Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 13
Elsku pabbi minn. Það er erfitt að trúa þvi að þú skulir vera horfinn, en það er þó huggun að vita, að þú verður á ströndinni hinum megin, þegar þar að kemur. Það er varla hægt að hugsa sér betri föður en þig. Alltaf varstu rólegur, traustur og úrræðagóður, hvað sem á bjátaði. Ekki var ég gömul, þegar ég elti þig á röndum og reyndi að likjast þér, og ætlaði jafnvel að verða rafvirki eins og þú til að geta alltaf verið með þér. Þú hefur eflaust haft þin galla eins og aðrir, en kostirnir voru yfir- gnæfandi. Það var sama,hvað þú varst spurður um, ævinlega hafðir þú svör á reiðum höndum og ætið gafstu þér tima til að leysa úr vanda annarra. Þú varst mikið fyrir ferðalög, sér- staklega um óbyggðir landsins. Þá varstu lika i essinu þinu, alveg eins og strákur. Þeir voru ófáir staðirnir, sem þú varst búinn að koma á og oft tókstu fallegar myndir i þeim ferðum. — Einnig hafðir þú unun af að safna fall- egum steinum og jafnan vissir þú nöfn þeirra og hvar þá var helzt að finna. Ósjaldan glimdir þú við laxinn og hafðir gaman af. Eins varstu viðlesinn og þau voru fá kvöldin, sem þú varst ekki að lesa og fáar næturnajjsem þú svafst ekki með gleraugun á nefinu og ljós logandi. Mikið yndi hafðir þú af börnum og það var eins og þau sæktust eftir að vera hjá þér. Eitt sinn sagðir þú mér frá litilli stúlku, sem ekki tók annað i mál, en að kveðja þig með kossi, eftir að hafa snúizt i kringum þig allan tim- ann, sem þú varst að vinna heima hjá henni. Ekki sóttust barnabörnin siður eftir að vera i fanginu á afa, enda var ótrúlega mikill timi aflögu fyrir þau. Þau munu minnast þin ekki siður en við hin. Verstu sæll, elsku hjartans pabbi minn og Guð varðveiti þig. Þin Ninna. í Þegar náinn vinur hverfur skyndi- lega yfir landamærin eins og stjörnu- hrap er þvi likt, sem bresti máttarvið- ur i húsinu. Skömmu eftir hádegi, laugardaginn fyrir páska barst mér fregnin að Einar Ólason á Egilsstöðum hefi látizt af hjartaslagi þá fyrir skammri stund. Fregnin var nokkra stund að komast til fulls inn úr hjúpnum um mitt inni. Á skirdagskvöld hringdi ég til hans, — mig vantaði vinargreiða — eins og stundum hendir og Einar kom þá upp i huga minn — og var þó ekki um „klikk” i raftæki að ræða. „Ég kem” sagði hann og að örstuttri stundu lið- inni var hann kominn. Hann reiddi greiðann við mig og á eftir ræddum við um stund og mitt fólk i eldhúsinu við kaffisopa, eins og oft áður. Það var létt yfir Einari þá, eins og jafnan er hann skrapp til okkar að spjalla, en þó jafn- velóvenjuléttþetta skirdagskvöld. Við höfðum uppi áform að fylgjast að árla á komandi sumri inn undir Vatnajökul — að Brúarjökli — i auðn og gróður- vinjar, en umfram allt i friðinn. En Drottinn ræður. Sú för verður ekki með þeim hætti er fyrirhugað var. Einar Ólason var rafvirki að at- vinnu, löngu búinn að fá meistararétt- indi. Fyrstu kynni min af honum voru á þvi sviði. t öllum minum búskap á Austurlandi hef ég leitað til Einars þegar rafvirkja hefir vantað, og þau samskipti eru orðin mikil á meir en 20 árum. Stundum var það e.t.v. viö rafkerfi i bil, en ekki allt bundið ströngustu reglum verkaskipting- ar. Okkar samskipti voru ágæt, ég held að misklið hafi aldrei komið upp. A Skriðuklaustri hafði ég um 10 ára skeið raforku frá disilvélasamstæðu. Oft þurfti að leita til Einars, þegar ein- hver bilun varð, stærri eða minni. Gleymist seint hve fljótur hann var jafnan að bregða við og koma til aö bæta úr, sem ég held að honum hafi ætið tekizt. 40 km vegalengd, sem hann þurfti að fara hvora leið óx hon- um ekki i augum — og ekki heldur mis- jöfn veður eða færð. Nú bregður mér við og svo er tvi- mælalaust um marga við sivaxandi raforkunotkun i sifjölbreyttari tækj- um. Sérstaklega reyndi Einar að lið- sinna, þegar mikil þörf kallaöi, hvaö sem stað og stundu leið. En fleiri voru okkar samskipti og miklu nánari á öðrum sviðum. Einar unni öræfum og fjallaferðir hrifu hug hans mjög. Hann var einn mesti áhugamaður austur hér um stofnun Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og þeirra framkvæmda er forvigismenn þess beittu sér fyrir, svo sem skálans i Gæsadal, göngubrúar á Kreppu við Hvannalindir og Snæfellsskála. Ég var svo lánsamur að fara tvær hópferðir á þessar öræfaslóðir, þar sem Einar var einn aðalforvigismaðurinn. Rólegur, gætinn og ráðsnjall, og ferðafélagi svo ágætur, aö á betra varð ekki kosið. Minningarnar frá þeim feröum verða ekki metnar til fjár. Og traustið var ekki sizt sett á Einar sakir gætni hans og brjóstvitið lýsti sér i 6. og jafnvel 7. skilningarviti. — Einar var náttúruunnandi, svo sem áður segir um öræfatryggö hans. En hann var einnig sérstakur áhugamaö- ur fiskiræktar og beitti sér á þvi sviði mjög hér á Fljótsdalshéraði og aust- anlands. Mikla gleði og lifsfyllingu fann hann i þvi að vera með veiði- stöng, og sérkennilegur hvammur og klettur við veiðiárnar var þáttur i þeirri lifsnautn. Yfir það skal ekki dregið fjöður að i minni þingmennsku var hann einlægur og ákveðinn stuðningsmaður og má vera,að það hafi treyst okkar vináttu bezt, einkum nú að undanförnu. Það er skjól i góðum vini og við erum öll þær félagsverur að þurfa slikt skjól, i mis- jöfnum veðrum, — skjól, sem likja má við hús, sem gefur öryggi og frið. Það er tómleiki i Egilsstaðaþorpi, þegar Einar er horfinn. Hann var einn af fyrstu ibúum þess. En vöxtur þorps- ins varð ekki til að Einar hyrfi i skugga, heldur óx hann með þorpinu. Slikur var persónuleiki hans, hæfileik- ar og mannkostir, og ekki veit ég til að hann ætti óvildarmenn. Einar var 58 ára frá þvi 10. janúar s.l. og var þvi viös fjarri allra hug að stundin væri komin til brottfarar hans, — en að lengi enn mættu samtið, vinir og fjölskylda njóta hæfileika hans og mannkosta. Kona Einars er Asgerður Guðjóns- dóttir, hógvær kona og hlý og var ástúðlegt að koma til þeirra á heimilið á Egilsstöðum. Tvær dætur áttu þau, giftar og búa á Égilsstöðum. Barna- börnin sakna nú vinar i stað, er Einar er horfinn. Við hér á Lagarfelli sendum innilega samúöarkveðju til Asgerðar konu hans, dætranna, tengdasona og afa- barnanna, allra ættingja hans og vina. Og þér, Einar minn, sendum við hjónin alúðarkveðju yfir landamærin og biðjum þér blessunar guðs. Hugur- inn er meir af þakklæti fyrir hjálpsem- ina og vináttuna — hún var: heill, sem er sterkari en hel. Jónas Pétursson. f Það var sem kaldur gustur færi um er mér barst fréttin um skyndilegt frá- fall Einars Ólasonar. Langt um aldur fram hafa bræðurn- ir tveir frá Þingmúla, sem voru kunn- ingjar minir og kollegar kvatt. Mitt i önn dagsins hafði lifsins ljós verið rof- ið. Austurland hafði misst einn af sin- um betri sonum. Laugardaginn fyrir páska var ég viö kennslu i Iðnskóla Egilsstaða er mér barst simleiðis sú harmfregn, að Einar ólason væri lát- inn. Við sem þar vorum, mitt i þeim islendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.