Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 8
Þórdís Jónsdóttir Snædals og Stefaniu Karlsdóttur af Stöðvarfirði. Jökuldalur var á þessum árum, i huga margra ungra manna hér austur á Héraði, eins konar ævintýraheimur, sem þá fýsti að kanna, átti þetta ekki hvað sizt við um Efra-Dal, þar þótti allt stórt i sniðum, bæði búendur og búskapur. Benedikt festi þó ekki rætur á Jökul- dal. Hugurinn leitaði austur á æsku- stöðvarnar, en þangað sótti hann konu sina Björgu Bjarnadóttur. Þau giftu sig á Eiriksstöðum 2. ágúst 1925, en komu hér austur i Skriðdal vorið 1927 með litla dóttur sina Unni og voru hjá mér á Þorvaldsstöðum eitt ár. Hafði Benedikt þá mestan hug á, að fá jörð i Skriöda! til ábúðar og hefja sjálfstæðan búskap, þvi bæði var, að hann hafði mikið yndi af skepnum, var skepnuvinur og snjall gripa- hirðir og bundinn byggðarlaginu sterkum böndum. En þá voru allar jarðir setnar i Skriðdal og lengi siðan. Kona hans mun heldur ekki hafa hvatt til sveitabúskapar. Hún var alin upp við húsverk i kaupstað og þau voru henni meira að skapi. Þegar þau Björg og Benedikt fóru frá Þorvaldsstöðum fluttu þau til Reyðarfjarðar og voru búin að eiga þar heima i 43 ár. Þar undi Benedikt sér i raun og veru vel, eins og aðrir Héraðsmenn, sem þangað hafa flutt. Hann byggði sér fljótlega litið en snot- urt ibúðarhús, siðar er börn þeirra komust upp, var það selt og annað stærra keypt, er bar nafnið Aðalból. Eftir að Benedikt kom til Reyðarfjarð- ar, stundaði hann hverskonar vinnu, er til féll, en þó fyrst og fremst vega- vinnu, um tugi ára, þann tima árs, sem sú vinna stóð yfir. Gengdi hann þar og flokkstjórastörfum langt ára- bil. Hann var verklaginn vel og hverj- um manni trúverðugri i starfi og naut þvi velvildar og trausts yfirmanna sinna. , Benedikt hafði alltaf nokkrar kind- ur, bæði sér til gagns og gamans, en hest neitaði hann sér um að eiga, eftir að hann kom til Reyðarfjarðar, Hafði hann þó á yngri árum gaman af að koma á hestbak og fara greitt. Man ég sérstakleg fráa hryssu, er Grýla hét, eldfjöruga og fallega, silspikaða og gljáandi sumar og vetur. Hann gat lika sprett úr spori á yngri árum, á tveimur jafnfljótum. Hljóp einu sinni þvert yfir hálendið norður i Skagafjörð, var þá að heimsækja frænku sina, búsetta i Húnavatns- sýslu. Aldrei urðu þau Björg og Bene- dikt efnuð á nútima visu, en komust þó alla tið sómasamlega af. Björg er gerðar kona, stundum Fædd 7. okt. 1934. Dáin 20. des. 1971. Það mun sennilega fleirum en okkur hafa fundizt jólabirtan dvina, þegar fregnin um lát Þórdisar barst, einmitt þá dagana, er allir búa sig undir bjarta og gleðirika jólahátið. Hitt vita allir og skilja, sem til þekktu, að þetta var það bezta úr þvi sem komið var, þvi enginn vill leggja slikar þjáningar á vini sina, sem Þórdis varð að þola, til þess að eiga þá lengur. ,,stutt i spuna”, og ekki gefin fyrir að slá undan ef skoðanir fara ekki saman og gildir einu hver i hlut á, en vel verki farin og hin myndarlegasta húsmóðir og vinur vina sinna. Benedikt var meðalmaður á vöxt, nettvaxinn og bar sig vel. Lengst af var hann kvikur á fæti og liðlegur i hreyfingum, vel far- inn i andliti og svipurinn glaðlegur og mildur, hægur i framkomu, dulur i skapi og hlédrægur i eðli sinu. Einn af þessum ,,þögla fjölda”, sem myndar þó festu þjóðarheildarinnar, með heiðarlegu starfi og þrautsegju, hvernig sem allt veltist. Hann var minnugur og ættfróður nokkuð, sagði vel frá ef vel lá á honum og fátt i kringum hann, orðvar svo af bar og hógvær i dómum sinum, þó hon- um þætti eitthvað að. Börn þeirra eru þessi: Unnur gift Guðjóni Jónssyni járnsmið i Reykja- vik. Sverrir ókvæntur, hefur alltaf búið með foreldrum sinum. Nú starfs- maður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Ingólfur kvæntur Ólöfu Guðbjörgu Pálsdóttur búsett á Reyðarfirði, gegnir þar ýmsum störfum meðal annars umsjón með félagsheimili staðarins. Allir dagar eiga kvöld, svo er og með mannsævina. Hún virðist ekki lúta neinu lengdar- lögmáli. Sumir fara ungir, aðrir aldnir að árum og saddir lifdaganna, en þegar heilsa og kraftar eru brotnir, er vissulega gott, frá mannlegu sjónar- miði, að fara án langvarandi þjáninga og hrörnunar, sem svo margir verða þó að þola. Með Benedikt Einarssyni er genginn góður samfélagsþegn, sem lifað hafði langan starfsdag og ekki vildi vamm sitt vita i neinu. Friður sé með minningu hans. Friðrik Jonsson,Þorvaidsstöðum. Við vinkonurnar kynntumst Þórdisi fyrst, er við vorum nemendur i Lauga- skóla. Hún var þá gift og tveggja barna móðir og virtist i fljótu bragði ekki eiga margt sameiginlegt með 16- 17 ára unglingum. En Þórdis átti eitt- hvað sameiginlegt með öllu fólki ungu sem gömlu. Hún gladdist með glöðum, en hafði lika djúpa samdð með þeim er hryggir voru og miðlaði þá af góð- mennsku sinni og veitti þeim huggun er á þurftu að halda. Hin mikla lifs- gleði var mjög áberandi þáttur i fari hennar, fölskvalaus gleði. jafnvel gáski, er engan lét ósnortinn. Samt tók hún svo mikinn þátt i kjörum vina sinna og vandamanna, að vissi hún einhvern i erfiðleikum, þá varð hún ósjálfsrátt döpur. Þegar við litum til baka yfir samvistir okkar við Þórdisi er þakklæti okkur efst i huga. Það er tvimælalaust lán að kynnast mann- eskjum eins og Þórdisi. Að fá að teljast til vina hennar var okkur mikils virði og trygglyndi hennar og vinafesta var alveg einstök. Þórdis giftist eftirlifandi manni sinum Illuga Þórarinssyni frá Borg i Mývatnssveit 25. nóv. 1956. Þau hjónin voru búin að byggja sér hús i þéttbýl inu sem myndazt hefur við Lauga- skóla. Húsið var uppfylling á draumi þeirra hjóna. Þarna var hlúð að börn- unum fjórum, þeim Þórarni, Jóni, Sig- urði og Friðriku. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.