Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 20
sinna skepnum sinum og ræktun i Hof- teigi. Min góða systir Elin, sem verið hafði Hauki allt frá fæðingu sem önnur móðir, átti heima i Reykjavik. Hún skrifaði mér stöðugt og lét mig vita um liðan hans, og hjálpaði honum á allan hátti veikindastriði hans. t október 1969 fekk ég bréf frá E’inu. ,,Komdu eins fljótt og þú getur,’’ skrif- aði hún. ,,Sonur þinn er hættulega veikur.” Þetta voru sorgarfréttir. Vegabréf hafði ég haft tilbúið og bjóst til ferðar þegar i stað. Veður var kalt og hvasst og vetrarlegt, þegar ég nokkrum dögum seinna gekk inn i stóru hvitu Landspitalabygginguna i Reykjavik. Ég hlustaði á mitt eigið fótatak, þegar ég gekk inn löngu spitalagöngin. Margt hafði breytzt þessi siðustu ár. Ég staðnæmdist við hérbergi nr. 27, rétti fram hægri hönd- ina og opnaði. 1 vinstri hendi hélt ég á hvitu húfunni minni, hönskum og handtösku. Ung dökkhærð hjúkrunar- kona var að hagræða dreypiflösku, sem tengd var við æð i vinstra fæti sonar mins. Seinna fékk ég að vita, að þessir dropar voru eina næringin, sem hann fékk. Þarna lá hjartkær sonur minn á sjúkrabeði. Rúmfötin voru mjallahvit og hrein. Ég leit i augu hans björt og blá, kyssti hann og strauk hár hans, sem nú var orðið þunnt og þvalt. Hann var enn fallegur þrátt fyrir áralöng veikindi og þjáningar. „Mamma, ert þú komin?” sagði hann og reyndi að brosa. Honum var erfitt um andardrátt. Næstu daga heimsótti ég hann daglega, og sat hjá honum. Læknar og hjúkrunarkonur höfðu stöðugt umsjá með honum. Mér skildist brátt, að nú voru brostnar framtiðarvonir hans og draumar að fá að lifa á landi sinu, rækta það og njóta þéss jarðargróða, sem náttúran gefur. En þvi lifi hafði hann þráð að lifa. „Mamma, af hverju fæ ég ekki að lifa og hjálpa dætrum minum meðan þær eru mest þurfandi hjálpar minn- ar?” spurði hann „Mig hefur alltaf langað til að rækta jörðina og njóta jarðargróðans. Aðrir kæra sig ekkert um það, en þeir fá að lifa.” Hyerju gat ég svarað? öll verðum við að lúta ofurvaldi örlaganna. Þetta var daginn, sem ég varð að hverfa aftur til Vesturheims. Ég kom til sonar mins klukkan eitt. Ég vissi, að þetta var siðasta samverustund okkar. Ég sat við rúmstokkinn hjá honum og hélt i hönd hans. Hann hafði aftur augun eins og hann svæfi. Ég sat hreyfingarlaus. Allt var kyrrt og hljótt. Þá opnaði hann augun og reyndi að brosa, þegar hann sá mig, og sagði: 20 „Mamma, mér fannst ég vera að smala kindunum minum.” Ég stóð á fætur. Hár mitt féll laust niður á axlir. Kápan min lá á stól hjá mér. Ég minntist þess, að ég var tima- bundin. Brottfararstund min nálgaðist óðum. Framtiðardraumurinn, sem aldrei rættist „Elskan min,” sagði ég lágt. „Sjáðu, hvað útsýnið er fallegt. Græn tún á bökkum árinnar silfurtæru, ávöl hæðardrögin og fjöllin fagurblá. Hand- an við þau risa tindar jöklanna. Það er miðsumarsmorgun og loftið hreint ferskt. (Ég dró andann djúpt.) Lengst i austri er sólin að koma upp og slær bleikrauðum bjarma á loftið, sem endurspeglast á jökulbungunum i fjarska. Jörðin er vot af dögg. Skepnurnar, hestar, kýr og kindur vakna eftir næturhvildina og dreifa sér um grænan hagann. Húsið i Hofteigi, inni á miðju grænu túninu, er fallegt, hvitir veggir og rautt þak. Enginn reykur sést, þvi að hér er rafmagn frá Soginu. Hlaða og önnur útihús eru skammt frá innan girðingar. Vegurinn heim að bænum er breiður og sléttur. Dyrnar opnast og bóndinn kemur út á hlað. Hann er hár og ljós yfirlitum, klæddur i gráan samfesting. Hann lit- ur yfir heimaland sitt og dáist hljóður að furðuverkum náttúrunnar, hvernig gróður jarðar þróast og vex fyrir til- stilli skins og skúra. Hann litur upp i heiðbláan himininn, eins og hann væri að tala við einhvern þar uppi. En nú berst til hans ilmur af kaffi og pönnu- kökum og ómur að eyrum hans af út- varpstónlist i gegnum opinn eldhús- gluggann. Smali, svarti hundurinn hans kemur til hans, dinglar rófunni og þefar af skóm húsbónda sins. „Pabbi. pabbi, maturinn er tilbúinn," kalla litlu dætur bóndans. Þær eru i ljósbláum kjólum og mamma þeirra með hvita svuntu. Þær biða hans i eld- húsdyrunum. Grái kötturinn, Kambur, nuggar sér upp að fótum þeirra. Eftir að bóndinn hefur mjólkað kýrnar sinar tekur hann til við hey- skapinn. Hann slær með vél. Við og við litur hann eftir búfénu á beit. Kýrnar veifa halanum og baula öðru hvoru. Litil lömb hlaupa og hoppa, þ'egar þau skoppa of langt frá mömmu sinni, jarmar hún til þess að kalla þau til sin. Niðri við silfurtæra ána standa hrossin i röð og fá sér að drekka. Svo teygja þau snoppuna upp i loftið og japla á gómsætum svaladrykknum. Bóndinn horfir á brúnan fola og annan skjóttan. Þeir eru báðir fallegir. Það er leyndur draumur bóndans, að þessir folar verði reiðhestar litlu dætranna hans, 'þegar stundir liða. Sláttuvélin suðaði þægilega. Bónd- inn verður að afla sér nægilegs fóðurs fyrir búfé sitt yfir veturinn. A árbakkanum sitja tindílfættir spóar og tjaldarnir tritla um eyrarnar. Um hádegisbilið sezt bóndinn ásamt konu sinni og dætrum að miðdegis- verði við borðið við suðausturglugg- ann i eldhúsinu. Þaðan hafa þau útsýn yfir landareign sina og Rangá, sem rennur þar framhjá hægt og hátiðlega á leið til hafs. Þau hafa soðinn silung til matar, en hann hafði bóndinn veitt á stöng i ánni kvöldið áður. Brauð og smjör og ný- mjólk er lika á borðum. Eftirmaturinn er sykrað skyr og rjómi. Á borðinu stendur blómavasi fullur af sóleyjum og fleiri blómum, sem litlu systurnar, Helga og Þuriður, hafa tint handa mömmu og pabba. Þær eru glaðar og ánægðar. Maturinn, sem konan hefur fram- reitt bragðast vel. Hún er klædd i rauðröndóttan kjól, nýsaumaðan, sem fer henni vel. Smali og Kambur éta mat sinn framan við eldhúsdyrnar og keppast við að ljúka skammti sinum. Þegar liðið er á kvöldið og sólin gyll- ir loftið ljósum roða áður en hún geng- ur til viðar, fer bóndinn með konu sinni og litlu dætrunum tveimur i gönguför út á grænar grundirnar niður að kristallstærri ánni. Þau haldast öll i hendur. Skepnurnar eru lagztar og loftíð angar af ilmi jarðar. Náttúru- fegurðin allt um kring er dásamleg. Niðri á árbakkanum stendur bóndinn og horfir á konu sina og dætur, litur siöan yfir lendur sinar og bæ og segir: „Lifið er blessun, það er dásamlegt.” En áin, elfan siflurtæra, Rangá, rennur og streymir án afláts, streymir og rennur, þar til hún hverfur i haf- ið.”.„. Ég spenni greipar. Þögn. Sonur minn horfir á mig bláum augum. Það er gleðibjarmi i augum hans, þar sem hann liggur i rúmi sinu og má sig hvergi hræra. „Mamma,” segir hann að lokum. „Þetta veröur að skrifa” Ég var glöð i sorg minni. Mér skild- ist, að mér hafði tekizt að bregða upp fyrir honum mynd, lifandi mynd með litum og hreyfingum, draumamynd, sem var okkur báðum ósegjanlega kær. Ég lagði hönd mina á augu sonar mins, beygði mig niður og kyssti fölar varir hans. Hár mitt féll niður á brjóst hans. Siðasta samverustund okkar var liðin. Helga Guðmundsdóttie islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.