Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 5
siðustu árum hin mörgu handtök hans i skóginum á Hallormsstað, þeim fagra gróðurreit Austurlands. Það var einmitt á þeim árum, er Pétur Einarsson var að lifa sinn bezta starfsaldur, að lögð voru drög að og ■komið upp menntastofnun fyrir Austurland i þessum hiuta Valla- hrepps. Þar var fyrst starfræktur með miklum myndarbrag i Mjóanesi visir að þeirri stofnun, er átti eftir að risa að grunni sex árum siðar á Hallormsstaö. Og betur má ef duga skal, ibúar fjórðungsins þurfa framvegis að styrkja rædda menntastofnun og leggja fram sina krafta til þess. Þeir sem hófust handa með að koma henni upp, lögðu framalla krafta sina, að svo mætti verða. En hugur fylgdi að sjálf- sögðu máli. Þeir trúðu þvi, að húsmæðraskólar yrðu lyftistöng fyrir þjóðina i heild og sáu þá drauma einnig rætast. Pétur rétti oft skólanum hjálpar- hönd, er verið var að byggja hann. Einnig voru þau hjónin afbragðs liðs- menn við hvaða störf, sem var, er unnið var á félagslegum grundvelli. Voru þau æfinlega til taks að vinna að hinum ymsu störfum i sameiningu með nágrönnunum. Stóðu þau þá eins og allta f hlið við hlið. Árið 1937 varð breyting á lifi hjónanna á Ormsstöðum, Ingileifar og Péturs. Fluttu þau það ár búferlum i Buðlungavelli með drengina sina fimm. Er jörðin Buðlungavellir (eða Skjögrastaðir, þar sem búið var, áður en bærinn var fluttur) 5 km sunnan við Hallormsstað, rikiseign en var áður hjáeiga frjá prestssetrinu Hallorm- stað Þá voru elztu synirnir orðnir fulltiða menn. Tóku þeir svo við búi á Buölungavöllum. Var það vegna þess, að skömmu eftir komuna þangað fór heilsa Péturs að gefa sig nokkuð. Fjölskylda Péturs var stór, jörðin og húsakynnin litil og varð þvi fljótt allt of þröngt fyrir svo margt fólk þar. Þvi var það, er Hafursá losnaði úr ábúð 1943, að Sigurbjörn sonur hans sótti um jörðina og hóf búskap þar. Synirnir voru þar með farnir að heiman og fóru þau Pétur og Ingileif það ár með Sigurbirni i Hafursá. Var þá sýnilegt að þau voru búin að tengjast umhverfinu traustum böndum, þvi jörðin Hafursá er skammt frá Hallormsstað, tekur við af Hallormsstaðarlandi fjórum kóló- metrum norðar. Þau voru á Hafursá hjá syni og tengdadóttur og mörgum uppvaxandi börnum þeirra þar til Pétur var kominn tvö ár yfir áttrætt. Vann hann á þeim árum við búskapinn hjá syni sinum, en þó allra siðustu árin aðal- Guðbjörg Helgadóttir frá Gíslabæ Fædd 21-11-1885. Dáin 15-12-1971. Kveðja frá vinkonu. Þú farin ert burtu i feðranna lönd, þar fagnandi systkinin rétta þér hönd. Þú lita munt drottinn, þar lýsandi sól, i himnanna sölum nú heldur þú jól. Nú augu þin lita þá ljómandi dýrð, með lifanda orðum ei verður hún skýrð. Allt ljómar og skartar sem lýsandi gull, af ljósi og gleði er sála þin full. Þú áttir sterka og stórbrotna sál, starfsama hönd, sem að ei þoldi tál, en innst inn i hjartanu ástúðin bjó, þú öðrum gast miðlað af kærleik og ró. Ég þakka þér vina öll umliðin ár, er ástvinir kveðja þá fellum við tár, er kem ég svo til þin á kærleikans strönd, þá kemur þú, brosir og réttir mér hönd. AJ settur á Breiðdalsvik. Sigurður dó ungur, Þórmóður er búsettur á Blöndósi, verkstjóri i vegagerð. Pétur lézt á sjúkrahúsinu á Seyðis- firði 2.sept. s.l. og vantaði þá aðeins 49 daga að ná niræðisaldri. Ég þakka þér, kæri vinur, fyrir samveruna, gleði og yndisstundirnar, er við áttum saman á uppvaxtarárum minum. Og ég þakka fyrir hönd systkinanna þakka ég hjálpina á bernsku- og æsku- árum okkar. Páil Guttormsson. lega við söðlasmiði. Um áttrætt fór hreysti Péturs mjög þverrandi. Dvaldi hann ásamt konu sinni siöustu átta árin til skiptis hjá sonum sinum, og allra siðustu ár hans dvöldu þau hjá Einari syni sinum, er býr á Arnhóls- stöðum i Skriðdal. Þau eignuðust sem fýrr greinir, fimm synir, þrir þeirra eru bændur. Þeir eru: Einar bóndi á Arnhóls- stöðum i Skriðdal, Sigurbjörn bóndi á Hafursá i Skógum og Sigmar fyrrum bóndi á Hryggstekk i Skriðdal, en hefur nú allmörg siðustu árin verið bú- islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.