Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Side 4
PÉTUR EINARSSON Fæddur 21.okt. 1881 Dáinn 2.sept. 1971. Pétur var sonur hjónanna Einars Sigfússonar og Sigriðar Ogmundsdóttur, er bjuggu i Breiðuvik i Borgarfirði eystra. Á öllum öldum Islandsbyggðar fram á vora tima hefur bændafólk og sjó- menn verið traustustu hornsteinar islenzkrar þjóðfélagsbyggingar, og voru foreldrar Péturs virkir þátt- takendur i þeim störfum. Búskaparár Einars voru þó jafn- framt eittt mesta harðindatimabil i sögu landsins en þótt erfið væri lifs- baráttan á þeim árum við ströndina, bar Einar sigur úr býtum. A þessum stað fæddist Pétur og sleil barnsskónum, en ekki mikið meira en það. A þessum árumog fyrstu áratugum þessarar aldar var algengt, að bænda- synir færu mjög ungir úr föðurgarði. VarPétur langtinnan við fermingu, er hann réðist sem léttadrengur, er kallað var, upp á Hérað til ættingja i Fljótsdal. Venja var á þeim árum að halda ungmennum fast að vinnu, og reyndist ungi sveinninn úr sjávarbyggðinni ötull, trúverðugur og þrautseigur. Pétur var svo heppinn að vera táp- mikill, þvi slik vinnuharka gat verið ofviða þeim, er táplitlir voru. A sumrum var þá alsiða að hefja verk kl. 7 að morgni og hætta ekki fyrr en 8-9 að kvöldi. Viða 4 Héraði var heimilismenning mikil á þeim árum, og þess nutu bændasynir og dætur, og aðrir, sem ólust upp á heimilum i Fljótsdal. Varð sú menntun Pétri gott veganesti. Fékk hann meðal annars tilsögn i smiðum þeim, er heimilin þörfnuðust, bæði járn- og trésmiði. Hann var á þeim tfrum samtiða frænda sfnum, Tryggva Ólafssyni á Viðivöllum fremri. Var með þeim mikil vinátta, enda voru þeir á liku reki og báðir miklir fjör- og atgervis- menn. Þá er Pétur var þar, gekk hann að eiga Ingileifu Sigurðardóttur frá Bóndastöðum i Hjaltastaðaþinghá. Varsambúð þeirra og samvinna á lifs- leiðinni ævinlega eins og bezt verður á 4 kos ið. Ingileif var einnig af bænda- fólki komin. A þessum árum öðlaðist Pétur fast- mótaða lifsskoðun. Hann haföi rika samúð með öllu, sem var minni máttar. Var þvi sérstaklega barn- góður og unglingar höfðu uppáhald á honum. Lifsgleðin og áhuginn var mikill i fari hans. Varð hvert starf.er maður vann með honum, aðlaðandi i vitund manns. Þá hafði hann einnig mjög næmt auga fyrir þvi, er fagurt var, og hafði þá oft orð á þvi. Hér skal aðeins vikið að þvi og rif jað upp, hvað var efst i vitund þjóðarinnar á þeim tima. Þjóðin var staðráðin i að glata ekki þeim verðmætum, sem undangengnar kynslóðir höfðu haldið i horfinu og aukið, og halda fast i þjóð- ernisvitundina. Ennfremur að sækja fram til aukins sjálfstæðis þjóðarinnar auka þjóðlega menningu og bæta landið. Mikil bjartsýni rikti meöal unga fólksins. Nú voru fullorðinsár Péturs byrjuð. Það kom glöggt i ljós, að umhverfið setti svið sinn á hans athafnir og áform, eins og svo marga aðra. Fyrstu árin efti eftir að þau Pétur og Ingileif giftu sig, bjuggu þau á Viði- völlum. En 1920 urðu timamót i lifi þeirra. Pétur sleit sig upp frá mörgum vinum og samstarfsmönnum i Fljóts- dal og fluttist með fjölskyldu sina að Ormsstöðum i Skógum, en þeir voru á- býlisjörð frá Hallormsstað. Eftir að Skógræktin fékk yfirráð yfir jöröinni 1907, samdi hún við ábúendurna, að hún veitti þeim fasta vinnu i skóginum. Hún veitti þeim þar að auki þau hlunnindi, að þeir mættu hafa 20 - 30 ær og 2 kýr en kindunum gefið inni yfir veturinn. Þvi varð það, að þegar Pétur kom i Ormsstaði, reið á fyrir honum að setja sig vel inn i hina breyttu staðhætti. hafði það tvimælalaust mikla praktiska þýðingu fyrir Skógræktina, að starfsmaður hennar, er bjó á Orms- stöðum, hefði leikni i störfum. Það brást heldur ekki, strax á fyrsta ári var hann búinn að ná tökum á störfunum. Áhuginn og snerpan var hin sama, og þá er hann kappkostaði að vinna bændunum i Fljótsdal sem bezt dagsverk. Þó vann Pétur einn, en stundum tveir menn að auki hjá Skógræktinni yfir veturinn. Hvildi þungamiðjan af hinum daglegu störfum á Pétri meiri partinn af árinu þau 17 ár, er hann var starfsmaður hjá Skógræktinni. Þau hafa þvi verið að bera vöxt á islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.