Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Síða 16
sólskin. Allsstaóar var hann eftirsótt-
ur til vinnu, sem var mjög eðlilegt,
þeim kostum, sem hann var búinn.
Trausti var glæsimenni, vel meðal-
maður á hæð, þrekinn, ljóshærður og
bjartur yfirlitum, og kom vel fyrir,
hvar sem hann fór. En nú hefur skjótt
brugöið ský fyrir sólu. Hraustur og
góður drengur í blóma lifsins, með alla
þá kosti, er prýða mega karlmenni, er
horfinn okkur. Þetta er mikið áfall fyr-
ir hans nánustu. Einnig er höggið
skarð i sjómannastéttina, þvi hugur
hans var löngum bundinn, öðru frem-
ur, við sjávarútveginn. Þar hafði hann
unniö mörg handtökin um dagana.
Kæri vinur minn. Ég er þakklátur
fyrir að hafa átt hina tryggu og óeigin-
gjörnu vináttu þina frá fyrstu kynnum
okkar, sem aldrei bar nokkurn skugga
á. Ég sakna þin af heilum hug, en hin-
ar góöu endurminningar, sem ég á um
þig munu i framtiðinni milda eitthvað
þann trega, sem að sezt, en
óhjákvæmilega mun ætið verða eftir
tómarúm, sem ekki verður bætt.
Blessuð veri ætið minning þin.
Far þú i friöi,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Trausti Ingvarsson var fæddur i
Reykjavik 29. júni, 1932. Hann var einn
af fimm sonum Margrétar Sigurðar-
dóttur og Ingvars Guömundssonar.
Hann ólst upp við mikiö ástriki for-
eldra i glööum bræðrahóp, en var þó
ekki gamall, er faðir þeirra féll frá, á
bezta aldri og hefur það verið þungt
áfall börnum á viðkvæmum aldri. Eft-
irlifandi nánustu ættingjar Trausta
Ingvarssonar eru móðir hans, Margrét
Siguröardóttir, Skipholti 10, Baldur
vélstjóri, Bólstaðarhlið 46, kvæntur
Aðalheiöi Isleifs, Guðmundur, sjó-
maður, búsettur hjá móöur sinni,
Bragi, þjónn, einnig til heimilis hjá
móður sinni.
Ég vil að lokum ásamt fjölskyldu
minni, votta móður Trausta, Baldri og
fjölskyldu, Guðmundi, Braga og
bræörabörnum hins látna okkar inni-
legustu samúð, og biöjum Guð að gefa
þeim styrk i þeirra miklu og sáru sorg,
sem þau hafa orðið fyrir.
Karl Einarsson
t
Sigríður Soffía Þórarinsd.
Þegar kærir vinir hverfa yfir landa-
mæri lifs og dauða, gripur um sig
söknuður og tómleiki og hugurinn
leitar á vit góðra minninga frá liðinni
tið. Svo fór mér og eflaust fleirum
austur hér, er öldur ljósvakans fluttu
þ. 1. þ.m. dánarfregn frú Sigriðar
Soffiu Þórarinsdóttur, Skaftahliö 10,
Reykjavik.
Frú Sigriður fæddist 11. júli 1894 að
Felli i Mýrdal. Foreldrar hennar voru
hin kunnu og vitru prestshjón, frú
Ragnheiður Jónsdóttir próf. á Hofi i
Vopnafirði og séra Þórarinn Þórarins-
son Stefánssonar bónda og smiðs á
Skjöldólfsstööum á Jökuldal.
Séra Þórarinn þjónaði fyrst i Feili og
siðan Valþjófsstaða- og Asprestakalli
frá 1894-1939, eða samfellt i hálfan
fimmta áratug, við almennar og
miklar vinsældir. Eins og þá var
háttur sveitapresta, bjó séra Þórarinn
búi sinu á prestsetrinu með liku sniði
og i umhverfinu geröist, aö öðru en
þvi, að það var að flestu stærra i snið-
um, traustara og formfastara en
viðast annars staðar. Prestshjónin á
Valþjófsstað voru þvi handgengin
sóknarbörnum sinum, þátttakendur i
störfum þeirra, gleöi og sorgum, og
unga fólkið i sveitinni sem ein órofa
heild. — Þeim fer nú óðum fækkandi,
sem persónuleg kynni höfðu af þessu
heimili, en það var orðlagt fyrir sér-
staka gestrisni, glaöværö og menn-
ingarlega heimilishætti i hvivetna.
Börn þeirra Valþjófsstaðahjóna, er
til aldurs komust, vou átta, bræöur
þrir og systur fimm, öll svo kunn, að ó-
þarft er i þessu stutta máli að rekja
nöfn þeirra. Þessi systkini munu hafa
verið mörgu lik i ,,sjón og raun".
Eitt ai þvi, sem þeim var sameigin-
legt, var hin mikla músikhæfni og góöa
söngrödd, enda var mikið sungiö i
Fljótsdal á þessum árum.
Sigriður fór i Kvennaskólann i
Reykjavik, er hún hafði aldur til. A
þessum árum þótti það góöur náms-
frami, en annars naut hún æskuáranna
heima á Valþjófsstað. Hún kunni vel
að meta hið fagra umhverfi Fljótsdals
og aðlaöandi heimili foreldra sinna,
sem hún átti sinn góða þátt i aö bera
uppi, á seinni árum sinum þar.
Sigriður giftist 10. ágúst 1927 Ara
lækni Jónssyni, er þá var héraðslæknir
á Út-Héraði og sat á Hjaltastað, en alls
var Ari læknir á Fljótsdalshéraöi i 34
ár með búsetu á Hjaltastað, Brekku,
Eiðum og Egilsstöðum.
Sigriður Þórarinsdóttir settist ekki i
helgan stein, er hún gerðist læknisfrú á
Fljótsdalshéraði. Mátti með sanni
segja, að bæði þau hjón gegndu hér
erfiöu hlutverki, hann sem læknir i
þessu viðlenda héraði, og á þeim árum
voru samgöngur slæmar, og hún sem
húsmóðir um áratugi, á mannmörgu
og erilsömu heimili.
Það er erfitt fyrir nútimafólk að
gera sér grein fyrir þvi álagi og þeim
vanda, sem konur héraðslæknanna
höfðu i fyrri daga, meðan þeir voru
staðsettir á einhverri vildisjörðinni i
héraðinu og laun þeirra að verulegu
leyti miðuð við afrakstur af búskap, en
læknirinn sjálfur lengst af bundinn við
aðkallandi vandamál embættis sins.
Það liggur i augum uppi, að hlutur
húsfreyjunnar verður stærri og meiri i
stjórn og forgöngu heimilisins, er svo
stendur á, en annars mundi. En frú
Sigriður fékk valdið þessu hlutverki,
og það vel. Heimili þeirra Ara læknis
stóð alls staðar með prýði, bæði efna-
lega og félagslega, gestrisni og höfð-
ingsskapur voru henni i blóð borin, og
sameiginlegt áhugamál hjónanna var,
að gestum og heimamönnum liði sem
bezt. Atti þetta jafnt við um læknisvitj-
unarmenn, alla vega til reika, sem
aöra, meðan þeir timar voru, að hest-
urinn var aðalfarartækið eða „tveir
jafnfljótir”.
16
íslendingaþættir