Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞOTTIR 8. TBL. — 5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 11. MAI — NR. 74. TIMANS Hólmjárn er allur. Hann fæddist 1. febrúar 1891 að Bjarnastöðum i Kol- beinsdal í Hólahreppi og lézt 5. april 1972 i Reykjavik. Hólmjárn var sonur hjónanna Jósefs Jóns Björnssonar hins landskunna hæfileikamanns, sem mestan hluta sinnar löngu starfsævi var kennari og skólastjóri við bænda- skólann að Hólum i Hjaltadal, og mið- konu hans Hólmfriðar Björnsdóttur frá Asgeirsbrekku i Vikursveit. Hólmjárn ólst upp i föðurgarði, fyrstu 5áriná Bjarnastöðum, en eftir það á Hólum. Móður sina missti hann, þegar hann var þriggja ára, en faðir hans kvæntist fjórum árum sfðar móður- systurhans, Hildi. Hólmjárnlauk bú- fræðiprófi frá Hólaskóla 1909, stundaði verklegt búfræðinám i Danmörkuog bóklegt nám i búnaðar- skólanum i Tune 1910-1912, hóf þá nám i landbúnaðarháskólanum i KÍaupmannahöfn og brautskráðist þaðan, sem búfræðikandidat 1914. Hann réðst þá sem kennari að Hóla- skóla, en eftir tveggja ára kennslu- störf hóf hann framhaldsnám i land- búnaðarefnafræði við landbúnaðar- háskólann i Kaupmannahöfn og lauk prófi i þeirri sérgrein 1919. Eftir það starfaði hann i Danmörku i sinni sér- fræðigrein þar til 1927, siðustu sjö árin, sem forstjóri fyrir Jordbrugsla- boratoriet i Kaupmannahöfn. Hólmjárn fluttist til Islands eftir 1928 og settist að i Reykjavik. Þá um skeið lagði hann gjörva hönd á margt bæði á sviði iðnaðar og félagsmála. Hann var meðal stofnenda Olgerðar- innar Þór h.f. 1928 og Smjörlikis- og efnageröarinnar Svanur h.f. 1930 og var forstjóri þess fyrirtækis frá 1930- *38. Hólmjárn var á þessum árum drlffjöörin i stofnun ýmissa félaga til eflingar framfaramála. Hann var einn af stofnendum Skógræktarfélags Islands 1930 og átti sæti i stjórn þess um aldafjórðungsskeið. Hann vann að stofnun Félags Islenzkra iðnrekenda dýraræktarfélags Islands 1936ogvar formaður þess til 1943. Hólmjárn var rikisráðunautur i Loðdýrarækt frá ogvareinnaf 13 stofnendum þess 1933 og átti sæti i stjórn þess fyrstu 5 árin. Þá var hann einn af stofnendum Loð- Hólmjárn J. Hólmjárn

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.