Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 11
PÉTUR SIGURÐSSON
Það var um vika liðin af águst 1940.
Þurrkur sæmilegur, sólfar siðari hluta
dagsins. Mikið hey laust á öllum
túnum, hver starfandi hönd að verki
frá morgni til kvölds. Allmikið hey
komst i garð, nokkuð i sæti, annað
flatt.
Um sjö leytið ekur bill i hlað, fimm
stiga út og biðjast gistingar.
Sama dag er einn maður á ferð á
hjóli vestan yfir Reykjaheiði. Siðar i
mánuðinum skrifaði hann ferðaþátt i
Alþýðublaðið, ég grip niður þar sem
hann er staddur i Ásbyrgi siðla þennan
dag:
,,Að baki mér ris einn mesti og
tignarlegasti hamraveggur, sem i
heimi finnst, ég sit vestanvert hinu
mikla stefni bergeyjarinnar i Ásbyrgi.
Er nýbúinn að endurnærast við
altarisborð þessa heilaga staðar á
stórum bláberjum.” Siðar segir hann:
,,Sem ungur bjóst ég stöðugt við góðu
af hendi lifsins, og hefur það farið
fram úr öllum vonum. Margir
konungar og auðmenn myndu öfunda
okkur, sem meta lifið á þann veg.” Um
tilgang fararinnar segir hann þetta:
„Ætlun min var meðal annars að hitta
nokkra menn, sem ég hefi ekki kynnzt
áður, koma á ókunnar slóðir.”
Þáttinn skrifar Pétur Sigurðsson, og
þetta sama kvöld knýr hann dyra á
Skinnastað, enda stutt að fara. Ég kom
til dyra og fagnaði komumanni. Ég
hafði ekki séð hann fyrr, en lesið
margt eftir hann og hlustað á hann i
útvarpi.
Að loknum kvöldverði sátum við öll
og töluðum um heim og geima, en ég
minnist þess ekki, að samtal okkar
beindist inn á sérstakar brautir. Til
náða var gengið og fremur seint.
Pétur mun að venju hafa verið
snemma á fótum, farið út og notið
veðurbliðunnar, fuglasöngs i
skógunum allt i kring og bjarkailms
eftir náttfall og friðsælan morgun. Við
hittumst öll við morgunverð, siðan var
hugsað til hrelfings. Fimm-menningar
tóku bil sinn, Pétur hjól, og hélt hann i
norðurátt, til Kópaskers, i veg fyrir
skip. Hann þurftiþvi að hafa hraðan á.
En skipið kom ekki, feröin var óvænt
felld niður. Pétur tók þvi hjól sitt á ný
og gisti hjá mér, var dag um kyrrt,
beið eftir bfl, sem tók hann upp á arma
sina. Og allan þann dag erum við
saman og ræðumst við.
Stórstyrjöldin siðari var að komast i
algleyming, heimshrun óhjákvæmi-
legt að ýmissa dómi. Sumir töldu, og
telja enn, spásögn Spenglers um fall
vestrænnar menningar væri að koma
fram. Ég hafði lesið stærsta verk hans
,,Der Untergang des Abendlandes” og
hrifizt ekki eingöngu af stilsnilld
hel dur fyrst og og fremst viðfeðmri
þekkingu hans á sögu allra þjóða og
kenningu hans um, hvernig menning
hæfist, næði hámarki og lækkaði svo
hægt og hægt eins og þegar sól hnigur
til viðar.
Við ræddum fram og aftur um
ástandið i heiminum, báðum var ljóst,
að þó við stæðum utan aðalátaka, þá
hýstum við her og jafnvel gróðinn af
dvöl hans væri meira en litið viðsjáll.
Varla gæti það leitt til varanlegrar
hamingju fyrir nokkra þjóð, að
hagnast á annarra blóði eða hafa
þjáningar þeirra að fé. Öðfluga
flutningur folks úr sveit i ör-vaxandi
bæi var áhyggjuefni, ef til kæmi, sem
varð. Yrði það ekki ofraun unglingum,
sem komu úr fásinni að halda vöku
sinni, og glepjast ekki,er á þá var
kallaðúr öllum áttum, og hvers konar
friðindi i boði.
Skammt var komið viöræðum
okkar, er við ákváðum að boða til
fundar norðanlands og ræða þar ný
viðhorf i siðferðis- og uppeldismálum,
leita samstarfs við sem flesta til
úrbóta á þvi sviði, ef verða mætti.
Augu okkar beggja beindustþegar að
einum manni sérstaklega, Snorra Sig-
fússyni, skólastjóra, sem við þyrftum
að fá til samstarfs. Við efuðumst ekki
um, að hann yrði hlynntur hugmynd
okkar og myndi ótrauður leggja hönd á
plóg okkur til aðstoðar. Hann var
brennandi i anda fyrir öllu þvi, er
verða mætti til góðs fyrir land og lýð,
þekkti ekki úrtölur, bar höfuð hátt og
horfði alla jafnan sigurglaður fram á
veginn.
Og auðvitað brást hann ekki og varð
þegar frá öndverðu ein sterkasta stoð
hreyfingarinnar.
A tilsettum tima hófust svo fundar-
höldin á Akureyri, og kom Pétur eins
og til stóð og tók með lifi og sál þátt i
undirbúningi fundarins en til hans
vildum við sérstakiega vanda.
Samtök þessi stóðu með svipuðum
hætti i nokkur ár. Fundargerðarbók er
geymd i skjalasafni Akureyrar.
Fjórðungsþing Norðlendinga spratt
upp af þeim, og þar með kviar færðar
út að nokkru og áframhald tryggt.
Um svipað leyti hóf kennarafélag
Eyjafjarðar útgáfu á „Heimili og
skóli,” var Snorri aðalhvatamaður-
imn. Stendur það einna hæst timarita
um uppeldismál, sem út hafa verið
gefin á landi hér. Pétur lét ekki sinn
hlut eftir liggja syðra og tók að gefa út
Einingu og leitaði samstarfs við
áhugamenn um nauðsyn þess, að
væntanlegu lýðveldi yrði sett ný
stjórnarskra. Og fram á siðustu
stundu ræddi hann af brennandi áhuga
um þetta þýðingarmikla mál.
Upp frá þessu hitti ég hann oft á
ferðum minum syðra. Hann átti mörg
áhugamál, ekki sizt á sviði uppeldis-
og trúmála. Ungur hafði hann ánetjazt
sértrúarfokki og fór á vegum hans
vestur um haf, las mikið, lærði ensku
vel, gerði upp hug sinn og sleit sig
lausan frá hinum nýju trúbræðrum.
Hann var sileitandi og gerðist
ótrauður andstæðingur kreddutrúar,
hvort sem var i trú- eða stjórnma'lum.
Spámenn fyrri tima voru leiðtogar
hans þó fyrst og fremst Kristur
óhjúpaður kennisetningum siðari
tima. Pétur var mikill baráttumaður
fyrir öllu þvi, er hann taldi satt og rétt,
ótrauður að leggja á brattann væri
þess af honum krafizt. Hann var
óhlifinn við sjálfan sig og leit aldrei á
eigin hagnaðarvon i neinu tilliti. Hann
var þrotinn að likamskröftum siðasta
timann, en bjart um hann, hvar sem
hann kom.
Páll Þorleifsson.
islendingaþættir
n