Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Qupperneq 17

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Qupperneq 17
Guðmundur Kjartansson Fæddur 18. mai 1909. Dáinn 7. april 1972. Ég mun ekki rekja æviferil Guö- mundar Kjartanssonar né visindastörf hans. Til þess verða ugglaust aðrir. En ég vil leitast við að flytja honum látn- um kveðju og þökk frá kennurum og öðru starfsliði menntaskólanna, eink- um Menntaskólans i Reykjavik og Menntaskólans við Hamrahlið. Fyrstu kynni min af Guðmundi Kjartanssyni voru, er ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik, þá var hann prófdómari i náttúrufræði. Siðar áttum við oft eftir að sitja sömu megin við prófborðið á stúdentsprófi, ég sem kennari, en hann sem prófdómari, en Guðmundur var prófdómari i náttúru- fræði við Menntaskólann i Reykjavik árin 1944 til 1969. Siðan varð hann stundakennari i jarð- fræði við Menntaskólann i Reykjavik, en tók þá að sér prófdómarastörf við stúdentspróf i Menntaskólanum við Hamrahlið. Prófdómari i náttúrufræði við iandspróf miðskóla var Guð- mundur Kjartansson allt frá þvi það próf var upp tekið til dauðadags, auk Ég var einn þeirra Héraðsbúa, sem ýmiss erindi áttu við lækninn, og kom þvi oft á þeirra fallega heimili og naut þar ekki einungis gestrisni, heldur lika alúðar og vinsemdar, sem ég þakka heils hugar nú að leiðarlokum. Frú Sigriður var glæsileg kona i sjón og fyrirmannleg, greind og glaðleg i viðmóti, átti hún þvi rikan þátt i að skapa þá reisn, sem ávallt hviidi yfir heimiii þeirra. Árið 1960 fluttust læknishjónin til Reykjavikur, bæði þrotin mjög að heilsu. En frá þeim bárust árlega jóla- og nýárskveðjur tii Héraðsbúa, meðan bæði lifðu, og frá frú Sigriði siðan. Sýnir þetta tryggð og vináttu, enda er það vist, að nú, er hún er meö óliu horfin, fylgja henni hlýjar kveðjur þakklætis og virðingar Blessuð sé minning hennar. Dætrum, dótturdóttur og nöfnu, og öðrum nánum ættingjum, votta ég og fjölskylda min, innilega samúð og hluttekningu. Friðrik Jónsson Þorvaldsstöðum j arðf r æðingur þess sem hann kenndi oft náttúrufræði við gagnfræðaskóla. Prófdómarastörf og kennslustörf Guðmundar K jartanssonar ein- kenndust eins og önnur störf hans af vandvirkni, skyldurækni og prúð- mennsku. Nemendur i munnlegu stúdentsprófi eru fæstir i andlegu jafnvægi til að veita athygli ókunnum prófdómara. Þó hafa ýmsir nemendur haft á orði við mig að loknu stúdentsprófi i náttúrufræði, að hlýlegt viðmót prófdómarans hafi orðið til að eyða hjá þeim kviða. Kennarar menntaskólanna geyma margar hlýjar minningar um Guðmund Kjartansson. Ég votta Guðmundi Kjartanssyni látnum virðingu og þökk fyrir hönd Félags Menntaskólakennara og flyt konu hans og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. örnólfur Thorlacius. Fyrir tæpum 26 árum fór ég sem kennari i Flensborg i Hafnarfirði. Þar átti ég þvi láni að fagna að kynnast þeim manni, Guðmundi Kjartanssyni, sem alltaf siðan reyndist mér i hvi- vetna sem góður faðir, þó að aldurs- munur á okkur væri ekki svo ýkja mikill. Guðmundur og hans góða kona, Kristrún Steindórsdóttir, opnuðu heimili sitt fyrir mér með þeirri ástúð og hlýju, sem ég hefi aldrei getað full- þakkað eða launað á nokkurn hátt. Eftir að ég giftist og fluttist út á land héldust þessi vináttubönd, enda þótt stundum liðu ár á milli samfunda. Guðmundur var hið mesta Ijúf- menni, hæglátur í framkomu og yfir- lætislaus, en þeim, sem kynntust honum, duldist ekki, að hér var á ferð skarpgáfaður maður, sem hafði lifandi áhuga á öllu, sem fram fór i kringum hann. Síðast þegar ég hitti Guðmund lá hann veikur eftir langa sjúkdómslegu. Tók hann mér með brosi á vör, þrátt fýrir veikindi sin, og frá honum fann ég aftur þá hlýju, sem mér verður alltaf minnisstæð. Hans er nú sárt saknað af öllum, sem kynntust honum og mest af hans nánustu. Ég votta eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum inni- lega samúð mina og fjölskyldu minnar. Guðný Frímannsdóttir. r Þeir, sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum, ef mögulegt er. islendingaþættir 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.