Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Page 24

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Page 24
85 ára: Einar Jónsson fyrrverandi kennari á Höfða á Völlum Það er kunnara en frá þurfi að segja, enda almennt viðurkennt, að i hinni islenzku kennarastétt hefur allt fram á þessa siðustu tima, verið margt af mjög vel gerðu fólki, bæði konur og karlar, sem stundað hafa kennslustörf um fjölda ára með hinum bezta árangri, án þess að hafa haft að leiðar- ljósi nema að litlu leyti hina eiginlegu kennaramenntun. Er ég þó ekki hér með að gera litið úr þeirri fræðslu, sem Kennaraskóli tslands hefur haft upp á að bjóða, þvi það er mála sannast, að hann hefur frá upphafi verið sérlega heppinn með forstöðu- og kennslukrafta. En á fyrstu áratugum þessarar aldar var skóla- kerfið fábrotnara en nú er orðið, og námsbrautir þar af leiðandi takmark- aðri, en æskan hins vegar sjálfri sér lik, nokkuð óráðin fram eftir árum og fjárhagsgeta margra af skornum skammti, að breytá til eða bæta við, þó viljað hefði eftir að á stað var farið. Einn öndvegismanna i þessum flokki kennarastéttarinnar er Einar Jónsson núverandi bóndi á Höfða á Völlum, sem átti 85 ára afmæli 13. nóvember s.l. Einar fæddist á Hallbjarnarstöðum i Skriðdal 13. nóv. árið 1886. Foreldrar hans voru hjónin Jón bóndi Jónsson, Runólfssonar bónda á Hellu i Borgar- hafnarhreppi i Austur-Skaftafellssýslu og kona hans Vilborg Jónsdóttir bónda á Hallbjarnarstöðum, Jónssonar, Stefánssonar bónda á Litla-Sandfelli i Skriðdal. Börn þeirra Hallbjarnarstaðahjóna, sem til aldurs komust voru 11 að tölu, bræður sjö og systur fjórar. Skuiu þau aðeins nefnd hér, þó aldursröð sé eigi að öllu fylgt. Jón var elztur. Hann varð seinni maður Ingibjargar Bjarnadóttur á Vaði og bjó þar um langa ævi. Bjarni varð búfræðingur frá Eiðum. Atti fyrir konu Margréti Þorsteinsdóttur, ættaða af Ot-Héraði. (Nánasta ættfólk hennar mun hafa farið til Ameriku). Þau bjuggu á ýmsum stöðum á Héraði og Reyðarfirði og áttu margt barna, með- al þeirra er Aðalsteinn, nú annar aðal bóndinn á Höfða. Hann ólst upp hjá frændfólki sinu þar og hefur verið stoð þess og stytta nú i lengri tíð. Hall- dór fór ungur ofan í Reyðarfjörð og átti þar heima æ siðan og lengst af kenndur við Kollaleiru. Sigurborg gift- ist Jóni Sigurðssyni járnsmiða- meistara i Reykjavik. Þau áttu myndarlegt heimili á Laugavegi 54 og voru orðlögð fyrir gestrisni og greiða- semi við frænd- og vinafólk sitt. Björg lærði ljósmóðurfræði og varð heppnin og vel metin ljósmóðir. Þjónaöi ýms- um umdæmum, svo sem Skriðdal, Fljótsdal, Völlum og Reyðarfirði. Hin systkinin: Eyjólfur, Benedikt, Jónas, Einar, Hólmfriður og Aðalheið- ur áttu alla tið heimili saman og festu ekki ráð sitt, svo sem kallað er. Af þessum stóra hópi eru nú aðeins tvö þau vngstu á lifi, Einar, sem þessar linur eru tileinkaðar og Aðalheiður. Af sögnum og gömlum bókum má ráða. að afkoma þeirra Hallbjarnar- staðahjóna hafi verið undra góð, með sinn stóra barnahóp. og má það þykja með ólikindum á þessari miklu styrkja öld, en dugnaður. bjartsýni og ráðdeild mun þeim hafa verið i blóð borin og engin Ameriku-ævintýri ærðu þau til upplausnar. Þann 26. júli 1904 lézt Vilborg á Hallbjarnarstöðum. Þá eru systkinin öll fulltiða fólk, mannskapsmikil og vel gefin, hvert á sinn hátt. Eyjólfur. sem var elztur bræðranna, sem heima voru, gerðist þá fljótlega einskonar forstjóri heimilisins, að minnsta kosti út á við og hélt þvi alla ævi, en annars var samkomulag og samstarf þess- ara systkina alla tið hið ánægjuleg- asta. Það var ekki óalgengt á þessum ár- um, að i stórum systkinahópi færu eitt eða fleiri til skólanáms og þá gjarnan af yngri endanum, þar sem samhjálp foreldra og eldri barna gat þá komið til. Hér hafði Bjarni, sem þó var af eldir systkinunum, orðið búfræðingur frá Eiðum eins og áður greinir, Jónas lærði vefnað og stundaði það nokkuð, Hólmfriður fór á saumanámskeið i Reykjavik, Aðalheiður á matreiðslu- námskeið i Kvennaskólann i Reykja- vik og haustið 1906 fer Einar i gagn- fræðaskólannn Flensborg i Hafnarfirði og lýkur þar námi eftir tvo vetur vorið 1908. Einar gerðist strax heimiliskennari i Skriðdal, veturinn 1908-9 og farkennari frá 1909-11 og fær strax orð á sig fyrir lagni og samvizkusemi i starfi. Siðar árið 1914, situr hann kennaranámskeið I Reykjavik. Vorið 1911 verður búsetubreyting hjá þessu fólki. Það flyzt frá Hall- bjarnarstöðum i Skriðdal að Mjóanesi i Skógum. Á Hallbjarnarstöðum hafði þvi farnazt vel frá þvi fyrsta, en fátt er svo gott, að eigi geti hugsazt annað betra. Mjóanes var i tölu góðbýla, einkum fyrir hina rómuðu veðursæld i Skógum og fagra umhverfi, enda yfir nafninu óbein reisn allt aftan úr öld- um. 1 Mjóanesi var mikill búskapur á þessum árum, systkinin öll á bezta aldri, félagslega sinnuð og féllu vel inn i umhverfið. Heimilið orðlagt fyrir gestrisni og myndarskap. Mátti með fullum rétti segja, ,,að þar væri skáli um þjóðarbraut þvera", þvi fjölfarin leið lá þar um hlaðið. Er þar vel að minnast stórra hópa riöandi fólks úr fjörðum niðri á hinar vinsælu sumar- samkomur i Hallormsstaðaskógi og var eins og sjálfsagður hlutur, að allir gengju i bæinn. sumpart til hressingar eða næturdvalar. Þar var lika i þeirri tið einna helzti samkomustaður unga fólksins á Norður-Völlum fyrir boðs- böllin góðu, sem oft voru fjölmenn og ánægjuleg. Mjóanes var eignarjörð þeirra Framhald á bls. 23. islendingaþættir 24

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.