Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 7
Það lætur þvi að likum, að
leiðir margra Egilsstaðabúa
lágu þangað um langt árabil og marg-
ur vandi þar leystur, auk þess „opið
hús” frændum og vinum úr nálægð og
fjarlægð og öll fyrirgreiðsla sem sjálf-
sagður og nærkominn hlutur.
Dóttir þeirra er frú Erna Nielsen á
Eskifirði gift Elisi Guðnasyni raf-
virkjameistara og kaupmanni.
Nú er kominn fjöldinn allur af stór-
hýsum i Egilsstaðakauptúni og „yfir
vötnunum ” svifur bæjarbragur, og
þessir frumbyggjar gengnir á vit feðra
sinna, en við „Lyngás” þeirra Frið-
borgar og Nielssens verða lengi tengd-
ar hlýjar minningar, þeirra mörgu,
sem þar gengu um garða og nutu gest-
risni og fyrirgreiðslu.
Blessuð sé minning þessara mætu
hjóna.
Friðrik Jonsson
Þorvaldsstöðurr
frá hennar hendi, en að búa áfram svo
hún gæti haldið börnum sinum hjá sér
og studdi Benedikt hálfbróðurinn
drengilega að þvi, enda systkinin sam-
hent og starfsöm, er þau komust upp
og vildu allt fyrir heimili sitt gera. Við
Flögu hafa þau lika kennt sig, og öllum
auðfundið, að i huga þeirra hefur
æskuheimilið jafnan skipað heiðurs-
sess, þótt auöur væri þar eigi i garði.
Þó er rétt, að það komi fram i þessu
sambandi, að hugur Benedikts virtist
enn bundnari Litla-Sandfelli og þvi
fallega umhverfi, enda 10 ára er hann
fór þaðan.
Börn Einars og Sigriðar:
Eymundur f. 28. marz 1900, kvæntur
Sveinbjörgu Magnúsdóttur frá Streiti i
Breiðdal. Gerðist bóndi i Flögu, en lézt
á bezta aldri 1938.
Runólfur f. 10. júni 1901, lengst af
kennari og skólastjóri, ásamt fleiru á
Stöðvarfirði, kvæntur Guðbjörgu
Helgu Elimundardóttur ljósmóður,
dáinn 17. júni 1966.
Benedikt Einarsson
Þann 16. jan. s.l. lézt á sjúkrahúsinu
i Neskaupstað Benedikt Einarsson frá
Aðalbóli (nú öldugötu 6) á Reyðar-
firði, nærri 78 ára að aldri. Útför hans
var gerð frá Búðareyrakirkju 24.sm.
og samdægurs fór kista hans með flug-
vél til Reykjavikur, en hann hafði ein-
dregið óskað þess, að likamsleyfar
hans yrðu þar að ösku gerðar.
Benedikt hafði um allmörg undan-
farin ár átt við þráláta vanheilsu að
striða og legið nokkrum sinnum á
sjúkrahúsum, en náð sér allvel upp á
milli, að þvi er virtist.
Fyrir jólin talaði systir hans, Þór-
unn i Flögu, við hann og lagði að hon-
um að nota nú góðu tiðina og góðu
færðina og skreppa upp yfir til smá
dvalar. En nú var honum brugðið.
Áður höfðu heimsóknir i Flögu verið
honum tilhlökkunar- og fagnaðarefni,
en að þessu sinni treysti hann sér ekki,
enda þá stutt orðið að leiðarlokum.
Benedikt fæddist 31. mai árið 1894 að
Litla-Sandfelli i Skriðdal. Foreldrar
hans voru Einar bóndi Eyjólfsson
bónda Benediktssonar i Litla-Sandfelli
og fyrri kona hans Hólmfriður Jóns-
dóttir bónda á Hallbjarnarstöðum
Jónssonar og konu hans Bjargar Bene-
diktsdóttur bónda á Kollsstöðum
Rafnssonar. Systkini Einars i Sand-
felli og siðan i Flögu voru: Benedikt
bóndi og hreppstjóri á Þorvalds-
stöðum, Herborg húsfreyja á Vikings-
islendingaþættir
stöðum og Björg á Gislastöðum.
Hólmfriður var hins vegar ein af hin-
um svokölluðu Hallbjarnarstaðasystr-
um, en þær voru auk Hólmfriðar:
Pálina, Herborg og Guðlaug siðast i
Sauðhaga, Þórunn húsfreyja á
Eyjólfsstöðum og Vilborg á Hall-
bjarnarstöðum. Að Benedikt stóð þvi
atgervisfólk til beggja handa, sem
setti á sinum tima svip á umhverfi sitt.
Börn Einars og Hólmfriðar voru:
Þuriður, Jón og Benedikt. Þuriður fór
ung til Herborgar föðursystur sinnar,
er móðir hennar dó og ólst upp sem
fósturdóttir hennar. Hún var greind og
vel gerð stúlka, fór á kvennaskólann á
Blönduósi og saumanámskeið á Seyðis
firði, en dó á Vikingsstöðum úr berkl-
um á þritugsaldri.
Jón og Benedikt uxu upp i föðurgarði
með hálfsystkinum sinum, en Einar
kvæntist öðru sinni áriö 1899 Sigriði
Guðmundsdóttur frá Arnkelsgerði á
Völlum, systur Jóns og Nikulásar, er
oddv- var Vallnahrepps ásamt mörgu
fleiru, nærri hálfan þriðja áratug. Jón
var frekar táplitill og heilsuveill og
lézt um tvitugsaldur i Flögu.
Vorið 1904 fluttust þau Einar og Sig-
riður frá Litla-Sandfelli að Flögu, en
Einar lifði þar ekki langa ævi. Hann
lézt úr lungnabólgu sumarið 1911 frá
sex ungum börnum, en Sigriður var
hin mesta atgerviskona, þrekmikil og
kjarkgóð og kom ekki annað til greina
Friðborg, hennar verður nánar
minnzt hér á eftir.
Nikulás f. 10. nóv. 1905, fulltr. á
Skattstofunni i Reykjavik dáinn 10. júli
1953. Kvæntur Klöru Helgadóttur.
Þórunn f. 18. sept. 1907 gift Stefáni
Bjarnasyni frá Borg. Þau hafa búið i
Flögu siðan 1939.
Þórhallur f. 8. des. 1909, dáinn 1918.
Á þvi timabili, sem þessi systkini
eru að alast upp, herjaði bæði berkla-
veiki og barnaveiki unga fólkið i land-
inu og lagði viða stóra hópa i valinn,
eöa grisjaði meira og minna, þvi hin
góöu læknislyf, sem nú eru fyrir löngu
i umferð, voru þá litt eða ekki þekkt
hér á landi. Ekki sneyddu þessir sjúk-
dómar hjá þessari fjölskyldu, þó
raunar megi segja, að viða færi verr, i
samskiptunum við þá.
En það má öllum ljóst vera, hvilikt
álag það er, sálarlegt og likamlegt aö
striða árum saman við erfiða sjúk-
dóma en dugnaður og bjartsýni Sig-
riðar bilaði aldrei, enda burðarásinn,
þá mest á reyndi.
Nú er ekki eftir af þessum stóra
systkinahópi nema Þórunn ein, þvi titt
hefur verið höggvið i þennan knérunn
siðari árin og nú siðast Friöborg og
Benedikt með fárra mánaða millibili.
Benedikt var i Flögu með litlum frá-
vikum fram undir þritugs aldur, þá fór
hann i Eiriksstaði á Jökuldal, til Jóns
7