Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Qupperneq 23

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Qupperneq 23
fræðaskólann i Keflavik, er skólinn fékk samastað i gamla barnaskóla- húsinu við Skólaveg. Þega svo gagn- fræðaskólinn, að tiu árum liðnum, fluttist i nýtt, eigið húsnæði við Sunnu- braut — og gamla skólahúsið lagt und- ir barnaskólastigið — varð Pétur þar áfram húsvörður og umsjonarmaður. A þeim hartnær tiu árum, sem siöan eru liðin, höfum við Pétur verið þar mjög nánir samstarfsmenn. Reyndar hafði ég þekkt hann og hans ágætu fjölskyldu frá þvi þau fluttust hingað i næsta nágrenni við mig, en kynnin urðu þó meiri og nánari, þegar starfs- svið beggja færðist undir sama þak, enda lærði ég þá fljótt að meta árvekni hans og skyldurækni i störfum. Viðhald skólans, útlit og snyrting, er Pétri mikið kappsmál að hafa i góöu lagi enda hygg ég, að óviða sé skóla- byggingum, húsmunum þeirra og tæk- jum, betur i horfi haldið. Að eðlisfari er Pétur skemtinn mað- ur og gamansamur. Er hann þvi eink- Framhald af bls. 24. Blöndalshjóna, frú Sigrúnar og Benedikts Blöndal. Arið 1924 hverfa þau frá Eiðaskóla, þar sem bæði höfðu verið kennarar um skeið og settust að i Mjóanesi til búskapar og skólahalds. Stóð svo til 1930 að frú Sigrún gerðist forstöðukona Kvennaskólans á Hall- ormsstað. Vitanlega varð þetta fólk að rýma fyrir eigendunum. bá kaupir það aðra vildisjörðina i Vallahreppi, Höfða á Austur-Völlum og þar verður framtiðarheimilið. Það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér, en söknuð- ur var okkur Norður-Vallabúum að þessu ágæta fólki, þó aðeins væri um innansveitartilfærslu að ræða. Vorið 1911 mun fyrst hafa verið barnapróf (vorpróf) i Vallahreppi samkvæmt fræðslulögunum frá 1907, þannig voru stundum ýmis nýmæli lengi á leiðinni út i byggðir landsins, þar hafði farkennsla ekki komizt á, en hver og einn séð um fræðslu barna sinna, eins og áður hafði viðgengizt og vorpróf ekki farið fram fyrr. Einar, sem verið hafði farkennari i Skriðdal frá 1909 var skipaður til þess að prófa börnin i Vallahreppi og séra Magnús i Vallanesi prófdómari, en Guttormur Pálsson á Hallormsstaö i Skriðdal. Nú er Einar orðinn Vallamaöur og gerist þar farkennari. Eftir ken- naratalinu er hann það með litlum frá- vikum um hálfan þriðja áratug með veru sinni i Skriðdal. ar vinsæll meöal kennara skólans og barnanna, sem þar stunda sitt nám. Hann er að jafnaði glaður og ræðinn, tillagnagóður og með afbrigðum hjálpsamur, úrræðagóður og greiðvik- inn, sé til hans leitað, enda hinn mesti höfðingi heim að sækja. Pétur er framsóknarmaður fram i fingurgóma, vill standa vörð um virðing bænda og hagsmuni. Sé á þeirra hlut hallað i hans áheyrn, getur hann orðið býsna harður i horn að taka. Ég lýk nú þessu afmælisspjalli með innilegu þakklæti til Péturs fyrir trúa og dygga þjónustu við skólann okkar og ágætt samstarf frá liðnum árum. Við hjónin samfögnum honum og fjöl- skyldu hans á þessum merku tima- mótum og sendum honum okkar beztu hamingjuóskir. Megi fullorðins árin, eins og sjálfur ævidagurinn, verða Pétri ljúf, litrik og gæfusöm. Hallgrimur Th. Björnsson. En þar með er ekki öll sagan sögð, þvi álika lengi eða lengur, segir hann til börnum, ýmist heima á Höfða eða á einstökum heimilum. Ég hefi hans eigin orð fyrir þvi, að fulla hálfa öld hafi hann á einn eða annan hátt fengizt við barnakennslu og hann fullyrðir, að hann hafði ekki elzt eins vel og raun er á, nema fyrir hin löngu og góöu sam- skipti sin við börn og unglinga. Það liggur i augum uppi, að við svona starf fæst enginn þetta lengi, nema sá, sem hefur sérstakan áhuga og hæfni i fræðslustarfi, takmarkalausa fórnfýsi og jákvæðan þrýsting frá umhverfinu. ,,Þvi misjafn sauður er i mörgu fé”. Einar hefur sjálfsagt sem aðrir kenn- arar haft mesta ánægju af að kenna vel gerðum börnum, en hann hafði lika i rikum mæli mikla lagni við þau erfið- ari, svo um hann mátti með réttu segja ,,að öllum kom hann til nokkurs þroska”. Ég heyrði marga samtima- menn Einars, sem vit höfðu á þessum málum ljúka lofsorði á kennslu hans. Sjálfur var ég svo lánsamur að njóta hennar hluta úr vetri og á frá þeim tima ljúfar mínningar þakklætis og virðingar. Ég ætla ekki að fara að lýsa kennsluaðferð Einars, þar hefur sjálf- sagt hver sinn hátt á, en ég held aö þaö hafi verið skoðun hans og sannfæring, að dagsverkiö yrði öllum léttara, ef reynt væri að byrja daginn I góðu skapi.Þessvegna lét hann annaðhvort „taka lagið”, eða hann las léttan sögu- kafla um leið og kennsla byrjaði á morgnana, en Einar var sérlega söngvinn, eins og þessi systkini öll, og átti þvi létt með að leiða söng og leið- beina þar um. Einar var alúðlegur og skemmtileg- ur við nemendur sina, en öruggur i framkomu, svo engum datt i hug að sýna honum mótþróa. Einar tók á yngri árum mikinn þátt i ungmennafélagshreyfingunni og öðr- um félagsskap. Flutti oft á skemmti- samkomum stutt en bráðsnjöll erindi, sem vöktu athygli og umhugsun. Man ég heiti og efni sumra þeirra enn i dag, og fyrir kom, að hann færði hugsanir sinar i ljóðrænan búning, sem einnig fór vel á. Hann átti sæti i skólanefnd og skattanefnd i Vallahreppi um áratugi og hjá Kaupfélagi Héraðsbúa vann hann ýmis störf um fjölda ára á ým- sum timum, svo sem slátursölu að hausti, vörutalningu, kjötvigtun i sláturhúsi o.fl. Einar var listaskrifari og frágangur hans á öllum pappirum, jafnt fjárinnleggsnótum sem öðru, áferðarfallegur og vandvirknislegur, enda hefur núverandi kaupfélagsstjóri veitt þessum aldna heiðursmanni eftirtekt og fært honum skrautritað þakkarávarp frá félaginu fyrir sérlega vel unnin störf. A vegum sveitarfélaganna á Fljóts- dalshéraði er starfandi sjóður, sem vinnur að þvi að koma upp elliheimili i Egilsstaðakauptúni fyrir Héraðið. Einstaklingar og félagsheildir hafa sýnt þessu máli skilning á ýmsan hátt, þar á meðal Einar Jónsson með myndarlegri peningagjöf. Það á kannski við svona i lokin, að geta þess, að Einar hefur verið sterkur framsóknar- og samvinnumaður frá þvi að sá flokkur mótaði stefnu sina. Ég hafði i haust hugsað mér, að senda Einari á Höfða smá afmælis- kveðju, en ýmsar samverkandi orsak- ir urðu þess valdandi, að það dróst á langinn, svo að þetta getur tæpast bor- ið það heiti. En þar sem ég hefi ekki orðið var við nein ávarpsorð til Einars i tilefni þessara timamóta, né áður, læt ég þetta fara þó seint sé. Þvi Einar er tvimælalaust einn af þessum vösku aldamótamönnum, sem gengið hefur með opinn huga gegn um hinar miklu þjóðlifsbreytingar 20. aldarinnar og innt af hendi vandasöm störf af hæfni og trúmennsku Fyrir það á hann þakkir samtiðar sinnar. Ég lýk svo þessum linum með þeirri ósk, að árið 1972 verði Einari og þeim öilum á Höfða gott og farsælt. Friðrik Jónsson. (Skrifað um áramót 1971-1972). Einar Jónsson islendingaþættir 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.