Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Side 9
Séra Magnús Runólfsson
sóknarprestur Þykkvabæ
F. 21.feb. 1910 — D. 24.marz 1972.
Að kvöldi hins 24. marz siðast liðins
barst mér sú harmafregn að séra
Magnús Runólfsson sóknarprestur
minn væri látinn.
Ég gat ekki trúað þvi. Af hverju var
hann dáinn? Einmitt hann, sem var
svo góður mér og öllum er til hans
leituðu.
Þau stuttu kynni, sem ég hafði af
séra Magnúsi, bæði sem presti,
kennara og vini munu verða mér
ógleymanleg alla tið. Ég var ein af
þeim mörgu börnum og unglingum
sem þurftu á hjálp hans og styrk að
halda. Hvað, sem amaði að mér, gat
hann og var alltaf jafn fús til að hjálpa
mér á allan hátt. Hjá honum fann ég
alltaf styrk og ætið leið mér betur,
En þegar allt virtist brosa við ungu
hjónunum dundi ógæfan yfir. Þórdis
fór að kenna sér meins, veikindin
ágerðust og ljóst varð, að þetta var
ólæknandi. Aldrei virtist æðruleysið og
geðróin samt dvina. Fram á siðasta
dag var hún sama glaða Þórdis með
gamanyrði á vör og brosið einlæga i
augum.
Þórdis fæddist að Halldórsstöðum I
Reykjadal og var yngsta barn hjón-
anna Friðriku Sigfúsdóttur og Jóns
Friðrikssonar, sem lengst af bjuggu að
Hömrum i Reykjadal. Friðrika móðir
hennar lézt siðastliðið vor. Það var
einhver bezta og yndislegasta eldri
kona, sem við höfum kynnzt. Vinir
Þórdisar, en þeir voru margir, voru
lika hennar vinir. Við þökkum forsjón-
inni fyrir að fá að kynnast þessum
sérstöku og eftirminnilegu góðu
mæðgum. Við eigum góðar minningar
og vitum, að við hittumst aftur. Illuga,
börnunum og fjölskyldunni að Hömr-
um vottum við og okkar fjölskyldur
okkar innilegustu samúð og biðjum
guð að blessa þau og varðveita. Þau
biðjum við að minnast þess, að engir
geta mikið misst, nema þeir, sem hafa
mikið átt.
Anna og Svala.
þegar ég fór frá honum. Hann hjálpaöi
mér bæði við námið mitt og margt
annað og alltaf var hann veitandi i
þeim viðskiptum. Allt var svo sjálf-
sagt hjá honum án endurgjalds.
Fimmtudagskvöldin eru mér
ógleymanleg. Þau liðu ætið svo fljótt,
við bibliulestur, söng og leiki á heimili
séra Magnúsar.
Þökk sé þér séra Magnús fyrir allt,
sem þú hefur verið mér. Blessuð sé
minning þin.
F.Ó.
Dánarfregn mér flaug við eyra:
Fallinn Magnús, vinur minn.
Að hans lát ég ætti'að heyra,
ekki bjóst ég við það sinn.
—Hans á skildi fannst ei feira,
falslaus var sá klerkurinn.
Magnús ei sem mann þarf kynna,
mörgum kunn var hans tilvist.
Vildi lýðum vammlaust sinna,
voru sjaldan orðin byrst,
og af mætti öllum vinna
æskulýðinn fyrir Krist.
Drottins þjónn að degi hinzta,
dyggur, vann sér allra traust.
Löngum virti'ei laun hið minnsta,
lundin blið, þó djörf og hraust.
Sjaldan lagði á sundið grynnsta,
samvizkunnar hlýddi raust.
Afslátt Magnús engan vildi,
ein er trú og játning hrein,
eilift varir Orð i gildi,
innblásin þar sérhver grein,
alla stendur af sér hildi,
æðri kenning finnst ei nein.
Unni söng og einnig ljóðum,
orti sálma af trúarþrótt.
Auðnan sanna öllum þjóðum
er i Helga Ritning sótt.
Öllum dýrri er hún sjóðum,
aldrei þrýtur hennar gnótt.
Hvarf af sviði lifs með láði,
ljóst það votta menn og sprund.
Hann, er góðu sæði sáði,
sefur — laus við böl og und.
Sina ævisögu skráði
sólstöfum — að hinzta blund.
Þykkbæingar þakka og meta
það, er séra Magnús vann.
Hver mun hans i fótspor feta,
fylla andakt helgan rann,
æskulýð, um orðið fræða, /
öldnum sjúkum gefa von?
—Blessi annist hilmir hæða
herra Magnús Runólfsson.
Auðunn Bragi Sveinsson.
islendingaþættir
9