Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Side 8
Guðmundur H. Stefánsson frá Stóru-Seylu Það var árið 1960, sem vegir okkar Mestan hluta þess timabils dvaldist Guðmundar Stefánssonar mættust innan veggja Kristneshælis. Þar sá ég hann og siðast, en hann lézt þann 10. april s.l. Þar hneig ein af hinum ó- krýndu hetjum, heill og sannur dreng- ur með hreinan skjöld — maður, sem lætur eftir sig ljúfustu minningar i hugum þeirra, sem áttu með honum leið. Það mun hafa verið árið 1948, sem Guðmundur Stefánsson veiktist af berklum og fór þá á Kristneshæli. Fékk hann eftir tveggja ára dvöl þar þann bata, sem entist honum næstu tiu árin. En árið 1960 tók sjúkdómurinn sig upp aftur, og eftir það varð Guð- mundi ekki auðið að vera utan veggja sjúkrahúsa nema örskamman tima i sumarleyfum, þegar bezt lét. minntist áðan á framúrskarandi gest- risni þerra ölafar og Guðjóns — og nú að lokum langar mig til að bæta þvi við, að fyrir tveimur árum buðu þau hjón heim öllum systkynum Guðjóns, tengdafólki, börnum og barnabörnum — samtals um 70 manns — og var það „ættarmót” haldið i tilefni af merkis- afmæli i lifi foreldra Guöjóns, þótt þau bæði séu löngu látin, en þau voru Þóra Þorvaldsdóttir og Gisli Jónsson, siðast búandi á Innri-Skeljabrekku.Þetta var dásamlegur dagur frá morgni til kvölds: dagur, sem aldrei gleymist. Ég minnist þess nú, að um kvöldið, þegar við vorum að kveðja úti á hlaðinu á Fossum, þá stóðu þessi elskulegu hjón — bæði þau eldri og yngri — á húströppunum. Milt sumar- rökkrið umvafði allt — allsstaðar heyrðist hljóma: Hjartans þökk fyrir yndislegan dag'.... Ég get enn heyrt það fyrir mér — og ég loka augunum og hvisla þvi nú inn i eilifðina.... Lóa min! Guð blessi þig og blessi ástvinum þinum minningarnar um þig- Mágkona. Guðmundur á Kristneshæli, en var einnig i sjúkrahúsum i Reykjavik og á Akureyri. Sjúkdómsraunin var hörð, en henni var mætt með æðruleysi karl mennskulundar. Undir lokin var þó þreyta eftir langa þraut mjög tekin að segja til sin, og mun Guðmundur hafa verið viðbúinn kallinu frá örlaga- dómnum — þeim, sem enginn fær sigr- að. Þegar fundum okkar Guðmundar bar siðast saman, duldist mér að visu ekki, hversu að honum var þrengt, en þó kom mér ekki i hug á þeirri kveðju- stund. að við værum að takast i hendur i hinzta sinni. Þegar andlátsfregn hans barst hrökk ég við. Ég var ekki við þvi búin að mæta henni. Það er alltaf áfall, þegar ósvikinn hlekkur brestur. Allt verður auðara eftir. Guðmundur Stefánsson var hljóðlát- ur maður og hlédrægur. orðvar með afbrigðum. allra manna lausastur við að hlutast til um annarra hagi, og svo fjarri þvi, sem orðið gat, að ota sér fram. eða seilast til valda og metorða. Þess konar kapphlaup kom honum ekki við. 1 kyrrþey nam hann dagsverk sitt, en af frábærri alúð og elju, svo lengi sem stætt var. En það segir sig sjálft, að orðug reynsla muni það hafa verið þessum dugmikla og vakandi manni, að verða á miðjum aldri að hverfa úr sólskini og blæ starfsannar og starfsgleði inn i skugga fjögurra veggja — óvigur — og biða þess eins að orkan brysti til grunns. En hver vissi i barm hins dula manns? Hann sýndi ekki undina, sem þar blæddi eftir átök við ómild örlög. Sem áður getur stóð hugur Guð- mundar Stefánssonar ekki til umsvifa i sviðsljósi. En þó að hann væri hlé- drægur og fremur fáskiptinn, lét hann ógjarna hlut sinn, var fastur fyrir og vék seint frá settu marki. Honum mátti alltaf treysta. Heiðarleiki hans, góðvild, trúfesti og skyldurækni var á þann veg, að hann hlaut að eignast traust og vinsældir hvar sem hann fór. Sá maður fyrirfannst ekki, sem ganga vildi Guðmundi i mót, né gjöra á hluta hans. Segir það mikið um persónugerð hans. Ég taldi mig þekkja Guðmund Stefánsson talsvert vel eftir liölega áratugs kynni. Og ég mat hann æ þvi meir, sem ég kynntist honum betur. Hann og hans ágæta kona sýndu mér sanna vináttu, sem seint mun fölskv- astf fyrir það vil ég þakka af heilum hug. Þau hjónin báru mikinn vel- vildarhug til félagsins Sjálfsvarnar i Kristneshæli og reyndust höfðingjar i öllum samskiptum við það. Guðmund- ur var virkur félagi i Sjálfsvörn og hin siðustu ár gjaldkeri i stjórn félagsins. Þarf ekki að efast um trúmennsku Guðmundar i þvi starfi, sem öllum þeim. er honum voru á hendur falin. Á ég hinar beztu minningar um sam- vinnu okkar og vil nú, þegar þessi ágæti maður er til foldar hniginn, færa honum alúðarfyllstu þakkir fyrir störfin og kynnin. Þar bar ekki á hinn minnsta skugga. Um leið vil ég votta eiginkonu Guðmundar, Ingibjörgu Björnsdóttur, innilegustu samúð mina. Henni mun finnast tóm og rökk- ur rikja umhverfis og lifið hið næsta henni hafa misst ljúfan tón úr hörpu sinni. En mætti það verða henni styrk- 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.