Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 23
80 ára Jóhanna Kristjánsdóttir Hinn 6. janúar siðastliðinn átti frú Jóhanna Kristjánsdóttir 80 ára afmæli. I tilefni þess langar mig til að senda henni kveðjur og árnaðaróskir með von um að viö, sem höfum kynnzt henni, fáum að njóta samvista við hana sem allra lengst. Á æskuárum minum kynntist ég henni vel og heimili hennar norður i Siglufirði, en i nokkur ár áttum við heima i sama húsi. Þar kynntist ég yngsta syni hennar, Hilmari, en viö urðum góðir vinir, og var ég daglegur gestur heima hjá honum. Þar var oft glatt á hjalla og margt brallað, sem stráka er siður, en öllu tók Jóhanna með mesta umburðarlyndi. Þar kynntist ég dugnaði Jóhönnu og fórn- fýsi vegna barna sinna. Það er ekki svo litið þrek, sem þarf til að koma 13 börnum jafnvel til manns og henni tókst með guðs hjálp, og sá hluti ævi hennar gæti orðið efni i stóra bók, en börnin sjálf og afkomendur Jóhönnu og Þorkels manns hennar vitna bezt um það sjálf, en öll eru þau dugnaðar- og atorkufólk og öörum til fyrir- myndar. Jóhanna fæddist i Aðalvik i Sléttu- hreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Hansina Finnsdóttir og Kristján Jóhannesson. Arið 1910 giftist hún Þor- keli Sigurðssyni Svarfdal skipstjóra. Fyrstu þrjú árin bjuggu þau á æskuslóðum Þorkels á Dalvik, en flutt- ust þá til Siglufjarðar. Þar gerði Þor- kell út og var skipstjóri i fjölda mörg ár, fengsæll og dugnaðarmaður, mjög vel látinn af öllum, sem honum kynnt- ust og mörgum harmdauði er hann féll frá á bezta aldri. Mér verður hann ætið minnisstæður, vegna þess hvað hann var barngóður og alltaf kátur og létt- ur, söng oft hástöfum, er hann var að undirbúa sig i róðra. Jóhanna missti mann sinn árið 1939, hefur það orðið henni mikið áfall, þvi þau hjón voru mjög samhent um upp- eldi barna sinna. Það hefur þurft mik- inn kjark og dugnað til þess að koma svo stórum barnahópi upp eftir að eiginmaðurinn var fallinn frá. Ekki voru þá tryggingar til hjálpar eins og þær siðar urðu. Jóhanna hefur ætið verið glæsileg kona, frið sýnum og tiguleg i framkomu. Það veit ég, að það sem veitir henni mesta gleði i lif- inu i dag er gott gengi barna hennar og islendingaþættir barnabarna. Aldur sinn hefur Jóhanna ætið borið það vel, aö ég hefi alltaf álitið hana miklu yngri en kirkjubækur segja til um. Ég vil þakka þér, Jóhanna, alla gestrisni og góðvild, er ég varð ætið aðnjótandi á heimili þinu, og óska þér og þinum alls velfarnaðar á ókomnum árum. Um fjölda ára hefur Jóhanna verið hjá dóttur sinni Hansinu og tengda- syni, Einari ólafssyni, Fifuhvamms- vegi 31 i Kópavogi. Þau hafa reynzt hennivelog Einar verið henni ágætur tengdasonur. Afkomendur Jóhönnu og Þorkels munu vera á annað hundrað. Börn þeirra eru: Elinora hjúkrunarkona, gift Hjörleifi Magnússyni fulltrúa, bú- sett á Siglufirði, Margrét, gift dönsk- um manni, búsett i Danmörku, Kristján vélstjóri, kvæntur Rannveigu Kristjánsdóttur, búsettur i Kópavogi, Páll prentari, kvæntur Svövu Ara- dóttur, búa þau i Reykjavik, Axel skip- stjóri, kvæntur Jóninu Hansen, einnig búsett i Reykjavik. Albert bakara- meistari, kvæntur Sigriði Guð- mundsdóttur, búa i Borgarnesi, Sig- urður prentari, kvæntur Kristrúnu Jóhönnu Ásgeirsdóttur, búsett i Hafnarfirði, Július skipstjóri, kvæntur Mariu Einarsdóttur, eiga heima á Siglufiröi, Hansina, gift Ein- ari Ólafssyni verzlunarstjóra, búa i Kópavogi, Hilmar bakarameistari, kvæntur Sigriöi Guðlaugsdóttur, einnig i Kópavogi, Inga, var gift Hilmari Guðlaugssyni prentara, bú- sett i Reykjavik, Elisabet, gift banda- riskum manni, eiga þau heima á Flórida i Bandarikjunum, Jóhanna gift Páli Jónssyni verkstjóra, eru þau búsett á Akureyri. Karl Einarsson. Sveinn Framhald af bls. 24 verður það að teljast illa farið. Má vis- lega ætla, að t.a.m. Sauðárkróksbær hafi farið mikils á mis að fá eigi notið, við stjórnsýslu bæjarins, framsýni og hygginda svo hárglöggs athafna- manns. Er og sizt hætta á, að hann hefði sleppt sinni styrku hendi af K. S., þótt komið hefði við sögu einnig á ööru sviði. Sveinn er kirkjuvinur og kristins dóms. Fyrir fáum árum var hann kjörinn i sóknarnefnd Sauðárkróks- safnaðar og tók þegar við forystu. Mun kunnugum þykja sem þar hafi verið tekið til hendi, hið aldna og virðulega kirkjuhús endurbætt og endurnýjað að búnaði og er nú hið veglegasta musteri, þar sem hverjum gesti er gott að vera. Ég veit til víss, að Sveinn Guðmundsson hefði getað valið um störf og stöður i hinum stóra fjármála- heimi og borið meira úr býtum fjár- hagslega, mörgum sinnum meira, en kaupfélagsstjórinn á Sauðárkróki. Hann kaus hins vegar þann kostinn að hverfa heim til æskustöðva og helga skagfirzkum samvinnumálum og Kaupfélagi Skagfiröinga starfsorku sina alla og óskipta á bezta skeiði ævinnar. Fyrir það eigum við Skag- firðingar honum þakkir að gjalda - meiri og stærri en margir okkar gera sér ef til vill ljóst. Sú þakkarskuld verður þvi aðeins goldin, að við, skag- firzkir samvinnumenn, stöndum öruggan vörð um Kaupfélag Skag- firðinga, þá stofnun, sem hann hefur borið fyrir brjósti og vakað yfir hverja stund i meira en fjórðung aldar. Sveinn Guðmundsson hefur nú tekið þá ákvörðun aðláta af kaupfélags- stjórn senn hvað liður. Mun flestum þykja verr fariö og ekki laust við, að hjá sumum gæti nokkurs uggs. - Fyrir löngu kenndi hann þráláts sjúkdóms, sem að lokum leiddi til þess, að gerð var á honum hættuleg skurðaðgerð fyrir nokkrum árum. Gat þá mjög brugðið til beggja vona um það, hvort hann rnætti lifi halda. Ég held, að ekki sé ofmælt, að þá hafi miklum óhug slegið á margan mann. Man ég gerla, hve mönnum létti - og einnig þeim sumum, er verið höfðu Sveini i ýmsu andstæðir, er það fréttist, að hann myndi hjarna við og geta enn um hrið gegnt forystuhlutverki sinu heima i héraði. Þessar staðreyndir segja fyllri sögu um manninn, um kaupfélags- stjórann, en unnt væri með orðmælgi. Nú, á sextugsafmæli Sveins Guð- mundssonar, vil ég, i nafni félags- stjórnar og félagsmanna Kaupfélags Skagfirðinga, færa honum einlægar þakkir fyrir þau ómetanlegu störf, sem hann hefur unnið fyrir félagið, fyrir þetta hérað. Persónulega þakka ég þeim hjónum fyrir allar þær óteljandi ánægjustundir, alla þá fölskvalausu alúð og hlýju, sem ég hef notið á heimili þeirra um árabil. Megi blessun Guðs fylgja þeim við hvert fót- mál á ókomnum árum. Gisii Magnússon 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.