsskónum. Við systkinin vorum þrjú. Þúfusystkinin niu. Ég átti að heita aldursforsetinn i þeim hópi, sem annars var svo samrýndur, að aldursmunur gætti ekki, hvorki að leiki né annað. Þótt ótrúlegt kunni að virðast kom aldrei til sundurþykkis milli þessara tveggja nágranna- heimila, hvorki þeirra fullorðnu né ok- ar leiksystkinanna. Það er þvi bjart öllum gott eitt, þótt öðruvisi færust honum orð á stundum um hlutina, menn og málefni, þegar honum sa'r- naði. Hann átti auðvelt með að blanda geði við fólk og fann löngum sér og öðrum eitthvað til ánægju og af- þreyingar hvar sem hann var staddur. Fyrir þvi munu og margir, sem með honum voru á sjúkrahúsi eða hressingarhæli, og enn eru ofar moldu minnast hans með hlýjum hug og eftir- sjá. Oss öllum, sem með honum störfuðu og nutum vináttu hans, verður hann alla tið eftirminnilegur og kær. Vænn maður og glaður félagi er með honum genginn. Vér vottum ástvinum hans eidri og yngri samúð vora. Vér kveðjum hann með niðurlags- orðum úr afmælisljóði, er söngbróðir hans einn orti til hans, þegar hann var fimmtugur: „Hjá söngva þjóð ei fyrnast vinafundir, sú fegurð á sinn heim með dægrin löng. Við hyllum þig og þökkum liðnar stundir, og þú skalt lifa — lifa i gleöi og söng.” Vér viljum trúa þvi! að i söngkór- num mikla og hvitklædda hafi Hálf- dáni Helgasyni verið búinn staður. Vertu sæll söngbróðir og vinur. Blessuð sé minning þin. íslendingaþættir f 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.